Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 38

Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 38
36 Þjóðmál HAUST 2011 árið sem lauk 31 . mars 2006 kemur fram að tap var 18,2 milljónir punda á fyrirtækinu það ár . Rekstarhagnaður minnkaði um nær helming frá fyrra ári og mikil viðskiptavild var afskrifuð . Skuldir alls voru 88 milljónir punda en höfðu verið 67 milljónir í lok ársins á undan . Reikningurinn er dagsettur í nóvember 2006, en hann vekur vissulega spurningar um það hvernig staðið hafi verið að kostgæfniathugun vegna kaupanna . Í lok árs 2006 birtist eftirfarandi frétt á mbl. is: „Hannes Smárason er maður ársins 2006 í viðskiptalífinu samkvæmt niðurstöðu dóm nefndar Markaðarins, viðskiptablaðs Frétta blaðsins sem kom út í dag . Sala Björg- ólfs Thors Björgólfssonar á tékkneska síma- félaginu cRA voru valin viðskipti ársins og verstu viðskipti ársins voru valin kaup Dagsbrúnar á Wyndeham .“ Nokkrar tilfæringar urðu með hlutinn í Wyndeham eftir þetta milli félaga í Baugs- samsteypunni og aðeins hluti skilinn eftir í 365 miðlum, sem tóku við fjölmiðla rekstri Dagsbrúnar . Þann 7 . febrúar 2008 sagði í tilkynningu frá 365: „ . . . í tapinu er tekið tillit til þeirrar starfsemi sem hefur verið lögð niður en eignarhlutur í Wyndeham var færður niður að fullu að fjárhæð 2 .095 milljónir króna .“ II . Danmörk Seinni hluta árs 2006 dró til tíðinda í Danmörku . Haft var eftir Gunnari Smára Egilssyni, forstjóra Dagsbrúnar, á vefsíðu Berlingske Tidende, að Danmörk hafi orðið fyrir valinu til útgáfu fríblaðs vegna þess að útgáfufélögin þar standi ekki styrkum fótum, og hafi ekki efni á að tapa miklu fé í dagblaðastríði, það hafi Dagsbrún hins vegar . Eigendum blaðsins var því ljóst frá byrjun að dýrt yrði að byrja útgáfu nýs blaðs . Upprunalega virðist svo sem Baugur og Dagsbrún hafi búist við að tapið yrði um 350 milljónir danskra króna, því að fyrirtækið hugðist í ágúst 2006 setja á fót sjóð með þeirri fjárhæð til útgáfunnar . Í árslok 2006 er fjárhæðin komin í 406 milljónir danskra króna og átti það að nægja fyrir fjárfestingar og starfsemi í Danmörku næstu þrjú ár . Íslenska líkanið var flutt út að því leyti að Post Danmark og Nyhedsavisen stofnuðu saman dreifingarfyrirtæki þar sem pósturinn átti 49% hlut og blaðið 51% . Eftir þrjá mánuði tilkynnti Post Danmark að samstarfinu yrði hætt vegna þess að félagið hefði tapað um 10 milljónum danskra króna, um 120 milljónum íslenskra króna, þann tíma sem félagið átti Morgendistribution Danmark með Nyhedsavisen . Það var því einnig sammerkt Íslandi og Danmörku að tap var á dreifingarfyrirtækinu . Í apríl 2007 var sagt frá því að Nyhedsavisen hefði fengið um 2 milljarða króna í reksturinn frá 365 miðlum . Út- breiðsla Nyhedsavisen jókst jafnt og þétt og sumarið 2008 var blaðið orðið mest lesna blað í Danmörku . Almennt virðist hafa verið ánægja með blaðið meðal lesenda . Rekst ur inn var þó ætíð erfiður eins og fram kemur hér á eftir . III . Bandaríkin Í ljósi reynslunnar í Danmörku og á Ís landi ákváðu Baugsmenn að hefja blaða útgáfu í Boston í Bandaríkjunum . Lítið var fjallað um það blað í fréttum hér á landi . Í febrúar 2007 kom fram að upplag fríblaðsins Metro Boston yrði aukið úr 165 þúsund ein tökum á dag í 200 þúsund, til að mæta væntanlegri samkeppni frá nýju fríblaði, BostonNOW . Félagið Dagsbrun Media Fund stóð á bak við BostonNOW . Útgáfa þess blaðs hófst í apríl 2007 . Í apríl 2008 sagði Þórdís Sigurðardóttir, þá verandi stjórn arformaður Stoða Invest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.