Þjóðmál - 01.09.2010, Qupperneq 65

Þjóðmál - 01.09.2010, Qupperneq 65
 Þjóðmál HAUST 2010 63 endur ann arra stórra fyrirtækja stæðu að baki Frétta blaðinu hafði reynst réttur . Eig endurnir kusu hins vegar ekki að sýna rétt andlit fyrr en því fylgdu hagstæðar tölur um lestur blaðsins . Komandi ár áttu eftir að sýna, að þeir vildu alltaf vera í vinningsliðinu . Hér verður stiklað á stóru í sögu Baugsmiðlanna . Norðurljós Snemma árs 2003 voru erfiðleikar í rekstri Norðurljósa, fjölmiðlafyrirtækis í eigu Jóns Ólafssonar, sem kenndur var við Skífuna . Frétt ir voru um kröfur Búnaðarbankans á hendur Jóni, sem sagður var hafa lent í fjárhags basli vegna lækkunar á gengi krónunnar . Þá sætti hann rannsókn, af því að skattayfirvöld töldu hann ekki hafa farið að skattalögum . Engum kom því á óvart, þegar sagt var frá því í Fréttablaðinu 16 . nóvember 2003, að eina leiðin til að bjarga Norðurljósum frá gjaldþroti væri að fá nýtt hlutafé . Jón Ólafsson hefði ekki það fjármagn . Hann hefði hins vegar reynt í lengstu lög að halda í fyrirtækið, til dæmis hefði hann kallað indverskan auðkýfing á vettvang með þeim orðum, að hann hefði áhuga á Norð ur- ljósum . Hreiðari Má Sigurðssyni, banka- stjóra Kaupþings, væri ljóst, að erfitt yrði að fá nýja fjárfesta að félaginu með Jón Ólafsson inn an borðs . Lausn vandans fælist því í því að gera Jóni tilboð, sem hann gæti ekki hafnað . Allar eignir hans yrðu keyptar . Hreiðar Már hafði samband við Jón Ásgeir Jó hannesson, í Baugi, sem samþykkti að kaupa allar eigur Jóns Ólafssonar . Á loka- stigum málsins reyndi Jón að auka verðmæti eigna sinna með tilkynningu um, að Marcus Evans, breskur auðmaður, hefði gert tilboð í Norður ljós . Gekk auðmaðurinn meðal ann- ars á fund Davíðs Oddssonar, forsætisráð- herra, til að lýsa við horf um sínum . Í Fréttablaðinu sagði, að margar eignir Norð ur ljósa féllu vel að starfsemi Jóns Ásgeirs: lóðir og fasteignir að fasteignafélögum hans, Skífan að verslunarrekstri annað hvort Baugs eða Aco Tæknivals . Auk þess væri greinilegt, að Jón Ásgeir hefði „vaxandi áhuga á rekstri fjölmiðla“ . Jón Ásgeir mundi ráða yfir hlut Jóns Ólafssonar á hluthafafundi 17 . nóvember, 2003 . Hann réði því, hverjir fleiri yrðu hluthafar, en Kári Stefáns son, Íslenskri erfðagreiningu, og Finn ur Ingólfsson, VÍS, hefðu verið kallaðir til við ræðna um kaup á hlut í Norðurljósum .2 Sigurður G . Guðjónsson, forstjóri Norður- ljósa, vandaði Jóni Ólafssyni, fyrrverandi eig- anda fyrirtækisins, ekki kveðjurnar í skýrslu sinni fyrir árið 2003, sem hann lagði fram á aðalfundi Norðurljósa 18 . mars 2004 . Hann sagði enga markvissa vinnu hafa átt sér stað af hálfu stjórnar Norðurljósa til að leysa félagið undan þeim skuldabagga, sem á því hvíldi . Jón, stjórnarformaður félagsins, hefði að mestu dval ist erlendis, einkum í London, og reynt að hafa uppi á hugsanlegum aðilum til að koma með nýtt fé inn í Norðurljós og/eða ráðgjöf um framhald og framgang endurfjármögnunar Norður ljósa . Einn þeirra hefði verið breski auðmaðurinn Marc us Evans sem m .a . hefði rætt við for- sætis ráðherra landsins um aðkomu sína að Norð ur ljós um . Um þetta framtak Jóns sagði Sigurður orðrétt: Það er skemmst frá því að segja að allt reyndist það sem fram hafði komið hjá stjórnarformanni Norðurljósa á stjórnar- fundinum 9 . september tálsýn ein og í raun bull . Í ársskýrslunni vitnaði Sigurður í tölvupóst sinn frá 17 . október 2003 með varnaðarorðum til Jóns Ólafssonar persónulega um að vandi félags ins yrði ekki leystur með neinum leik „sem ég bið að verði stoppaður nú þegar,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.