Þjóðmál - 01.09.2010, Page 90
88 Þjóðmál HAUST 2010
Anarchy, State, and Utopia sem út kom árið
1975 . Í bók þessari setti Nozick fram heldur
einstrengingslega kenningu um réttlæti sem
leiðir af sér að öll skattheimta umfram það
sem þarf til að halda uppi lögum og rétti sé
ranglát og ríkisvald sem geri meira en þarf
til að verja borgara sína gegn glæpamönnum
eigi engan rétt á sér . Mér vitanlega hefur ekki
verið reynt að framkvæma þessa kenningu
um lágmarksríki nokkurs staðar . Samt lætur
Kolbeinn að því liggja (á bls . 34) að kenning
Nozicks og hugmyndir nýfrjálshyggju-
manna um réttlæti séu eitt og hið sama og
kemur það illa heim við yfirlýsingar hans
um að þær hafi verið ríkjandi í stjórnmála-
hugsun síðustu áratuga .
Skömmu eftir að Kolbeinn hefur
afgreitt kenningu Nozicks lýsir hann ný-
frjálshyggjunni sem viðbrögðum „við þeim
vanda sem vestræn ríki stóðu frammi fyrir
á 8 . áratug 20 . aldar“ (bls . 36) . Þetta er eitt
dæmi af nokkrum um hvernig hann teygir
hugtakið yfir fjölbreytt og sundurleitt safn
skoðana . Sannleikurinn er sá að ekkert ríki
brást við vandamálum í hagstjórn fyrir 30 til
40 árum með því að laga stjórnarhætti sína
að heimspekilegum skýjaborgum Nozicks .
Hugmyndir Kolbeins um nýfrjálshyggj-
una og áhrif hennar virðast líka í mismiklu
samræmi við raunveruleikann hér á landi .
Hann segir til dæmis að uppgangi ný-
frjálshyggjunnar hafi yfirleitt fylgt niður-
skurður eða aðhald í velferðarþjónustu
og um leið og nýfrjálshyggjan „dregur úr
aðkomu ríkisvaldsins að efnahagslífinu
og samfélaginu þenur hún út refsikerfið,
þ .e . lögregluna, dómstólana og fangelsin .
Slíkum stofnunum ríkisvaldsins er svo beitt
til að halda félagslegum vandamálum í
skefjum með reglubundnu eftirliti, ofbeldi
og fangelsun“ . (Bls . 26 .) Ef þetta er rétt þá
hefur nýfrjálshyggja tæpast verið ríkjandi
hér á landi áratuginn fyrir bankakreppu því
aukning á ríkisútgjöldum (m .v . fast verðlag)
til löggæslu, dómstóla og fangelsismála var
um 46% á árabilinu 1998 til 2008 . Á sama
tíma jukust samanlögð útgjöld ríkisins til
almannatrygginga og velferðarmála um
50% og heildarútgjöld ríkisins um 82%
(heimild: www .hagstofa .is) . Raunar hefur
fjöldi fanga á hverja hundraðþúsund íbúa
hér á landi breyst fremur lítið undanfarin
ár . Hann var 44,0 árið 1996, hefur síðan
lægstur orðið 25,3 árið 2000 og var 36,8
árið 2008 . Nýrri tölur eru ekki komnar á vef
Hagstofunnar svo ég veit ekki hvort föngum
hefur fjölgað eða fækkað síðan 2008 . Hvað
sem því líður hlýtur öllum sem fylgjast
með þjóðmálum hér að vera ljóst að kröfur
um fleiri og þyngri fangelsisdóma koma
frá öðrum en talsmönnum frjálshyggju,
einkum femínistum .
Þessi losarabragur á afmörkun hugtaksins
og fáeinar glannalegar fullyrðingar sem mér
virðast vera nánast út í bláinn spilla þeim
tveim köflum sem Kolbeinn ritar . Eitt dæmi
sem mér þótti skrýtið er í lokakaflanum þar
sem hann segir:
Tilraun nýfrjálshyggjunnar til að frelsa ein-
staklinga undan valdi ríkisins er markverð
í sjálfri sér en felur í sér misskilning á eðli
valds . Vald er fyrir samfélagið eins og orka er
fyrir efnisheiminn […] . Vald, eins og orka,
eyðist ekki . Þegar við drögum úr valdi ríkisins
eykst vald annarra, s .s . fjármagnseigenda og
grennd ar samfélagsins . Slíkt vald hamlar frelsi
ein staklinga ekki síður en vald hins opinbera .
(Bls . 263)
Þetta eru skringileg fræði . Það er eins og
höfundur ímyndi sér að til sé einhver einn
mælikvarði á magn þess valds sem menn eru
beittir og þetta magn geti hvorki minnkað
né aukist . Maður spyr sig: Til hvers var þá
að afnema þrælahald?
Hæpnar ályktanir eru líka nokkrar . Eitt
dæmi er þar sem Kolbeinn dregur saman
niðurstöður Stefáns Ólafssonar, sem ritar