Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 77

Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 77
 Þjóðmál HAUST 2011 75 þó ekki síður vegna þess að honum hafi lengi þótt áhugi og þekking á sögu Bandaríkjanna harla rýr í Evrópu . Sem dæmi um það nefnir hann að þegar hann var sjálfur við nám í Oxford hafi bandaríska sögu sjaldan borið á góma . Þegar hann nefndi þetta við A .J .P . Taylor svaraði prófess orinn: „Þú getur kynnt þér sögu Banda ríkjanna eftir að þú lýkur námi – ef þú getur afborið hana .“ Svo bætti hann við: „Ein versta refsing sem fylgir því að vera kosinn forseti Bandaríkjanna er að þá verða menn að láta sér nægja Kaliforníu- rauðvín í heil fjögur ár .“ Lengri urðu þessi orðaskipti víst ekki . Eftir að Ameríkusagan kom út breytti Johnson nokkuð um stíl og síðasta hálfan annan áratuginn hefur hann einkum fengist við ritgerðasmíð og samningu styttri rita . Frá árinu 2002 hefur hann gefið út tvö ritgerðasöfn um frægt fólk og brautryðjendur á ýmsum tímum sögunnar, Creators (2006), um ýmsa skapandi listamenn og hugsuði, og Heroes (2007), um ýmsa karla og konur sem hann telur hafa sýnt mikinn persónulegan hetjuskap í aldanna rás . Þá skrifaði hann ævisögur Napóleons Bónaparte (2002), George Washington (2005) og Winstons Churchill (2009) . Þrjár síðastnefndu bækurnar voru allar skrifaðar fyrir bandarísk forlög (eða ensk forlög í Bandaríkjunum) . Þær eru allar fremur stuttar, innan við 200 blaðsíður að lengd í litlu broti, en það rýrir þó á engan hátt gæði þeirra og í bókinni um Napóleon kemur fram ný og athyglisverð sýn á keisarann og áhrif hans á sögu Evrópu á 20 . öld . Árið 2010 kom út eftir Johnson ævisaga Jesú Krists og þegar þetta er ritað er hann að skrifa ævisögu gríska heimspekingsins Sókratesar . Enn er margt ótalið af ritverkum Pauls Johnson, en þessi stutta upptalning ætti að gefa nokkra mynd af höfundarverki hans . Hann hefur alls samið á sjötta tug bóka auk ótölulegs fjölda blaða- og tímaritsgreina . Margar bóka hans eru miklar að vöxtum og allar eiga þær það sameiginlegt að vera mjög læsilegar og fróðlegar . Johnson kryddar frásögn sína tíðum með skemmtilegum frásögnum og athugasemdum, hann dregur upp skýrar myndir af atburðum og þeim sem koma við sögu í hverju tilviki og kemur tíðum jafnvel fróðustu lesendum oft á óvart með nýju og óvæntu mati á frægum atburðum og einstaklingum sem mótuðu og settu svip á söguna . Stíll hans er jafnan markviss og beittur og hann hikar aldrei við að segja skoðanir sínar umbúðalaust . Fyrir vikið hafa margar viðurkenndar hetjur og þjóðmæringar oltið af stalli í bókum hans og margur skúrkurinn fengið uppreisn æru . Stjórnmál og einkalíf Það gefur auga leið að maður, sem verið hefur viðriðinn blaðamennsku í nærri sex áratugi og ritstýrt útbreiddu pólitísku tímariti, getur varla verið skoðanalaus í stjórnmálum . Og Paul Johnson hefur aldrei verið borið á brýn skoðana- eða afskiptaleysi í stjórnmálum þótt hann hafi aldrei sóst eftir opinberum vegtyllum á því sviði . Eins og áður sagði, var hann vinstrisinnaður á yngri árum . Sem ritstjóri The New Statesman var hann í hópi áhrifamanna á vinstri væng breskra stjórnmála og eiginkona hans var a .m .k . einu sinni frambjóðandi Verkamannaflokksins í kosningum . Á þessum árum ferðaðist Johnson mikið á vegum tímaritsins, heimsótti allar byggðar heimsálfur, tók viðtöl við þjóðhöfðingja og aðra ráðamenn, skrifaði fréttir og greinar sem birtust í tímaritinu . Hann fékk þannig mörg og góð tækifæri til að kynnast fjölmörgum áhrifamönnum víða um heim og til að kynna sér ástand mála í öðrum löndum og álfum og á ferðum sínum notaði hann gjarnan tækifærið til að afla sér þekkingar á sögu þeirra landa sem hann heimsótti . Það kom að góðu gagni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.