Þjóðmál - 01.09.2010, Qupperneq 77

Þjóðmál - 01.09.2010, Qupperneq 77
 Þjóðmál HAUST 2010 75 Ingibjörg Pálmadóttir vildi sem sagt ekki upplýsa hver á um 20% í 365 miðlum ehf ., af því að hann eða þeir væru þögulir hlut- hafar . 10 . júlí 2010 skýrði RÚV frá því, að Jón Ásg eir Jóhannesson hefði 757 þúsund krónur í ráð gjafarþóknun á mánuði frá 365 miðlum ehf . Lokaorð J ón Ásgeir og félagar hans í Baugi eða öðrum félögum hefðu aldrei eignast og haldið eign sinni á Baugsmiðlunum nema í náinni samvinnu við bankastofnanir . Raunar er líklegt, að sú ákvörðun Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra KB-banka, á sínum tíma að fá Baugsmenn til að kaupa Norðurljós, þegar allt var komið í óefni hjá Jóni Ólafssyni, hafi vegið þungt við alla lánafyrirgreiðslu til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hjá bankanum vegna fjölmiðlastarfsemi Baugs frá þeim tíma . Nýi Landsbankinn beitti sér fyrir því eftir hrun, að Jón Ásgeir gat stundað viðskipti við sjálfan sig til að halda Fréttablaðinu og öðru innan 365 miðla í eigin höndum . Jón Ásgeir hefur lagt hart að sér til að halda í þessar eignir . Dæmið um Rauðsól, Íslenska afþreyingu og 365, sem fór fyrir dóm, sýnir, að í þessum viðskiptum hefur færsla á fjármunum gefið tækifæri til að hygla þeim, sem stóð að viðskiptunum, því að ólíklegt er, að nokkur maður hafi reitt fram einn eyri af eigin fé vegna viðskiptanna, allt hafi fengist að láni . Miklu hugmyndaflugi hefur verið beitt við að hanna leikfléttur til að bjargast, þrátt fyrir dýr mistök . Þegar peningavélarnar tóku að hiksta árið 2006, sjást þess strax merki í rekstri Baugsmiðlanna . Ris og fall Dagsbrúnar er dæmisaga um hvernig fer, þegar menn telja sig geta allt – á kostnað annarra . Á þessu máli öllu er önnur hlið . Fé var dælt til Baugsmiðlanna með auglýsingum frá öðrum fyrirtækjum Baugs, um leið og lögð var áhersla á að svelta aðra miðla . Sífelldar kröfur hafa verið um, að hætt verði að selja auglýsingar í RÚV . Starfsmenn hafa verið reknir, sannfærðir um, að þar hafi duttlungar eigenda ráðið . Allt eru þetta sérstök rannsóknarefni auk athugunar á því, hvernig fjölmiðlarnir hafa verið nýttir í þágu eigenda sinna . Jón Ásgeir Jóhannesson glímir nú við mikinn fjárhagsvanda . Augljóst er, að vegna velvildar banka hefur hann undirtökin í fjölmiðlaveldi Baugs . Flest rök hníga að því, að þurfi hann að gera upp á milli eignarhalds á smásöluverslunum eða fjölmiðlum muni hann velja fjölmiðlanna . Hann líti enn á þá sem kjörið tæki til áhrifa í þjóðlífinu og þar með til að búa áfram í haginn fyrir fjármálaumsvif sín og stjórnmálaáhrif . Höfundur hefur unnið að ritun bókar um aðra þætti Baugsmálsins en þá sem tekist var á um í réttarsölum . Tengist þetta yfirlit yfir sögu Baugs miðlanna vinnu við það verk . Tilvísanir: 1 mbl.is, 14 . nóvember, 2001 . 2 Fréttablaðið, 16 . nóvember, 2003 . 3 Fréttablaðið, 21 . nóvember, 2003 . 4 http://www .ruv .is/skyrslan/bindi/10/bls/159 5 http://dev .ecweb .is/samkeppni/upload/files/sam keppn- israd/akvardanir/2005/akv1205 .pdf 6 mbl.is, 29 . október, 2004 . 7Viðskiptablaðið, 11 . janúar, 2005 . 8 http://www .kbbanki .is/lisalib/getfile .aspx?itemid=4240 9 mbl.is, 16 . ágúst, 2006 . 10 http://www .kogun .com/Pages/363?NewsID=345 11 visir.is, 09 . desember, 2008 . 12 visir.is, 08 . júní, 2009 . 13 http://www .dv .is/frettir/2008/11/14/jon-asgeir-snuprar- gunnar-smara/ 14 http://www .vb .is/frett/3/46208/ 15 http://www .amx .is/fuglahvisl/5673/ 16 RÚV, Kastljós, 17 . nóvember, 2006 . 17 http://www .kogun .com/Pages/363?NewsID=345 18 http://www .domstolar .is/domaleit/nanar/?ID=E2009121 61&Domur=2&type=1&Serial=1&Words=
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.