Þjóðmál - 01.09.2011, Page 77

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 77
 Þjóðmál HAUST 2011 75 þó ekki síður vegna þess að honum hafi lengi þótt áhugi og þekking á sögu Bandaríkjanna harla rýr í Evrópu . Sem dæmi um það nefnir hann að þegar hann var sjálfur við nám í Oxford hafi bandaríska sögu sjaldan borið á góma . Þegar hann nefndi þetta við A .J .P . Taylor svaraði prófess orinn: „Þú getur kynnt þér sögu Banda ríkjanna eftir að þú lýkur námi – ef þú getur afborið hana .“ Svo bætti hann við: „Ein versta refsing sem fylgir því að vera kosinn forseti Bandaríkjanna er að þá verða menn að láta sér nægja Kaliforníu- rauðvín í heil fjögur ár .“ Lengri urðu þessi orðaskipti víst ekki . Eftir að Ameríkusagan kom út breytti Johnson nokkuð um stíl og síðasta hálfan annan áratuginn hefur hann einkum fengist við ritgerðasmíð og samningu styttri rita . Frá árinu 2002 hefur hann gefið út tvö ritgerðasöfn um frægt fólk og brautryðjendur á ýmsum tímum sögunnar, Creators (2006), um ýmsa skapandi listamenn og hugsuði, og Heroes (2007), um ýmsa karla og konur sem hann telur hafa sýnt mikinn persónulegan hetjuskap í aldanna rás . Þá skrifaði hann ævisögur Napóleons Bónaparte (2002), George Washington (2005) og Winstons Churchill (2009) . Þrjár síðastnefndu bækurnar voru allar skrifaðar fyrir bandarísk forlög (eða ensk forlög í Bandaríkjunum) . Þær eru allar fremur stuttar, innan við 200 blaðsíður að lengd í litlu broti, en það rýrir þó á engan hátt gæði þeirra og í bókinni um Napóleon kemur fram ný og athyglisverð sýn á keisarann og áhrif hans á sögu Evrópu á 20 . öld . Árið 2010 kom út eftir Johnson ævisaga Jesú Krists og þegar þetta er ritað er hann að skrifa ævisögu gríska heimspekingsins Sókratesar . Enn er margt ótalið af ritverkum Pauls Johnson, en þessi stutta upptalning ætti að gefa nokkra mynd af höfundarverki hans . Hann hefur alls samið á sjötta tug bóka auk ótölulegs fjölda blaða- og tímaritsgreina . Margar bóka hans eru miklar að vöxtum og allar eiga þær það sameiginlegt að vera mjög læsilegar og fróðlegar . Johnson kryddar frásögn sína tíðum með skemmtilegum frásögnum og athugasemdum, hann dregur upp skýrar myndir af atburðum og þeim sem koma við sögu í hverju tilviki og kemur tíðum jafnvel fróðustu lesendum oft á óvart með nýju og óvæntu mati á frægum atburðum og einstaklingum sem mótuðu og settu svip á söguna . Stíll hans er jafnan markviss og beittur og hann hikar aldrei við að segja skoðanir sínar umbúðalaust . Fyrir vikið hafa margar viðurkenndar hetjur og þjóðmæringar oltið af stalli í bókum hans og margur skúrkurinn fengið uppreisn æru . Stjórnmál og einkalíf Það gefur auga leið að maður, sem verið hefur viðriðinn blaðamennsku í nærri sex áratugi og ritstýrt útbreiddu pólitísku tímariti, getur varla verið skoðanalaus í stjórnmálum . Og Paul Johnson hefur aldrei verið borið á brýn skoðana- eða afskiptaleysi í stjórnmálum þótt hann hafi aldrei sóst eftir opinberum vegtyllum á því sviði . Eins og áður sagði, var hann vinstrisinnaður á yngri árum . Sem ritstjóri The New Statesman var hann í hópi áhrifamanna á vinstri væng breskra stjórnmála og eiginkona hans var a .m .k . einu sinni frambjóðandi Verkamannaflokksins í kosningum . Á þessum árum ferðaðist Johnson mikið á vegum tímaritsins, heimsótti allar byggðar heimsálfur, tók viðtöl við þjóðhöfðingja og aðra ráðamenn, skrifaði fréttir og greinar sem birtust í tímaritinu . Hann fékk þannig mörg og góð tækifæri til að kynnast fjölmörgum áhrifamönnum víða um heim og til að kynna sér ástand mála í öðrum löndum og álfum og á ferðum sínum notaði hann gjarnan tækifærið til að afla sér þekkingar á sögu þeirra landa sem hann heimsótti . Það kom að góðu gagni

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.