Þjóðmál - 01.09.2010, Qupperneq 65
Þjóðmál HAUST 2010 63
endur ann arra stórra fyrirtækja stæðu að
baki Frétta blaðinu hafði reynst réttur .
Eig endurnir kusu hins vegar ekki að sýna
rétt andlit fyrr en því fylgdu hagstæðar
tölur um lestur blaðsins . Komandi ár áttu
eftir að sýna, að þeir vildu alltaf vera í
vinningsliðinu . Hér verður stiklað á stóru
í sögu Baugsmiðlanna .
Norðurljós
Snemma árs 2003 voru erfiðleikar í rekstri Norðurljósa, fjölmiðlafyrirtækis
í eigu Jóns Ólafssonar, sem kenndur
var við Skífuna . Frétt ir voru um kröfur
Búnaðarbankans á hendur Jóni, sem sagður
var hafa lent í fjárhags basli vegna lækkunar
á gengi krónunnar . Þá sætti hann rannsókn,
af því að skattayfirvöld töldu hann ekki hafa
farið að skattalögum .
Engum kom því á óvart, þegar sagt var
frá því í Fréttablaðinu 16 . nóvember 2003,
að eina leiðin til að bjarga Norðurljósum
frá gjaldþroti væri að fá nýtt hlutafé . Jón
Ólafsson hefði ekki það fjármagn . Hann
hefði hins vegar reynt í lengstu lög að halda
í fyrirtækið, til dæmis hefði hann kallað
indverskan auðkýfing á vettvang með þeim
orðum, að hann hefði áhuga á Norð ur-
ljósum . Hreiðari Má Sigurðssyni, banka-
stjóra Kaupþings, væri ljóst, að erfitt yrði að
fá nýja fjárfesta að félaginu með Jón Ólafsson
inn an borðs . Lausn vandans fælist því í því að
gera Jóni tilboð, sem hann gæti ekki hafnað .
Allar eignir hans yrðu keyptar .
Hreiðar Már hafði samband við Jón Ásgeir
Jó hannesson, í Baugi, sem samþykkti að
kaupa allar eigur Jóns Ólafssonar . Á loka-
stigum málsins reyndi Jón að auka verðmæti
eigna sinna með tilkynningu um, að Marcus
Evans, breskur auðmaður, hefði gert tilboð í
Norður ljós . Gekk auðmaðurinn meðal ann-
ars á fund Davíðs Oddssonar, forsætisráð-
herra, til að lýsa við horf um sínum .
Í Fréttablaðinu sagði, að margar eignir
Norð ur ljósa féllu vel að starfsemi Jóns Ásgeirs:
lóðir og fasteignir að fasteignafélögum hans,
Skífan að verslunarrekstri annað hvort Baugs
eða Aco Tæknivals . Auk þess væri greinilegt,
að Jón Ásgeir hefði „vaxandi áhuga á rekstri
fjölmiðla“ . Jón Ásgeir mundi ráða yfir
hlut Jóns Ólafssonar á hluthafafundi 17 .
nóvember, 2003 . Hann réði því, hverjir fleiri
yrðu hluthafar, en Kári Stefáns son, Íslenskri
erfðagreiningu, og Finn ur Ingólfsson, VÍS,
hefðu verið kallaðir til við ræðna um kaup á
hlut í Norðurljósum .2
Sigurður G . Guðjónsson, forstjóri Norður-
ljósa, vandaði Jóni Ólafssyni, fyrrverandi eig-
anda fyrirtækisins, ekki kveðjurnar í skýrslu
sinni fyrir árið 2003, sem hann lagði fram á
aðalfundi Norðurljósa 18 . mars 2004 . Hann
sagði enga markvissa vinnu hafa átt sér stað
af hálfu stjórnar Norðurljósa til að leysa
félagið undan þeim skuldabagga, sem á því
hvíldi . Jón, stjórnarformaður félagsins, hefði
að mestu dval ist erlendis, einkum í London,
og reynt að hafa uppi á hugsanlegum aðilum
til að koma með nýtt fé inn í Norðurljós
og/eða ráðgjöf um framhald og framgang
endurfjármögnunar Norður ljósa . Einn
þeirra hefði verið breski auðmaðurinn
Marc us Evans sem m .a . hefði rætt við for-
sætis ráðherra landsins um aðkomu sína að
Norð ur ljós um . Um þetta framtak Jóns sagði
Sigurður orðrétt:
Það er skemmst frá því að segja að allt
reyndist það sem fram hafði komið hjá
stjórnarformanni Norðurljósa á stjórnar-
fundinum 9 . september tálsýn ein og í
raun bull .
Í ársskýrslunni vitnaði Sigurður í tölvupóst
sinn frá 17 . október 2003 með varnaðarorðum
til Jóns Ólafssonar persónulega um að vandi
félags ins yrði ekki leystur með neinum leik
„sem ég bið að verði stoppaður nú þegar,