Þjóðmál - 01.09.2010, Side 97
Þjóðmál HAUST 2010 95
lifað og hrærst í íslenska fjölmiðlaheiminum
og starfað með ýmsum þeirra sem stóðu
að tilrauninni til að sigra hinn alþjóðlega
blaðaheim eigum hugsanlega auðveldara
með að skilja hvað gekk á . – Og þegar ég
segi hinn alþjóðlega blaðaheim þá verður
að hafa hugfast að Danmörk var bara fyrsti
áfangastaðurinn . Eftir vandlega
yfirlegu var talið farsælast að
hefja hina alþjóðlegu útrás þar .
Síðar átti að fikra sig niður
Evrópu og yfir Ermarsundið
til Bretlands sem var eins og
endranær lokatakmark Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar .
Bókin hefst á tilvitnun í
Svenn Dam, stjórnarformann
Nyhedsavisen, sem sagði að þeir
hefðu aðeins þurft 150 milljónir
(danskra króna) í viðbót til að láta útgáfu
Nyhedsavisen ganga upp! Þar eins og ann ars
staðar í fyrirtækjarekstri Jóns Ásgeirs vant aði
bara pínulitla peninga í viðbót . – Setn ing
sem lánardrottnar hans eru sjálfsagt enn með
í eyrunum . Sagan verður ekki skilin án þess
að átta sig á persónum og leikendum og því
oflæti (e . hubris) sem einkenndi fram ferði
þeirra . Dagsbrúnarkafli fyrirtækja veldis
Jóns Ásgeirs hef ur orðið fyrirferða rminni
en efni stóðu til, einfaldlega vegna þess
að honum lauk fyrr en öðrum ævintýrum
hans og hvarf því í skuggann af stóra hrun-
inu 2008 og 2009 sem bjó til stærstu skuld
Íslands sögunnar . Þar inn á milli eru þó
verkefni sem enn í dag vekja furðu eins
og hin ótrúlegu kaup á Wyndeham prent-
smiðj unni í Englandi sem varð gjaldþrota
nánast um leið og gengið hafði verið frá
kaupum á henni .
Höfundar bókarinnar eru fjórir fyrrver-
andi blaðamenn Nyhedsavisen og þeir hófu
skriftir í þann mund að fjármálakerfið var
að hrynja hér á Íslandi . Í formála segja þeir
að sagan um Nyhedsavisen sé ekki aðeins
saga tveggja ára blaðastríðs, sem hafi kostað
þátttakendur um einn og hálfan milljarð
danskra króna (um það bil 30 milljarða
íslenskra króna miðað við núverandi gengi),
heldur sé þetta ekki síður saga átaka milli
innlendra og erlendra fjármagnseigenda þar
sem nýríkir menn áttu í höggi við ráðandi
valdablokkir . Því sé þetta einnig
saga átaka í dönsku viðskiptalífi
og þeirra breytinga sem urðu
hjá fjölmiðlum á heimsvísu .
Höfundarnir skrifa bókina út
frá eigin reynslu og upplifun og
draga ekki fjöður yfir það . Þeir
tóku viðtöl við marga þá sem
komu að málum og reyndar
kostulegt að lesa lýsingu þeirra
á því þegar þeir komu til
Íslands í október 2008 og tóku
viðtal við Gunnar Smára Egilsson sem
líklega verður að teljast einn helsti ábyrgð-
ar maður ævin týris ins . Samskipti hans og
Jóns Ásgeirs og trú þeirra á að þeir hefðu
eitthvað sérstakt í hönd unum, þar sem
var viðskiptahugmyndin að baki Frétta
blað inu, ýtti öðru fremur undir útrás ina .
Þegar ákvörðun var tekin um að ráðast í
útgáfu Nyhedsavisen í byrjun árs 2006 var
Jón Ásgeir farinn að sjá endalok Baugs -
málsins hér heima og sá mikilvægi þess að
styðja við fyrir tækjaveldi með eignar haldi
á fjöl miðlum . Það gaf augljós lega völd sem
umsvifamikill viðskipta jöfur gat ekki horft
framhjá . Það hefur því ekki verið erfitt verk
fyrir Gunnar Smára að sannfæra Jón Ásgeir
um ágæti þess að hefja fjöl miðlarekstur
erlendis, en hann hætti sem forstjóri Dags-
brúnar til að geta helgað sig út rásinni .
En það var ekki auðvelt að endurtaka
Fréttablaðsleikinn . Þegar upp var staðið er
augljóst að menningarleg sjónarmið skiptu
miklu máli þegar viðbrögð Dana eru
skoðuð . Þeim hugnaðist einfaldlega ekki
hið íslenska eignarhald . Sömuleiðis skipti