Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 82

Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 82
80 Þjóðmál HAUST 2010 helltist frekar yfir hann depurð – melankólí . Kannski var það á þeim stundum að hann setti á blað hugleiðingar eins og þær að hans livsløgn – lífslygi eða sjálfsblekking – fælist í því að fólk teldi hann iðinn og að honum liði best í góðra vina hópi . Fátt væri fjær sanni og eitt kvöldið á Café Unter den Linden prjónaði hann aftan við þennan áfellisdóm: Ég er einrænn . Alltaf líður mér best þegar ég er einn . Hvernig stendur á því? Ég veit það ekki því að í rauninni er ég félagslyndur, það er ekki af sparsemi eða nísku . Ég held að það sé sumpart af feimni, sumpart af leti (ég nenni ekki að tala (og þar af leiðandi hugsa)) sumpart af þörf til að hugsa, skrifa, vera einn, finna sjálfan mig . Þessi orð voru skrifuð með blýanti á blað en síðan voru lokaorðin endurtekin með penna: „Finna sjálfan mig .“ Og hinum megin á blað ið setti Gunnar saman lýsingu á sjálfum sér sem var svo snjöll að hann hefði vel mátt taka gleði sína á ný: „Ég er eins og íslenska þjóðríkið í fornöld . Eins og það hafði löggjafarvald hefi ég lagavit, eins og það hafði dómsvald hefi ég dómgreind, og eins og það skortir mig framkvæmdarvald .“ Stundum þjáðist Gunnar af heimþrá . Um miðjan október 1935 hugsaði hann um sláturtíð á Íslandi og fékk vatn í munn inn þegar hann sá fyrir sér glænýja blóðmörs- keppi og kæfu, lifrarpylsu og lundabagga . Og þótt Gunnar fagnaði jólum og gamlárskvöldi með Ögmundi Jónssyni (og nýári með Bruno Kress og hans fólki) hlaut hann að sakna fjölskyldu sinnar . Bréf urðu að duga og vera má að ljúfar minningar úr æsku . . . hafi rifjast upp þegar hann fékk bréf frá fólkinu á Fríkirkjuvegi . „Elsku Gunni minn!“ skrifaði María móðir hans á annan í jólum: „Mikið hef ég hugsað til þín um jólin, þau fyrstu sem þú ert ekki hér hjá okkur .“ Hún sagði svo fréttir af fjölskyldunni og rakti helstu atburði . Götur væru auðar út af bílstjóraverkfallinu og sagt að Hermann Jónasson forsætisráðherra hefði meira að segja verið rekinn út úr bíl sem hann ætlaði með: „Þó sjálfstæðismenn hafi ekki verið hlynntir verkföllum held ég að þeim þyki dálítið gaman ef stjórnin kemst í vandræði með þetta .“ Gunnar fregnaði líka af bágu ástandi í bænum . Kreppan mikla, sem hófst á Vestur löndum undir lok þriðja áratugarins, stóð enn á Íslandi . „Stjórn hinna vinnandi stétta“ lagði á háa tolla og innflutningshöft . Gengi krónunnar var fest og kröfur í öðrum ríkjum um „jafnvirðiskaup“ gerðu íslenskum vald höfum erfitt fyrir . Smáiðnaður efldist að vísu við þessi skilyrði en í ársbyrjun 1936 skrifaði María Gunnari að verslanir væru að verða uppiskroppa með algengar vörur að utan; rúmfatnað, eldhúsáhöld og annað af því tagi . Þó væri sagt „að Jacobsen verslun fái töluvert innflutt vegna vinfengis eigendanna við Hermann“ . Ólafur Thors var eins svartsýnn í skrifum til Gunnars . Allt héngi á horriminni „og ríkissjóðurinn lifir á því að láta okkur afhenda sér það sem við ekki eigum til, allir lifa á lánum, allir kvarta og allt sígur lengra í ógæfuáttina“ . Engum duldist að á stjórnarheimilinu fór sambúðin versnandi; fyrir jól hafði frásögn af deilum framsóknarmannsins Bergs Jónssonar og Héðins Valdimarssonar, eins helsta leiðtoga Alþýðuflokksins, farið eins og eldur í sinu um bæinn . Þeir voru á fundi allsherjarnefndar í Alþingishúsinu með Thor Thors og þegar hann var kallaður á brott um stund var karpið komið á það stig að Bergur sagði: „Þú ert helvítis bulla, Héðinn .“ Nokkru síðar kom Thor aftur til fundar en steig þá inn á miðjan vígvöll . Borð var klofið í tvennt, tveir stólar brotnir og Héðinn lá ofan á Bergi með greipar um háls honum . „Þannig er nú þessi saga og er hún alveg sönn,“ skrifaði Jóhann G . Möller til Gunnars: „Fullyrti Thor við mig
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.