Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 29

Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 29
 Þjóðmál HAUST 2011 27 á við efnahagsþrengingarnar með bland- aðri leið skattahækkana og aukinni lán- töku ríkissjóðs . Aukin skattheimta ríkis- stjórn arinnar hefur hins vegar snúist upp í andhverfu sína þar sem skatttekjur hafa ekki aukist, heldur dregist saman . Skattar voru of háir fyrir skattahækkanir vinstri stjórnarinnar og því hefur tekist að draga enn meiri kraft úr hagkerfinu og hrekja fleira öflugt fólk úr landi . Minni ríkisumsvif Umsvif ríkisins í íslensku samfélagi eru of mikil og því verður að hefja stór - felld an niðurskurð í ríkisfjármálunum og ganga mun lengra heldur en núverandi ríkis - stjórn hefur gert . Á tímum efna hagsþreng- inga er ótækt að ríkið dæli peningum í gælu- verkefni sem tengjast ekki grunnþjónustu við borgarana en í því samhengi má nefna að árið 2011 fóru 420 milljónir króna úr ríkissjóði í almennan rekstur tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu . Gera þarf skýran greinarmun á nauðsynlegri þjónustu og gælu verkefnum sem snúast um áhugamál ákveðins hóps . Það hefur ávallt verið einn af megin- þáttum sjálfsstæðisstefnunnar að umsvif rík is ins skuli vera sem minnst . Einungis þannig fær einstaklingurinn notið sín en hug mynda auðgi og athafnaþrá einstaklinga eru forsendur framþróunar . Því meiri sem um svif ríkisins eru, því minna svigrúm hefur ein staklingurinn til athafna . Tækifærin eru til staðar Þrátt fyrir að útlitið sé svart eins og staðan er í dag þá eru tækifærin samt sem áður til staðar . Það þarf hins vegar að grípa til róttækra aðgerða og algjörrar stefnu breytingar í efnahagsmálum til þess að ná árangri . Afnema verður gjaldeyrishöftin hið snar asta . Höftin gera það ekki einungis að verkum að gengi krónunnar er rangt skráð heldur eru þau hamlandi fyrir almennar fjárfestingar í landinu . Því lengur sem það tefst að afnema höftin, því lengra drögumst við inn í vítahring haftanna . Eðlilegra væri að takast á við vanda krónunnar sem fyrst í stað þess að fresta honum ávallt til næsta kjörtímabils, líkt og núverandi ríkisstjórn hefur gert til að koma í veg fyrir tímabundnar óvinsældir fyrir næstu kosningar . Skapa þarf eðlilegra rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki með lægri sköttum og álögum . Ríkisstjórnin hefur bæði hækkað skatta og búið til nýja skatta sem gera rekstur fyrirtækja mun erfiðari . Í því samhengi má t .d . nefna hækkun tryggingagjalds . Þótt fæstar þessara breytinga séu ráðandi þáttur hver fyrir sig þá hafa þær gríðarleg áhrif þegar þær eru lagðar saman . Rétta leiðin til að auka skatttekjur er hins vegar að skapa betra rekstrarumhverfi fyrir fyrirtækin í landinu þar sem aukið umfang eykur tekjur ríkissjóðs .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.