Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 69

Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 69
 Þjóðmál HAUST 2011 67 tekjum hins opinbera af sjávarútveginum og valda tjóni á þjóðarhag . Borgaraleg ríkisstjórn með 40 þingsæti af 63 tók þegar til óspilltra málanna við að vinda ofan af óvandaðri og stórskaðlegri löggjöf vinstri stjórnarinnar, t .d . á sviði auðlindamála, þar sem sjávarútvegsmálin bar hæst . Þetta var gert undir kjörorðinu: „Aldrei aftur vinstri stjórn!“ Það er stefna þessarar borgaralegu ríkis stjórnar, að sjávarútveginn skuli í grund vallaratriðum reka á markaðslegum for sendum, enda hafi frjálst markaðs-/ afla hlutdeildarkerfi sannað yfirburði sína hvarvetna með hámörkun virðisauka auð- lindarinnar, en hlutverk hins opinbera skuli á hinn bóginn vera að stjórna sókninni í hina sameiginlegu auðlind þjóðarinnar á vísindalegum grundvelli m .t .t . veiðarfæra, tíma og afla hverrar tegundar með það að markmiði að hámarka afrakstur miðanna til langs tíma litið . Þetta mætti vissulega kalla markaðssameignarstefnu í anda Dr Ludwigs Erhards í V-Þýzkalandi á sinni tíð . Hortittir félagshyggjunnar á sviði laga- setn ingar um sjávarútveg voru afnumdir á fyrsta þingi eftir kosningar og útgerðinni sköpuð traust rekstrarskilyrði með því að slá föstum afnotarétti útgerðarinnar um ótilgreindan tíma af keyptum aflaheimildum og afnámi auðlindagjalds, sem að mestu var landsbyggðarskattur, til að samræma skattheimtu af útgerð og öðrum fyrirtækjum . Útgerðir, sem verða uppvísar að ólöglegri umgengni við sameiginlega auðlind, missa hluta afnotaréttar síns varanlega til ríkisins, sem býður hann þá upp á markaði . Sjávarauðlindin er á uppleið árið 2015 og markaðirnir einnig . Árið 2010 nam söluandvirði sjávarafurða um 220 milljörðum króna, en árið 2015 er búizt við 50% aukningu m .v . 2010 og á verðlagi þess árs, þ .e . að andvirðið nemi um 330 milljörðum króna . Tekjur hins opinbera eru auðvitað gríðarlegar af þessari veltu í formi t .d . tekjuskatts af fyrirtækjunum og sjómönnum ásamt fasteignagjöldum . Fyrirtæki, sem tóku á sig skerðingar aflaheimilda, fá bætta skerðinguna við aukna út hlutun að ráði Hafrannsóknarstofnunar, en aukning umfram skerðinguna er boðin upp á frjálsum markaði, þar sem fyrir tæki með kvóta umfram 5% af heild í teg und- inni fá ekki að bjóða . Leiguliðar ávinna sér forkaupsrétt af ríkinu á næsta kvóta- ári á jafnmiklum kvóta og þeir leigðu á fyrra ári . M .a . í þessu skyni heldur sjávar- útvegsráðuneytið eftir 5% af leyfi legum heildarafla og ráðstafar að ákvörðun Alþingis ár hvert . Frjálst framsal allra tegunda er hins vegar við lýði upp að 12% mörkum heildar aflaúthlutunar á fyrirtæki . Flytja má 5% aflahlutdeildar hverrar útgerðar á milli fiskveiðiára . Aðrar ónýttar heimildir hverfa til ríkisins . Sterk rök standa að baki þessari stefnu, reist á hagfræði, fiskifræði og réttlæti í garð kvóta eigenda og nýliða . Landbúnaðarmál Á rið 2015 verður íslenzkur landbúnaður í sókn . Akuryrkja og skógrækt hafa haslað sér völl og garðyrkja í gróðurhúsum er að verða útflutningsgrein á grundvelli hollustu og hreinleika . Íslenzkar kjötaf- urðir og mjólkurafurðir njóta og vaxandi vinsælda erlendis vegna heilbrigðis íslenzkra dýrastofna m .v . erlenda . Með aukinni um- setningu hefur framleiðni greinarinnar vaxið og vöruverð í verzlunum á Íslandi hefur lækkað að raunvirði . Engar útflutningsbætur eru greiddar og framlög úr ríkissjóði hafa lækkað að raunvirði . Nýliðun í bændastétt hefur eflzt, búin stækkað og bændur anna aukinni eftirspurn með tæknivæðingu að mestu, en einnig aðkeyptri þjónustu . Íslenzk matvæli njóta viðurkenningar fyrir heilnæmi, og vottuðum búum um lífræna ræktun fer fjölgandi .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.