Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 13

Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 13
 Þjóðmál HAUST 2011 11 tveir kostir: stjórnarskráin frá 1944 og tillögur stjórnlagaráðs . Þórhildur Þorleifsdóttir, sem sat í stjórn- lagaráði, sagði við Stöð 2 4 . ágúst, innan við viku frá því að tillögur ráðsins voru afhentar þing forseta, að til álita kæmi að stofna nýjan stjórn málaflokk að tilstuðlan stjórnlagaráðs . Sal vör Nordal, forseti stjórnlagaráðs, sagði hins vegar á dv.is 9 . ágúst að ekki væri á dag- skrá hennar að hefja stjórnmálaþátttöku . Óm- ar Ragnarsson tók undir með Salvöru . Óm- ar bauð sig fram til þings í apríl 2009 und ir merkjum Íslandshreyfingarinnar með Jakobi Frímanni Magnússyni og fleirum . Flokk ur- inn hlaut 5 .953 atkvæði, eða 3,3% fylgi . Á dv.is lauk umfjöllun um hugsanlegt þing framboð stjórnlagaráðsliða á þessum orðum: Ljóst er að ef Alþingi fer ekki þá leið sem fulltrúum stjórnlagaráðs hugnast gætu flokk arnir á þingi átt það á hættu að vinsælir stjórn lagaráðsfulltrúar myndi flokk sem freisti þess að hirða af þeim þingsætin . Orðin „vinsælir stjórnlagaráðsfulltrúar“ vísa hvorki til fjölda kjósenda í stjórn laga - þings kosningunum né atkvæða sem ein- stakir stjórnlagaráðsliðar fengu í þeim . Eigi að finna eitt orð sem lýsir viðhorfi sumra stjórn lagaráðsliða í garð alþingis sækir „ósvífni“ á hugann . Að þeir sem taka að sér að semja nýjar leikreglur um stjórnskipan lýðveldisins skuli koma frá því verki með þau orð á vörunum að gildandi leikreglur beri að hafa að engu er ekkert annað en ósvífni . Hinn 29 . ágúst kynnti samfylkingarkon- an Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti alþingis, þinglega meðferð tillagna stjórn- laga ráðs . Í tilkynningu hennar segir að aðeins þingmenn geti lagt tillögur í formi þingskjals fram á alþingi, forseti þingsins vilji hins vegar að tillögur stjórnlagaráðs séu lagðar fram sem skýrsla frá forsætisnefnd til þingsins . Í því felist ekki efnisleg afstaða til tillagnanna eða einstakra þátta þeirra . Í skýrslunni verði saga málsins reifuð og fjallað um störf stjórnlagaráðs, frumvarpstextinn birtur ásamt greinargerð frumvarpsins og jafnframt birt nauðsynleg fylgiskjöl . Skýrslan verði lögð fram í október eftir að nýtt þing kemur saman af því að ekki sé tími til að ræða málið í september . Engar hömlur verði af hálfu forseta á þeirri umræðu . Að henni lok inni gangi málið til stjórnskipunar- og eftirlits nefndar þingsins, sem fjalli um stjórnar skrármál . Æskilegt sé að nefndin kalli til fundar við sig ýmsa þá sem unnið hafi að málinu á fyrri stigum þess, t .d . fulltrúa í fyrrum stjórn laga- nefnd og stjórnlagaráði, sérfræðinga í stjórn- skip unarrétti og aðra þá er nefndin kunni að telja gagnlegt að hafa samráð við um meðferð málsins . Þá hvetur forseti þingsins til þess að stjórnskipunar- og eftirlitsnefndin leiti jafnframt til almennings með auglýsingu um umsagnir líkt og gert var við breytingar á stjórnarskrá á þinginu 1994–95 . Margítrekað er í tilkynningu forseta al- þingis að samstaða sé um þetta mál í for sætis - nefnd þingsins, forseti alþingis hafi reifað þessi sjónarmið opinberlega og enginn gert athugasemd við þau . Hugmyndum stjórn- lagaráðsliðanna er þannig vísað á bug . III . Þrír stjórnmálaflokkar halda landsfundi á næstu vikum . Samfylkingin hefur boðað landsfund á höfuðborgarsvæðinu 21 . til 23 . október . Vinstri grænir (VG) efna til landsfundar á Akureyri 28 . til 30 . október . Sjálfstæðismenn koma saman á landsfundi í Reykjavík 17 . til 20 . nóvember . Á fundunum verður gengið til mál- efnastarfs og kosninga á formanni og for- ystusveit . Enginn formaður þessara þriggja flokka er óumdeildur innan eigin raða .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.