Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 72
70 Þjóðmál HAUST 2010
væri ekki sem skyldi í íslensku viðskipta- og
fjármálalífi . Augljóst er, að Dagsbrún tókst
ekki að fjármagna rekstur sinn og starfsemi á
sama hátt og Baugsfyrirtækjum á þessu sviði
hafði tekist árin á undan . Svigrúm íslenskra
banka til lántöku erlendis þrengdist og fram
komu efasemdir um, að snilligáfa íslenskra
fjármála- og viðskiptajöfra væri svo mikil,
að ekki þyrfti að efast um, að þeim tækist
að ná markmiðum sínum .
Í desember 2008 var skýrt frá því, að af-
skipt um Íslendinga af Wyndeham prent-
smiðj unni væri endanlega lokið en fjár fest -
inga sjóðurinn Walstead Investments festi
kaup á prent smiðjunni að mestu með yfir-
töku á skuld um . Á visir .is sagði vegna þessa:
Wyndeham voru ein af kaupum Gunnars
Smára Egilssonar í útrás félagsins Dags-
brúnar árið 2006 . Prentsmiðjan komst
síðar í eigu 365 sem tapaði miklu á
prent smiðjunni en hún var afskrifuð að
fullu í fyrra .11
Landsbankinn eignaðist Wyndeham í
kjölfar þessa, þar sem bankinn hafði lánað
fyrir kaupum og rekstri og átti helstu veðin
í prent smiðjunni .
Enn bárust fréttir af viðskiptunum vegna
Wyndehams sumarið 2009 . Þá var skýrt
frá því, að heildarskuldbindingar félaga í
eigu Baugs hjá Landsbankanum í London
næmu um 58 milljörðum króna, væru þá
ótalin útlán Baugs hjá bankanum á Íslandi .
Stærsta einstaka lánið í London til fyrirtækis
í eigu Baugs var til bresku prentsmiðjunnar
Wyndeham Press Group . Það lán hefði
numið tæpum 35 milljörðum króna, þegar
Landsbankinn fór í þrot í október 2008 .
Þá segir í frétt um þetta mál: „Kaupin
á Wyndeham voru valin versta fjárfesting
ársins 2006 samkvæmt Markaðnum .“12
Útrás Baugs undir merkjum Dagsbrúnar
fólst ekki aðeins í prentsmiðjukaupum í
Bret landi . Einnig réðst Gunnar Smári í að
koma á fót Nyhedsavisen í Kaupmannahöfn
6 . október 2006 . Dvaldist hann langdvölum
í Kaup mannahöfn við að koma blaðinu af
stað . Hann vann einnig að því að koma
á fót fríblaði í Boston í Bandaríkjunum,
Boston Now .
Í janúar 2008 seldi Baugur 51% í
Dagsbrun Media í Danmörku til Mortens
Lunds . Útgáfu Nyhedsavisen var hætt í
ágúst 2008 og námu þá skuldir vegna
útgáfunnar um 100 milljónum dollara .
Eftir hrun bankanna í nóvember 2008
kom til ágreinings milli þeirra Gunnars
Smára og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í
fjölmiðlum um, hve miklar skuldir Jóns
Ásgeirs væru . Taldi Gunnar Smári, að þær
næmu 1000 milljörðum, Jón Ásgeir taldi,
að Gunnar Smári gleymdi að telja eignir á
móti skuldunum, væri það gert ættu hann
og fyrirtæki hans 200 milljarða umfram
skuldir . Af þessu tilefni sagði á dv.is:
Ritdeila þeirra fyrrverandi félaga er
merkileg í því ljósi að Gunnar Smári reisti
fjölmiðlaveldi í skjóli Jóns Ásgeirs . Þar má
nefna Fréttablaðið, NFS [sjónvarpsstöð,
sem sendi daglega frá morgni til miðnættis
Augljóst er, að Dagsbrún tókst ekki að fjármagna rekstur
sinn og starfsemi á sama hátt og
Baugsfyrirtækjum á þessu sviði
hafði tekist árin á undan . Svigrúm
íslenskra banka til lántöku erlendis
þrengdist og fram komu efasemdir
um, að snilligáfa íslenskra fjármála-
og viðskiptajöfra væri svo mikil,
að ekki þyrfti að efast um, að þeim
tækist að ná markmiðum sínum .