Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 62

Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 62
60 Þjóðmál HAUST 2011 aðgerð“ . Hún hefji valdbeitingu utan stjórnarhátta í krafti fulltrúalýðræðis til skýjanna . Að sóknarprestur skuli gera þetta eftir hryðjuverkin 22 . ágúst sé ógnvekjandi og ekki síður að hún reyni þannig að réttlæta versta ódæðisverk í manna minnum gegn hinu opna, frjálsa samfélagi á Norður- lönd um . Skilningsrík afstaða hennar gagnvart stríði Breiviks við „menningar- marxistana“ — í mynd ungra, norskra jafnaðarmanna sem teknir voru af lífi með köldu blóði — minni á viðhorf franska öfgahægrimannsins Jean-Marie Le Pens sem hafi leitast við að afsaka Breivik á álíka sjúklegan hátt . Það sé löngu orðið tímabært að skynsamir menn segi afdráttarlaust skilið við fólk eins og Gotfredsen sem skirrist ekki við að leita að afsökunum fyrir hryðjuverkamenn . Lars Trier Mogensen vitnar í Jean-Marie Le Pen sem sagði: „Norska ríkisstjórnin og norskt samfélag hefur sofið á verðinum og ber höfuðábyrgðina . Ekki hefur verið tekið tillit til hinnar alhliða hættu af fjöldainnflutningi fólks, hann er höfuðrótin að banvænum hugmyndum hins bilaða manns .“ Mogensen segir Sørine Gotfredsen og Jean- Marie Le Pen eiga það sameiginlegt að hafa hingað til verið talin fulltrúar fyrir lögmæt sjónarmið . Harmleikurinn sýni að menn verði að leggja sig enn meira fram um að verja hið opna lýðræði . Ekki sé á neinn hátt unnt að sætta sig við byltingarrómantík, ógnanir eða daður við ofbeldisfulla andófshópa gegn þjóðkjörnum yfirvöldum . Í lok hins harðorða andsvars síns fagnar Lars Trier Mogensen því að þessi grein sókn- arprestsins með hinni ömurlegu fyrirsögn Notum Anders Breivik á réttan hátt hafi vakið mikil viðbrögð á Berlingske.dk og flest mjög neikvæð . Hann segir það til marks um heilbrigði . „Öfgunum skal drekkja með orðum,“ segir hann í lokin . Sørine Gotfredsen fær bakþanka B erlingske Tidende birti frétt hinn 3 . ágúst um að séra Sørine Gotfredsen viður- kenndi að sér hefði orðið á í messunni með því að birta grein sína um Breivik í blaðinu . Í fyrsta lagi hefði hún valið rangan tíma auk þess sem hún hefði mátt skýra mál sitt á annan hátt til að komast hjá misskilningi . Gotfredsen skrifar þennan sama dag grein í Berlingske Tidende undir fyrirsögninni Bak­ þank ar . Hún segist ekki sjá eftir að hafa skrif- að upphaflegu greinina en hún hafi hins veg ar gerst sek um rangt mat í tveimur tilvikum: Í fyrsta lagi birti ég grein mína of snemma í atburðarás sem vekur enn sterkar tilfinningar . Í öðru lagi hef ég á nokkrum stöðum notað orðalag sem má túlka á þann veg að ég telji að skynsemi hafi að einhverju leyti ráðið gjörðum Anders Breiviks . Mér þykir þetta að sjálfsögðu mjög miður því að ekkert er mér fjær en að tengja fjöldamorðingja við hinn minnsta snefil af skynsemi . Hún segir að orðið „rationale“ ( rök semda- færsla) komi fyrir í grein sinni og það hafi vakið reiði margra . Hún segist nota þetta orð til að lýsa því að sjálfur hafi Breivik tengt gjörðir sínar saman með ígrundaðri röksemdafærslu . Godtfredsen segist ekki telja hana skynsamlega en þar megi þó finna átyllu vilji menn á annað borð átta sig á því hvað hafi vakað fyrir Breivik . Að á slíkt sé bent í fari annars manns feli ekki sjálfkrafa í sér að maður sé á nokkurn hátt sammála því sem nefnt sé til sögunnar . Hún segist gera sér grein fyrir því að ekkert fái haggað við fjölmenningarsamfélaginu og fyrir sér vaki ekki að „færa klukkuna til baka“ . „Tilgangur minn er vekja máls á því að þjóðfélag á breytingarskeiði, sem býr við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.