Þjóðmál - 01.09.2010, Side 79

Þjóðmál - 01.09.2010, Side 79
 Þjóðmál HAUST 2010 77 Á fullveldisdaginn 1 . desember 1935 héldu Íslendingar í Berlín fagnað og voru 12 talsins . Á meðal gesta voru rithöfundurinn Guðmundur Kamban og dönsk eiginkona hans, Agnete Egeberg . Síðastliðin ár hafði Kamban kvartað undan ýmsu sem honum fannst skorta á í siðum Íslendinga og í gleðskapnum hafði hann allt á hornum sér . Gunnar kvaðst því ekki hafa orðið var við „alla þá kurteisi, mannasiði og civilisation sem Kamban predikar í hvert skipti sem hann kemur heim“ . Og ekki hefði frúin verið skárri . „Hún vill heldur fara beint til Helvede en til Íslands,“ hafði Gunnar eftir henni og bætti við bitru háði frá eigin brjósti: „Kannski býst hún við að hitta þar fleiri landa sína en Íslendinga .“ Öðrum rithöfundi, Kristjáni Albertssyni, kynntist Gunnar einnig í Berlín . Fyrr þetta ár hafði Kristján tekið við starfi lektors í íslensku við Berlínarháskóla og Gunnari fannst gaman að spjalla við hann, enda Gunnar Thoroddsen (1910–1983) var einn af svipmestu mönnum sinnar tíðar, virðulegur mjög í klæðaburði og fasi og forystumaður í stjórnmálum um langt skeið . Hann var lögfræðingur að mennt, lauk doktorsprófi í lögum árið 1968 og var prófessor við lagadeild Háskóla Íslands á árunum 1940–1950 og 1971 . Hann sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1934–1937, 1942–1965 og 1971–1983 . Hann var borgarstjóri 1947–1959, fjármálaráðherra 1959–1965, iðnaðar- og félagsmálaráðherra 1974–1978 og forsætisráðherra 1980–1983 . Hann var einnig sendiherra í Kaupmannahöfn 1965–1969, hæstaréttardómari 1970–1971 og frambjóðandi til embættis forseta Íslands árið 1968 . Eiginkona hans var Vala, dóttur Ásgeirs Ásgeirssonar forseta Íslands .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.