Þjóðmál - 01.09.2010, Page 73

Þjóðmál - 01.09.2010, Page 73
 Þjóðmál HAUST 2010 71 fréttir og fréttatengt efni frá október 2005 til september 2006], Nyhedsavisen og Boston Now . Samanlagt tjón vegna ófara hluta þeirra fjölmiðla er talið vera yfir 20 milljarðar króna . Eina sem eftir lifir er Fréttablaðið . Gunnar Smári hefur undanfarið lýst því að hans þáttur í útrásinni sé sáralítill og hefur gagnrýnt auðmenn fyrir ferðalög á einka þotum og bruðl . Sjálfur ferðaðist hann títt milli landa á fyrsta farrými og stofnaði fjölmiðla í krafti auðs Jóns Ásgeirs en segist nú ekki einu sinni eiga bíl .13 Ólafur F . Magnússon, þáverandi borg- ars tjóri, réð Gunnar Smára Egilsson í sex vikur frá og með 1 . ágúst 2008 til að gera heildarúttekt á upplýsingamálum Reykja- víkurborgar . Gunnar Smári gerði hins vegar hlé á störfum sínum fyrir borgina 14 . ágúst, eftir að Ólafur F . Magn ússon hætti sem borgarstjóri við myndun nýs meirihluta í borgarstjórn . Taldi Gunnar Smári rótið við meirihlutaskiptin ekki heppi lega umgjörð úttektar sinnar .14 DV til Hreins og Reynis Eins og áður sagði eignaðist Frétt ehf . DV haustið 2003 með aðstoð Landsbanka Íslands . Gunnar Smári Egilsson varð útgefandi og ákvað, að blaðið skyldi gefið út daglega á morgnana . Mikael Torfason og Illugi Jökuls son voru fyrstu ritstjórar á vegum hinna nýju eigenda . Reksturinn gekk erfiðlega . Í ársbyrjun 2005 lét Illugi af störfum sem ritstjóri DV og fékk það verkefni að stýra vinnu hópi um stofnun nýrrar útvarpsstöðvar á vegum Íslenska útvarpsfélagsins . Skyldi út varps stöðin eingöngu senda út talað mál . Í vinnu - hópnum voru auk Illuga Hallgrímur Thor - steinsson og Sigurður G . Tómasson . Þarna var Talstöðin að fæðast, sem tók til starfa í febr ú ar 2005 . Hún keppti um tíma við aðra tal málsstöð, Útvarp Sögu, þar til starfsemi Tal stöðv arinnar var hætt eftir tiltölulega skamman tíma . Jóhannes Jónsson í Bónus lánaði Arnþrúði Karlsdóttur fé til að kom- ast yfir Útvarp Sögu . Þá kost a ði Baugur einnig þætti á stöðinni, þar á meðal með Jóhanni Hauks syni, blaðamanni á DV . DV átti í miklum ritstjórnarlegum og fjár- hags legum erfiðleikum árið 2006 . Var Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri blaðsins, kallaður til aðstoðar Mikael Torfasyni við rit stjórnina en þeir hrökkluðust báðir frá blaðinu vorið 2006 . Þá komu Björgvin Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvinsson til sögunnar sem ritstjórar um nokkurra mánaða skeið, en þeir sinntu ýmsum verkefnum í fjölmiðlaveldi Baugs á þessum árum . DV var breytt í vikublað á árinu 2006 . DV var endurreist sem dagblað í upphafi árs 2007 í nýju útgáfufélagi undir forystu Hreins Loftssonar . Sigurjón M . Egilsson, bróðir Gunn ars Smára, varð þá ritstjóri blaðsins . Reynir Traustason var gerður að meðritstjóra Sigurjóns 1 . september 2007, án þess að Sigurjóni M . væri skýrt frá ráðagerðum um það . Í desember 2007 tók Jón Trausti Reynisson Traustasonar við af Sigurjóni M . og ritstjórnir DV og dv.is voru sameinaðar . Sigurjón M . Egilsson varð ritstjóri Mannlífs í ársbyrjun 2008, nokkrum mán uðum eftir að Reynir Traustason var gerður að ritstjóra DV við hlið hans . Samstarf þeirra Sigurjóns M . og Hreins Loftssonar á Mannlífi stóð í rúmt ár og þykir Sigurjóni M . nokkru skipta að vekja athygli á því, að Hreinn hafi rekið sig . Eftir brott rekst ur inn frá Mannlífi sagði Sigurjón M . á vefsíðu sinni: Búið er að ýta mér til hliðar og setja Reyni Trausta son sem ritstjóra . Ég er

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.