Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 59

Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 59
 Þjóðmál HAUST 2011 57 löndum eru vaxandi efa semdir um að unnt sé að búast við jafnvægi og stöð ug leika í fjöl- menningarsamfélögum . Snemma á þessu ári (10 . febrúar) gagnrýndi Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, fjöl menningarleg mark- mið með þeim orðum að í þeim fælist alltof mikið tillit til þeirra sem flyttust til ákveðins lands en ekki næg áhersla á sérkenni og menningu þess lands sem tæki á móti þeim . Hugtakið fjölmenning lýsti einhverju sem hefði misheppnast . David Cameron, forsætisráðherra Breta, flutti 5 . febrúar 2011 ræðu á öryggisráð- stefnu í München þar sem hann taldi mesta hættu steðja að Bretum vegna hryðjuverka . Þar sagði hann meðal annars: Samkvæmt kenningunni um ríkisboðaða fjöl menningu höfum við hvatt fólk með ólíkar menningarrætur að hlú hver að sínum rótum, út af fyrir sig og án þess að tengjast meginstraumi samfélagsins . Okkur hefur mistekist að birta fólkinu sýn á samfélag sem það hefur áhuga á að tengjast . Við höfum meira að segja leyft þessum sérgreindu þjóðfélagshópum að haga sér á þann hátt að framganga þeirra gengur í berhögg við okkar eigin gildi . Þá má einnig vitna til sambærilegrar gagn- rýni frá Angelu Merkel, kanslara Þýska lands, John Howard, fyrrverandi forsætisráð herra Ástralíu, og José Maria Aznar, fyrr ver andi forsætisráðherra Spánar . Í stuttu máli má segja að meðal forystu- manna borgaralegra stjórnmála flokka, hægra megin við miðju stjórnmál anna, gæti vax andi gagnrýni á að ríkisvaldið beiti sér fyrir stefnu í þágu fjölmenningar . Þeir sem halla sér til vinstri í stjórnmál- um eru jafnframt hallari undir þá skoðun að rík is rekin fjölmenningarstefna beri árang ur . Þórunn Sveinbjarnardóttir, þáverandi formaður þing flokks Samfylkingarinnar, segir í grein í Frétta blaðinu 5 . ágúst 2011 að samstaða Norð manna gegn ofbeldi og illsku Breiviks sé til eftirbreytni . Hún gefi okkur „von um að hryllilegum hryðjuverkum sé hægt að svara með öðru en blóðhefnd“ . Norsk stjórn völd hafi valið erfiðu leiðina með við brögð um sínum, hún bjóði ekki „upp á barna legt andvaraleysi um öflin“ sem þrífist í sam félögum okkar . Þórunn segir að „andúð á útlendingum, jafnvel botnlaust hatur, og hræðslan við það óþekkta“ þrífist alls staðar . Líka á Íslandi . Það sé óþægileg staðreynd sem hvorki megi mæta með tómlæti eða afneitun . Verkefni okkar allra sé „að skapa ekki jarðveginn fyrir hatrið og illskuna í opinberri umræðu . Það gerum við m .a . með því að skapa alvöru fjölmenningarsamfélag þar sem fólk nýtur verðleika sinna en geldur ekki fyrir uppruna sinn,“ segir þingflokksformaðurinn . Danskur sóknarprestur tekur til máls Danir deila um gildi fjölmenningar eftir atburðina 22 . júlí í Noregi . Grein eftir Sørine Gotfredsen, 44 ára sóknarprest í Jesúskirkjunni í Valby og blaðamann, sem birtist á vefsíðunni Berlingske.dk að kvöldi 29 . júlí, viku eftir ódæðisverkin í Noregi, og sem miðopnugrein í Berlingske Tidende laugardaginn 30 júlí vakti mikil og sterk viðbrögð . Athugasemdir við greinina á vef- síð unni skiptu þúsundum . Fyrirsögn grein- arinnar var: Notum Anders Breivik á réttan hátt . Þar sagði: Síðasta mikla hryðjuverkið hefur eink um afleiðingar í Noregi en það hefur einnig gildi fyrir umræður hér í Danmörku . Blóðugur verknaður Anders Breiviks fellur af þunga inn í umræður í Danmörku og til hans er vitnað í rökræðum af hálfu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.