Þjóðmál - 01.09.2010, Page 59

Þjóðmál - 01.09.2010, Page 59
 Þjóðmál HAUST 2010 57 Evrópu . Verði þar ríkisgjaldþrot, gæti það leitt til stórtaps franskra og þýzkra banka á Grikklandi . Frakkar og Þjóðverjar óttast slæm áhrif á franska og þýzka fjármálakerf- ið, ef þannig fer . Ríkissjóðir þessara landa eru ekki í neinum færum að hlaupa nú aftur undir bagga með bönkunum . Þess vegna var Grikkland ekki látið sigla sinn sjó þrátt fyrir fjölmargar ávirðingar grískra stjórn- málamanna og embættismannakerfis og áhættu bjargráðanna . Svo langt er gengið, að Grikkir eru sagðir hafa smyglað sér inn í evrusamstarfið með fölsun ríkisreikninga . Suður-Evrópa er þó alls ekki ein sek um veikleikana í evrusamstarfinu . Öll Suður-Evrópa, hluti Austur-Evrópu og Írland eiga undir högg að sækja vegna ríkishalla og skuldaklafa . Ef Spánn lendir í greiðsluerfiðleikum geta brezkir bankar tapað stórfé . Sama á við um Írland . Ef ríkis gjaldþrot verður í Austur-Evrópu verða þýzkir bankar fyrir alvarlegu áfalli . Evru þjóðirnar tóku af þessum ástæðum ákvörð un, eftir japl og jaml og fuður, um að reyna að skrapa saman stórfé með hjálp Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS . Þær settu sér mark um 750 milljarða evra í neyðarsjóð til að hlaupa undir bagga með ríkisstjórnum evrulandanna, og þeirra, sem eru á evruþröskuldinum, ef þær lenda í greiðsluneyð . Bretar neituðu að taka þátt í myndun þessa neyðarsjóðs evru svæðisins, og sættu evruþjóðirnar sig við það með semingi . Á meðal þeirra er hins vegar bullandi ágreiningur um það, hvernig ráðstafa á þessum fjármunum . Það mun hvína í tálknum þeirra, ef á að bjarga brezkum bönkum frá stórtapi með því að hlaupa undir bagga með spænska ríkissjóðnum með fjárframlögum úr téð um neyðarsjóði, nema Bretar breyti afstöðu sinni . Þessi vandræði eru svo djúpstæð, að þau geta hreinlega sundrað ESB . Evran veikist auðvitað í þessu gjörningaveðri og bætir það samkeppnistöðu evrusvæðisins út á við, en slíkt breytir ekki því, að efnahags- legir innviðir margra landa evrusvæðis ins eru feysknir vegna ósveigjanlegs launa- markaðar, lágs eftirlaunaaldurs, lítillar at- vinnu þátttöku, gríðarlegs skrifræðisbákns og mikillar opinberrar hlutdeildar af vergri landsframleiðslu (VLF) . Í stuttu máli eru velferðarsamfélög Evrópu komin á leiðarenda . Síðan hefur auðvitað birzt ginn- unga gap á milli Suður-og Norður-Evrópu, þannig að runnið hefur upp fyrir mönn um, að sumpart fóru löndin í suðri inn í evru- samstarfið á fölskum forsendum, og sum part eiga þau ekkert erindi inn í slíkt samstarf . Vandræði ESB eru þó enn djúpstæðari en hér hefur verið lýst . Þau eru fólgin í lítilli viðkomu, sem sums staðar veldur fólks- fækkun, háum og hækkandi meðalaldri og mjög veikum lífeyrissjóðum . Sífellt færri launa menn standa undir vaxandi yfir bygg- ingu . Þeir eru nú að jafnaði fjórir en um 2040 verða þeir aðeins tveir á móti hverjum lífeyrisþega . Af öllum þessum ástæðum er hagvöxtur lítill og sums staðar enginn í ESB . Draumórar ESB-forkólfanna um aldamót- in 2000 að gera ESB að öflugasta hag- kerfi heimsins árið 2010 hafa orðið sér til minnkunar . Þýzkaland hefur þó sýnt dágóð- an hagvöxt frá miðju ári 2009 til miðs árs 2010, og þýzka hagkerfið ber nú eftir sam- einingu Þýzkalands ægishjálm yfir hagkerfi annarra landa Evrópu . Evrópa stefnir í að verða hnignun að bráð, og óeirðir hafa brotizt út í hverju landinu á fætur öðru árið 2010 vegna mikillar þjóðfélagsóánægju og bullandi og vaxandi atvinnuleysis, mesta niðurskurðar ríkisútgjalda frá lokum seinni heims styrj aldarinnar og lítillar sem engrar vonar um batnandi hag almennings . Undir kraumar auðvitað reiði á meðal almennings með þá ráðstöfun stjórnvalda að nota skattfé til að bjarga einkabönkum og hygla afæt um . Jafnaðarmenn Evrópu eru að keyra hana í þrot með feikilegri yfirbyggingu og skattaáþján .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.