Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 68

Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 68
66 Þjóðmál HAUST 2011 hafi engan veginn . Við þessa þróun mála mun þeim vaxa ásmegin innan ESB, sem vilja EES-samninginn um evrópska efna- hagssvæðið feigan . Líklegt er, að árið 2015 verði endurskoðun hans í deiglunni . Framkvæmdastjórn ESB mun árið 2015 telja sambandið við smáríkið með stóru lögsöguna í norðri mikilvægt af þremur ástæðum: Ísland mun þá flytja meira út af sjávar-1 . afurðum til Evrópu en nú, e .t .v . 20% meira, og mun þá hafa styrkt markaðsstöðu sína vegna aukinnar fiskigengdar og hagstæðrar gengisskráningar fyrir útflutn- ingsatvinnuvegi landsins miðað við t .d . Noreg, sem er með hátt skráða krónu vegna olíu-og gastekna . Til Evrópu verða flutt út um 80% af verðmæti sjávarafurða og 20% til vesturheims og Asíu . Álútflutningur frá Íslandi verður enn 2 . meiri árið 2015 en nú eða um ein milljón tonn, sem er einnig um 20% aukning m .v . 2011, og fer vaxandi . Allt fer til Evrópu, sem er hrjáð af orkuskorti og framleiðir þess vegna aðeins lítilræði af áli, en býr við þróaðan úrvinnsluiðnað áls . Ísland er og verður strandríki með lög sögu 3 . að Norður-Íshafi . Þjóðir Norð ur skauts- ráðsins, þar sem Ísland er aðili, munu eigi síðar en árið 2015 gera með sér frum- samning um rann sóknir á auðlindum á og undir hafsbotni Íshafsins . Norðmenn hafa lokið frumrannsóknum sínum á Jan Mayen-hafsbotni, og olíu- og gasvinnsla mun hefjast þar á árabilinu 2016–2020 . Ísland mun hafa af þeirri vinnslu nokkrar tekjur samkvæmt gildandi samningi við Norðmenn um sameiginlega hagnýtingu auðlinda á Jan Mayen-svæðinu . Útboð um tilraunaboranir mun þegar hafa farið fram af Íslands hálfu árið 2015, og samningar verða gerðir við olíufélög um rannsóknir og vinnslu á árinu 2015 . Borgaraleg ríkisstjórn tók upp skelegga stefnu í þessum málum sem mörgum öðrum, öfugt við vingulshátt vinstri stjórnarinnar, forvera síns, og umræður standa yfir á Íslandi um það árið 2015, hvort reisa eigi olíuhreinsistöð á Norð- austurlandi eða að flytja jarðolíuna með skipum beint til Evrópu eða vestur um haf til vinnslu . ESB hefur mikinn áhuga á að fjölga eldsneytisaðdráttum sínum og verða í minni mæli háð Rússlandi og Kákasus-löndum um aðdrætti en áður og hefur þess vegna reynt að koma ár sinni fyrir borð á Íslandi . Stofnað hefur verið undirbúningsfélag Bandaríkjanna og Íslands um mikla upp- byggingu hérlendis á sviði eldsneytis vinnslu og stórskipaflutninga um norður svæðin . Íslendingar eru í lykilstöðu í hagsmuna stríði stórveldanna á ný og sjá fram á að njóta góðs af miklum erlendum fjárfestingum, en stjórna atburðarásinni þó sjálfir, því að þeir eru ekki mýs undir fjalakettinum í Brüssel . Utanríkisþjónusta Íslands hefur verið end ur skipulögð og hlutverk hennar skil- greint þannig, að hún eigi að stuðla að öryggi landsins innan vébanda NATO og að styðja viðskiptahagsmuni Íslendinga hvar sem er í heiminum . Sendiráðum hefur í kjölfarið verið fækkað og starfsemin efld á lykilstöðum, s .s . í Brüssel, Berlín, Washington, Moskvu og í Beijing . Sjávarútvegsmál R íkisstjórnarflokkar hinnar norrænu velferðarstjórnar guldu afhroð í alþingiskosningum, sem fram fóru árið 2012, m .a . vegna asnasparka sinna í sjávar útveginn, sem sýnt var fram á, að mundu skemma stöðu hans á erlendum mörkuðum, veikja sjávarbyggðir, draga úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.