Þjóðmál - 01.09.2010, Side 61

Þjóðmál - 01.09.2010, Side 61
 Þjóðmál HAUST 2010 59 iðnaðar ráðherra vinstri stjórnarinnar við að fara í kringum reglur innri markaðarins varðandi fjárfestingar . Það er líka ljóst, að vanmáttur vinstri stjórnarinnar við að leiða „Icesave“-deiluna til lykta hefur tafið fjárhagslega endurskipulagningu Íslands . Afgreiðsla AGS á lánveitingum til Íslands og þar með á endurfjármögnun erlendra skulda landsins hefur dregizt úr hömlu vegna þess, að vinstri stjórnin hafði enga burði til að leiða „Icesave“-málið til farsælla lykta . Vinstri stjórninni mistókst gjörsamlega að afla bandamanna innan AGS, og munar þar e .t .v . mest um stirða sambúð við Bandaríkin . Vinstri stjórnin guggnaði áður en á hólm- inn var komið, kokgleypti ýtrustu kröf ur Breta og Hollendinga, og jaðrar allt fram- ferði ríkisstjórnarinnar í þessu mesta deilu- máli seinni tíma við útlendinga við landráð, sem hlýtur að þurfa rannsóknar við . Í landhelgisdeilunum knúðu Íslendingar á um, að þessum deilumálum yrði lyft upp á forræði forsætisráðherra . Sömu leið á að fara með „Icesave“-deiluna, því að úrslit hennar munu hafa áhrif á alþjóðasamskipti Íslands og þjóðarhag næstu áratugina . Sú forræðisbreyting gagnast þó Íslendingum ekki, nema í embætti forsætisráðherra sé karl eða kona, sem stenzt starfsbræðrum sínum, eða -systrum, snúning, en stundar ekki stjórnarhætti, sem tíðkaðir eru í banana- lýðveldum, þar sem stjórnarherrar klóra yfir eigin skít að sínum hætti og hylja slóð sína . „Engin gögn finnast í ráðuneytinu um þetta mál!“ Ísland – Quo Vadis? Það þarf enga mannvitsbrekku til að átta sig á sérstöðu Íslands í Evrópu . Aðal- atvinnuvegur Íslendinga er sjávar út vegur, sem er einsdæmi í Evrópu . Stærð hafsvæðis m .v . landsvæði er einnig eins dæmi . Á þessu hafsvæði eru nú á dögum beztu fiskimið í Evrópu . Hér er um að ræða mikla auðlind, sem með viturlegri auðlindastjórnun getur vaxið mikið enn . Sumar þjóðir ESB klæjar eftir að komast með fingurna í nýtingu sjávarauðlinda Ís lend inga, eins og umræður um að skilyrða aðildar viðræður ESB við Íslendinga við bann hvalveiða bera vott um . Hvort stórskaðlegar hugmyndir vinstri flokkanna um eignarnám nýtingarréttar nytjastofna á Íslandsmiðum er tilraun til að draga burst úr nefi útgerðarmanna til að laga íslenzkan sjávarútveg að sjávarútvegsstefnu ESB er ekki enn ljóst, en hitt er vitað, að gangi Ísland í ESB verður sjávarauðlind Íslands í fullkomnu uppnámi gagnvart risaflotum Spánverja og annarra, og þess yrði þá skammt að bíða, að íslenzkur sjávarútvegur yrði niðurgreiddur, eins og annars staðar í Evrópu . Hvaða áhrif halda menn, að þessi þróun mála hefði á afkomu ríkisins, sveitarfélaga við sjávarsíðuna og efnahag almennings á Íslandi? Íslendingar eru fullkomlega einfærir um að nýta íslenzka efnahagslögsögu og að fjárfesta í sjávarútveginum sjálfir og úr- vinnslu greinum hans til að auka magnið, gæðin og framleiðnina . Önnur sérstaða Íslands eru endurnýjan- leg ar orkulindir, sem enn hafa aðeins að litlu leyti verið nýttar . Þetta er einsdæmi innan Evrópu og skapar Íslendingum gífur leg sóknarfæri til hagsældar . Aftur- halds öfl beita sér með illvígum hætti gegn nýtingu þessara auðlinda, og slík sjálfs- tor tímingarstefna er fullkomlega óboðleg upplýstu nútímasamfélagi . Gegn henni verður að snúast af fullri hörku . Landsmenn munu t .d . á þessum áratugi geta hafið rafvæðingu bílaflotans og þannig dregið úr eldsneytisinnflutningi . Árið 2013 munu verða settir á markaðinn fjölda- fram leiddir og eigulegir rafmagnsbílar, sem draga munu úr mengun þéttbýlis og spara gjaldeyri . Fyrir utan Norðmenn

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.