Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 63

Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 63
 Þjóðmál HAUST 2010 61 Hinn 12 . júlí 2002 lauk stuttu hléi á útgáfu Fréttablaðsins, sem hóf göngu sína sem fríblað í krafti auglýsingatekna 23 . apríl 2001 . Sérstaða blaðsins meðal fríblaða var, að það var borið í hús . Í sumarbyrjun 2002 gat blaðið hvorki staðið í skilum við blaðbera sína né aðra . Gunnar Smári Egilsson hannaði útlit blaðsins og gerði viðskiptaáætlanir fyrir það auk þess að stýra flestum deildum þess og varð að lokum ritstjóri í nóvember 2001 . Hann bjargaði lífi Fréttablaðsins þessa björtu sumar mán uði í samvinnu við Ragnar Tómasson, hæsta réttarlögmann . Var útgáfu félagið Frétt ehf . stofnað til að kaupa Frétta blaðið . Ragnar vildi hvorki gefa upp kaupverð út gáfuréttar Fréttablaðsins né upplýsa, hverj ir væru eigendur Fréttar ehf . Í frétta- til kynn ingu kom þó fram, að fyrri eig end- ur Fréttablaðsins (eig endur DV o .fl .) væru ekki meðal hluthafa Frétt ar ehf . Sagt var, að markmið hins nýja út gáfu félags væri „að setja styrkar stoðir undir rekstur Frétta blaðs­ ins með góðri eiginfjárstöðu og efla útgáfu blaðs ins“ . Gunnar Smári yrði áfram ritstjóri blaðs ins og mundi jafnframt gegna störf um fram kvæmda stjóra fyrst um sinn . Einar Karl Haraldsson, sem meðal annars hafði verið ritstjóri Þjóðviljans, varð fyrsti rit stjóri Fréttablaðsins . Þegar hann lét af störfum í nóvember 2001 var hann spurður um að draganda starfslokanna og svaraði: Þegar útgáfa Fréttablaðsins kom til var ég að vinna sem ráðgjafi í almannatengslum . Kom ég sem slíkur að því að undirbúa útgáfu Frétta blaðsins . Síðan fannst mér það áhugavert þegar það stóð til boða að taka að mér ritstjórn og reyna að framkvæma þessa tilraun . Ég réð mig til sex mánaða í upphafi og kom þar aðallega til áhuginn á að reyna að koma þessu á legg fremur en sannfæringin fyrir því að þetta væri minn fram tíðar- vettvangur . Síðan, eins og komið hefur fram, leiddist mér að fá ekki launin mín um tíma en það verður væntan lega leyst með góðum friði .1 Björn Bjarnason Ris og fall Baugsmiðla Brot af fjölmiðlasögu 21 . aldar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.