Þjóðmál - 01.09.2010, Page 86

Þjóðmál - 01.09.2010, Page 86
84 Þjóðmál HAUST 2010 Smáfuglarnir sjá að íslenskum fjölmiðlum tekst seint að fjalla um erlend mál þannig að mark sé á takandi . Þannig sögðu þeir allir frá því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefði ekki fengið starf hjá Saminuðu þjóðunum við að rannsaka átök Ísraela við vopnaða friðarsinna um borð í skipi undan ströndum Gaza í lok maí 2010, en létu hjá líða að nefna hvers vegna . Allir greindu fjölmiðlarnir frá því að Ingi- björg hefði komið til álita við val á fólki í rann- sóknarnefnd SÞ . Ingibjörg sjálf sagðist stolt af því að vera nefnd á nafn í þessu sambandi . Engin skýr ing var gefin á því hvað olli því að Ingibjörg var snið gengin . Smáfuglarnir sjá í erlendum fjöl miðlum að skýringin er einföld . Þann 12 . júlí 2010 undirrit aði Ingibjörg Sólrún yfirlýsingu frá félagi sem kall ar sig International Women’s Commission og ford æmir einhliða aðgerðir Ísraels . Í bréfinu segir m .a .: The International Women’s Commission (IWC) for a just and sustainable Palestinian-Israeli peace, is deeply shocked and dismayed by the killings and wounding of civilians on a political and humanitarian mission to break the siege on Gaza and strongly condemns the military attack by the Israeli Army . [ . . .] Once again Israel is resorting to military means to deal with a conflict that has only a political solution: end Israeli occupation in all its forms and create an independent and sovereign Palestinian state on 4th June 1967 borders with East Jerusalem as a capital alongside the state of Israel . Israel can no longer be allowed to behave with total disregard of international legality . We call upon the international community to act to hold Israel accountable for their actions . No state including Israel should be permitted to flaunt disrespect for international and humanitarian law . The violations of human rights and humanitarian laws and of all relevant UN resolutions should be stopped . Undir bréfið ritar m .a . Ingibjörg Sólrún Gísla- d óttir . Engan þarf að undra að sá sem undir- ritar viðlíka texta sé ekki valinn til að rannsaka atburðinn á vettvangi SÞ . Miklar efasemdir eru uppi um hvað áhöfninni á skipinu gekk til og hvernig á því stóð að friðarsinnar voru vopnaðir um borð í skipinu . Einnig er vafi á því hvers vegna þeir þáðu ekki að fara til hafnar í nágrenni Gaza eins og önnur skip með hjálpargögn gera . Svona mætti áfram telja . Rannsókn SÞ er sett í gang til að leiða málið til lykta með málefnalegum hætti en ekki í múgæsingu blogg heima eða fjölmiðla . Augljóst er að sá sem tók þátt í þeirri múgæsingu getur ekki stýrt rannsókninni . „Fuglahvísl“, amx .is 4 . ágúst 2010 . Einhliða fordæming varð Ingibjörgu Sólrúnu að falli

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.