Þjóðmál - 01.09.2010, Page 68

Þjóðmál - 01.09.2010, Page 68
66 Þjóðmál HAUST 2010 Í lok október 2004 var sagt frá ákvörðun Og fjarskipta um kaup á Norðurljósum og kynnt munnlegt samkomulag milli hluthafa fyrir tækjanna . Á grundvelli þess keyptu Og fjar skipti samtals 90% af heildarhlutafé Norð ur ljósa . Kaupverð allra hluta í Norð- urljósum var metið á 3 .620 m .kr . en áformað var að greiða kaupverðið með útgáfu nýrra hlutabréfa í Og fjarskiptum á genginu 4,2 . Fallið var frá þessum samningi, eftir að áreiðanleikakönnun hafði verið gerð . Endanlegur samningur um kaup Og fjar skipta á dótturfélögum Norðurljósa er dag sett ur 9 . desember 2004 . Samkvæmt samn ingn um keyptu Og fjarskipti öll hluta bréf í Ís lenska útvarpsfélaginu ehf . (síðar 365 ljós vaka miðlum) og Frétt ehf (síðar 365 prent miðlum) af Norðurljósum . Var nafnverð alls út gefins hlutafjár í dótturfélögum Norð ur ljósa sagt vera 2 .017 m .kr . Var greitt fyrir þessa hluti með útgáfu og framsali nýs hlutafjár í Og fjarskiptum að fjárhæð 809 m .kr . auk peningagreiðslu að fjárhæð 2 .953 m .kr . Samkvæmt samningnum átti greiðslan að fara fram eigi síðar en tíu dögum frá þeim hluthafafundi í Og fjarskipt- um sem heimilaði hlutafjárhækkunina . Taldi samkeppnisráð síðar, að kaup Og fjarskipta á Íslenska útvarpsfélaginu og Frétt ehf . fæli í sér samruna í skilningi 4 . gr . samkeppnislaga .5 Eftir þetta urðu Norðurljós í raun ekki ann að en skel utan um skattaskuldir Jóns Ólafs sonar . Um svipað leyti og hinn munnlegi samn ingur, sem ekki gekk eftir, um kaup Og fjar skipta á Norðurljósum var kynntur, barst einnig frétt um, að Gunnar Smári Egilsson væri ný ráðinn framkvæmdastjóri Norðurljósa í stað Sig urðar G . Guðjónssonar og þar með hættur sem ritstjóri Fréttablaðsins. Var Kári Jónasson, frétta stjóri ríkisútvarpsins- hljóðvarps, ráðinn rit stjóri Fréttablaðsins frá og með 1 . nóvember 2004 og gegndi Kári ritstjórastarfinu þar til í febrúar 2007 . Við þessa breytingu varð hlutverk Gunn- ars Smára aðeins rekstrarlegs eðlis . Gunn- ar sagði verkefnið framundan spenn andi . „Þetta hefur gerst svo hratt . Frétt byrjaði sem pínulítið fyrirtæki í hálfgerðri til- rauna útgáfu, og ég er ánægður með þróunina sem hefur orðið .“6 Hann hætti sem forstjóri Norðurljósa 11 . janúar 2005, þegar ákveðið var á aðalfundi, að starfsemi félagsins yrði lokið með uppgjöri skattaskulda þess .7 365 kemur til sögunnar Það liðu ekki margir dagar frá því, að Gunn ar Smári yfirgaf skuldaskel Norður ljósa, þar til hann tók við nýju forstjórastarfi í Baugsfjölmiðlaveldinu . Hinn 15 . janúar 2005 birtist frétt í Fréttablaðinu um að Ís lenska útvarpsfélagið og Frétt hefðu verið sam einuð undir nýju nafni, 365, sem skiptist í 365-ljósvakamiðla og 365-prentmiðla . Rit stjórn ir fjölmiðla mundu halda fullu sjálfstæði en rekstur, Það liðu ekki margir dagar frá því, að Gunn ar Smári yfirgaf skuldaskel Norður ljósa, þar til hann tók við nýju forstjórastarfi í Baugsfjölmiðlaveldinu . Hinn 15 . janúar 2005 birtist frétt í Fréttablaðinu um að Ís lenska útvarpsfélagið og Frétt hefðu verið sam einuð undir nýju nafni, 365, sem skiptist í 365-ljósvakamiðla og 365-prentmiðla .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.