Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 56
54 Þjóðmál HAUST 2011
Hall grímsson og Skafti Sigþórsson . Einn
þeirra lifði kyrrlátu lífi, Nikulás, sem varð
skatt stjóri . Hinir fjórir lentu í storm um
sinnar tíðar . Skafti var sannfærður komm-
únisti, sat þing komm únistaflokksins (en af
þeim eru nokkrar myndir í bók minni) og
tók þátt í Novuslagnum 1933 . Benjamín
varð vitni að valdatöku Hitlers í Þýska landi
og hreins unum Stalíns í Rússlandi, þar sem
unn usta hans og barn hurfu inn í vinnu-
búða vítið .
Tveir þessara fimm ungu manna tóku
beinan þátt í stríðum aldarinnar . Snorri
varð læknir og gerðist sjálfboðaliði í finnska
hern um í vetrarstríðinu svonefnda 1939–
1940 . Hallgrímur sótti þjálfunarbúðir fyrir
byltingarmenn í Moskvu, sem Komintern
rak . Hann gerðist síðan sjálfboðaliði í
lýðveldis hernum í spænska borgarastríðinu .
Tókst mér að útvega tvö skjöl um þátt
hans í því, sem ekki hafa birst áður . Annað
er skýrsla til Kominterns um norræna
komm únista í lýðveldishernum, hitt spjald
Hallgríms (á spænsku) á skrá Kominterns,
þar sem sögð eru deili á honum og færðar
inn umsagnir um hann .
Steinn Steinarr
og Agnar Þórðarson
Í slenskir sósíalistar létu mjög að sér kveða og áttu miklar eignir, sem erfitt er að
skýra eðlilegum skýringum . Um 1960
áttu þeir til dæmis fjórar stórar fasteignir í
Reykjavík, Tjarnargötu 20, Skólavörðustíg
19, Laugaveg 18 og Þingholtsstræti 27 .
Þeir ráku einnig mörg félög og fyrirtæki,
svo sem MÍR, íslensku friðarnefndina og
Mál og menningu . Í bók minni segi ég
frá því, sem komið hefur í ljós um styrki
Skólabræður frá Akureyri
á síld á Siglufirði
sumarið 1930 .
Frá vinstri:
Hallgrímur Hallgrímsson,
Nikulás Einars son,
Benjamín Eiríksson,
Snorri Hall grímsson
og Skafti Sigþórsson .