Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 5

Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 5
Ritstjóraspjall Haust 2011 _____________ Þjóðmál HAUST 2010 3 The proof of the pudding is in the eating, segir enskt máltæki . Jóhanna og Stein- grímur J . geta talað þindarlaust um „árang- ur“ stjórnarstefnu sinnar og skreytt mál sitt með endalausum talnafróðleik — en allur lands lýður finnur það daglega á eigin skinni að stjór n arstefnan hefur gersamlega mislukk ast . Þegar almenningur leggur illa þefjandi grautinn sér til munns finnur hann glöggt að hann er bæði illa soðinn og úldinn — og þá tjóar lítt að segja að uppskriftin sé hreint afbragð . Því hefur verið haldið fram á þessum síð- um að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardótt ur og Steingríms J . Sigfússonar sé versta ríkis- stjórn sem landsmenn hafa þurft að þola og hafi þær þó margar verið slæmar . Þrjár fyrri ríkisstjórnir keppa við getu- lausu vinstristjórnina um nafnbótina versta ríkis stjórn Íslandssögunnar . Það eru hafta- stjórn Hermanns Jónassonar á fjórða ára - tugn um 1934–1938 (sam stjórn Fram sókn- ar- og Al þýðu flokks), vinstri stjórn Her- manns Jónassonar 1956–1958 (samstjórn Fram sóknarflokks, Alþýðu flokks og Alþýðu - bandalags) og ríkisstjórn Gunn ars Thor- oddsens 1980–1983 (samstjórn Al þýðu- banda lags, Framsóknarflokks og nokk urra þingmanna Sjálfstæðisflokksins) . Allar þessar ríkisstjórnir sigldu efnahagslífi lands- ins hressi lega í strand . Árin 1938–1939 blasti nán ast við þjóðargjaldþrot þegar haftastjórn Her manns fór loks frá völdum . Árið 1958, þegar vinstri stjórn Hermanns hrökklaðist frá, stóð þjóðin bókstaflega á bjarg brúninni, að sögn efnahagsráðgjafa rík is stjórnarinnar . Ríkis stjórn Gunn ars Thor odd sens afrekaði sem kunnugt er að koma verðbólgunni yfir 100% . Almennt einkenndi þessar ríkisstjórn- ir allar, rétt eins og stjórn Steingríms J . og Jó hönnu: úrræða- og getu leysi, sífelldar skatta hækkanir, endalaust rifrildi á stjórn- arheimilinu, rangsleitni og misbeiting valds, lam andi doði í atvinnulífinu og lakari kjör almennings . Sumir kunna að spyrja: En hvað með Stefaníu (1947–1949), sam stjórn Alþýðu- flokks, Sjálf stæðisflokks og Fram sóknar- flokks, sem setti Fjárhagsráð á fót? Sú ríkis- stjórn vann vissulega mikinn skaða í efna- hagslífi landsmanna með því að fella ekki gengi krónunnar og laga það að raungengi heldur framkvæma eins konar dulbúnar gengisfellingar með gríðarumfangsmiklum fjár festingarhöftum og skömmtunarkerfi . Þótt Fjárhagsráð verði lengi í minnum haft er Stefaníu þó fyrst og fremst minnst fyrir hina merku utanríkisstefnu sína, en hún leiddi þjóðina á örlagaríkum tímum í fang annarra vest rænna lýðræðisríkja með inngöngunni í Atlants hafsbandalagið . Erfitt er að bera saman ríkisstjórnir á ólíkum tímaskeiðum . Það gerir þó lík lega útslagið um að ríkisstjórn Jóhönnu og Stein- gríms J . telst sú versta í sögunni, hversu illa mönnuð sú ríkisstjórn er . Það er kannski tímanna tákn en trúlega hefur aldrei setið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.