Þjóðmál - 01.09.2011, Page 29

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 29
 Þjóðmál HAUST 2011 27 á við efnahagsþrengingarnar með bland- aðri leið skattahækkana og aukinni lán- töku ríkissjóðs . Aukin skattheimta ríkis- stjórn arinnar hefur hins vegar snúist upp í andhverfu sína þar sem skatttekjur hafa ekki aukist, heldur dregist saman . Skattar voru of háir fyrir skattahækkanir vinstri stjórnarinnar og því hefur tekist að draga enn meiri kraft úr hagkerfinu og hrekja fleira öflugt fólk úr landi . Minni ríkisumsvif Umsvif ríkisins í íslensku samfélagi eru of mikil og því verður að hefja stór - felld an niðurskurð í ríkisfjármálunum og ganga mun lengra heldur en núverandi ríkis - stjórn hefur gert . Á tímum efna hagsþreng- inga er ótækt að ríkið dæli peningum í gælu- verkefni sem tengjast ekki grunnþjónustu við borgarana en í því samhengi má nefna að árið 2011 fóru 420 milljónir króna úr ríkissjóði í almennan rekstur tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu . Gera þarf skýran greinarmun á nauðsynlegri þjónustu og gælu verkefnum sem snúast um áhugamál ákveðins hóps . Það hefur ávallt verið einn af megin- þáttum sjálfsstæðisstefnunnar að umsvif rík is ins skuli vera sem minnst . Einungis þannig fær einstaklingurinn notið sín en hug mynda auðgi og athafnaþrá einstaklinga eru forsendur framþróunar . Því meiri sem um svif ríkisins eru, því minna svigrúm hefur ein staklingurinn til athafna . Tækifærin eru til staðar Þrátt fyrir að útlitið sé svart eins og staðan er í dag þá eru tækifærin samt sem áður til staðar . Það þarf hins vegar að grípa til róttækra aðgerða og algjörrar stefnu breytingar í efnahagsmálum til þess að ná árangri . Afnema verður gjaldeyrishöftin hið snar asta . Höftin gera það ekki einungis að verkum að gengi krónunnar er rangt skráð heldur eru þau hamlandi fyrir almennar fjárfestingar í landinu . Því lengur sem það tefst að afnema höftin, því lengra drögumst við inn í vítahring haftanna . Eðlilegra væri að takast á við vanda krónunnar sem fyrst í stað þess að fresta honum ávallt til næsta kjörtímabils, líkt og núverandi ríkisstjórn hefur gert til að koma í veg fyrir tímabundnar óvinsældir fyrir næstu kosningar . Skapa þarf eðlilegra rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki með lægri sköttum og álögum . Ríkisstjórnin hefur bæði hækkað skatta og búið til nýja skatta sem gera rekstur fyrirtækja mun erfiðari . Í því samhengi má t .d . nefna hækkun tryggingagjalds . Þótt fæstar þessara breytinga séu ráðandi þáttur hver fyrir sig þá hafa þær gríðarleg áhrif þegar þær eru lagðar saman . Rétta leiðin til að auka skatttekjur er hins vegar að skapa betra rekstrarumhverfi fyrir fyrirtækin í landinu þar sem aukið umfang eykur tekjur ríkissjóðs .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.