Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 62
60 Þjóðmál HAUST 2011
aðgerð“ . Hún hefji valdbeitingu utan
stjórnarhátta í krafti fulltrúalýðræðis til
skýjanna .
Að sóknarprestur skuli gera þetta eftir
hryðjuverkin 22 . ágúst sé ógnvekjandi og
ekki síður að hún reyni þannig að réttlæta
versta ódæðisverk í manna minnum gegn
hinu opna, frjálsa samfélagi á Norður-
lönd um . Skilningsrík afstaða hennar
gagnvart stríði Breiviks við „menningar-
marxistana“ — í mynd ungra, norskra
jafnaðarmanna sem teknir voru af lífi
með köldu blóði — minni á viðhorf
franska öfgahægrimannsins Jean-Marie
Le Pens sem hafi leitast við að afsaka
Breivik á álíka sjúklegan hátt . Það sé
löngu orðið tímabært að skynsamir menn
segi afdráttarlaust skilið við fólk eins og
Gotfredsen sem skirrist ekki við að leita
að afsökunum fyrir hryðjuverkamenn .
Lars Trier Mogensen vitnar í Jean-Marie
Le Pen sem sagði: „Norska ríkisstjórnin og
norskt samfélag hefur sofið á verðinum og ber
höfuðábyrgðina . Ekki hefur verið tekið tillit
til hinnar alhliða hættu af fjöldainnflutningi
fólks, hann er höfuðrótin að banvænum
hugmyndum hins bilaða manns .“
Mogensen segir Sørine Gotfredsen og Jean-
Marie Le Pen eiga það sameiginlegt að hafa
hingað til verið talin fulltrúar fyrir lögmæt
sjónarmið . Harmleikurinn sýni að menn
verði að leggja sig enn meira fram um að verja
hið opna lýðræði . Ekki sé á neinn hátt unnt
að sætta sig við byltingarrómantík, ógnanir
eða daður við ofbeldisfulla andófshópa gegn
þjóðkjörnum yfirvöldum .
Í lok hins harðorða andsvars síns fagnar
Lars Trier Mogensen því að þessi grein sókn-
arprestsins með hinni ömurlegu fyrirsögn
Notum Anders Breivik á réttan hátt hafi
vakið mikil viðbrögð á Berlingske.dk og flest
mjög neikvæð . Hann segir það til marks
um heilbrigði . „Öfgunum skal drekkja með
orðum,“ segir hann í lokin .
Sørine Gotfredsen fær bakþanka
B erlingske Tidende birti frétt hinn 3 . ágúst um að séra Sørine Gotfredsen viður-
kenndi að sér hefði orðið á í messunni með
því að birta grein sína um Breivik í blaðinu .
Í fyrsta lagi hefði hún valið rangan tíma auk
þess sem hún hefði mátt skýra mál sitt á
annan hátt til að komast hjá misskilningi .
Gotfredsen skrifar þennan sama dag grein
í Berlingske Tidende undir fyrirsögninni Bak
þank ar . Hún segist ekki sjá eftir að hafa skrif-
að upphaflegu greinina en hún hafi hins veg ar
gerst sek um rangt mat í tveimur tilvikum:
Í fyrsta lagi birti ég grein mína of
snemma í atburðarás sem vekur enn
sterkar tilfinningar . Í öðru lagi hef ég á
nokkrum stöðum notað orðalag sem má
túlka á þann veg að ég telji að skynsemi
hafi að einhverju leyti ráðið gjörðum
Anders Breiviks . Mér þykir þetta að
sjálfsögðu mjög miður því að ekkert er
mér fjær en að tengja fjöldamorðingja
við hinn minnsta snefil af skynsemi .
Hún segir að orðið „rationale“ ( rök semda-
færsla) komi fyrir í grein sinni og það hafi
vakið reiði margra . Hún segist nota þetta
orð til að lýsa því að sjálfur hafi Breivik
tengt gjörðir sínar saman með ígrundaðri
röksemdafærslu . Godtfredsen segist ekki
telja hana skynsamlega en þar megi þó finna
átyllu vilji menn á annað borð átta sig á því
hvað hafi vakað fyrir Breivik . Að á slíkt sé
bent í fari annars manns feli ekki sjálfkrafa í
sér að maður sé á nokkurn hátt sammála því
sem nefnt sé til sögunnar .
Hún segist gera sér grein fyrir því að ekkert
fái haggað við fjölmenningarsamfélaginu
og fyrir sér vaki ekki að „færa klukkuna til
baka“ .
„Tilgangur minn er vekja máls á því að
þjóðfélag á breytingarskeiði, sem býr við