Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 61

Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 61
 Þjóðmál HAUST 2011 59 hafa breyst en grunnafstaðan er hin sama og það er einmitt þessi tímalausa afstaða sem íbúi hins fjölmenningarlega samfélags vanrækir hvað eftir annað með hörmulegum afleiðingum . Það er öruggt að Danski þjóðar flokk- urinn og hin frjálsa opna umræða hefur stuðlað að því að lofta út hjá verstu kross farariddurunum í Danmörku . Við getum ekki stjórnað því hvaða brengl- uðu kenningar fólk ræktar með sér og kynnir í hinum huglausa heimi netsins en við getum haldið fast í opið og tæputungulaust samtal sem viðurkennir að við snertingu menningar íslam og kristni skapast mörg vandamál . Þau er ekki unnt að leysa með fögrum orðum í [ . . .] skólastofunni heldur skal tekið á þeim með viðleitni til að halda menningu og siðum þjóðar svo skýrt á loft að hver og einn þekki sjálfan sig í eigin landi . Það er hið andlega, menningarlega, þjóðlega og hófsama uppeldi sem á að mynda grundvöllinn sem megnar að beisla hinna öflugustu krafta og stjórnmálamenn eiga í mun ríkari mæli að taka áhyggjur almennings alvarlega . Meirihluti Norðmanna vill takmarka fjölda innflytjenda, í áratug hafa dönsk stjórnmál verið reist á almennri ósk um sömu takmörkun, í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi sækja á menn efasemdir um gildi hins fjöl menningarlega samfélags . Staðleysan er undir þrýstingi . Þess vegna veldur áfalli að heyra, eftir alla reynslu okkar af fjölmenningunni, enn hina hjartnæmu einfeldningslegu spurningu: Af hverju stafar hatrið? Við vitum vel hvers vegna Breivik hatar, hann hefur raunar sjálfur skýrt það ítarlega . Hann hatar til að mótmæla breytingu á norsku og vestur-evrópsku samfélagi, hann er örvinglaður og varla heill á geði en röksemdafærsla hans liggur ljós fyrir . Í áratugi höfum við verið vöruð við af þeim sem með vísan til tímaleysis sögunnar hafa minnt okkur á að ofbeldi brýst fram þegar árekstur verður á milli íslam og kristni . Að tekist að hafi að finna upp hinn góða fjöl- menningarlega mann er hættuleg ímynd- un þegar beita á formúlunni á heila þjóð, hún getur kallað fram hryllilega krafta, af því að hún vanrækir þörf hvers og eins fyrir að finna öryggi í eigin menningu . Anders Breivik hefur áréttað allt sem við vissum áður og hann verður notaður af báðum hópum í umræð unum hér í Dan mörku . Þeir sem áfram leggja rækt við hina menningarlausu hug mynda- fræði munu halda áfram að kalla á eina tækið sem þeir þekkja — fögur orð og meira umburðarlyndi, til mótvægis verður Anders Breivik síðan notaður á annan hátt . Til að skilja hve hættu legur maðurinn er þegar honum finnst hann undir þrýstingi og að á hinum fjöl menn- ingarlegu tímum þrýstum við meira á manninn en skynsamlegt getur talist . Politiken svarar fyrir sig Lars Trier Mogensen, stjórnandi leiðara-hópsins á Politiken, brást hart við grein Gotfredsen í athugasemd sem vísað var til á forsíðu blaðs hans 2 . ágúst . Hann taldi brýnt að vara við þeirri vitleysu sem hún hefði haldið fram því að ekki væri unnt að segja hana ruglaða þegar hún hefði fest hana á blað . Sørine Gotfredsen hefði „í fúlustu alvöru“ reynt að færa rök fyrir því í grein sinni að fjöldamorðin á Úteyju væru bæði óhjákvæmileg og ígrunduð . Hann segir greinina ritaða eins og í framhaldi af sjálfstæðisyfirlýsingu Breiviks . Þar sé að finna „hverja vænisjúku og ofbeldisfullu setn inguna eftir aðra og leitast við að afsaka fjölda morðin sem tjáningu fyrir nauðsynlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.