Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 84

Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 84
82 Þjóðmál HAUST 2011 samn ingnum rofið „heimsbandalag fas- istaríkjanna gegn kommúnismanum .“ Jafn- framt voru miklir möguleikar sagðir á því „að Þýska land stæði einangrað ef það legði nú til stríðs út af Danzigmálunum .“5 Ekki voru allar fregnir á forsíðu blaðsins þennan dag skrifaðar af jafnmikilli bjartsýni því að árás Þjóðverja á Pólland var nú sögð yfirv ofandi og stríð gæti „brotist út þá og þegar .“6 Alls ekki er hægt að segja að íslenskir sósíalistar hafi stutt við bakið á stjórn Hitlers í byrjun stríðsins þrátt fyrir griðasamning Þjóðverja við Sovétríkin . Hagur Íslendinga lá samkvæmt Þjóðviljanum fyrst og fremst í því að: „þýzki fasisminn falli og þýzka alþýðan taki sjálf völd . Með falli þýzka fasismans værum við losuð við hættu, sem sjálfstæði okkar og lýðfrelsi hefur verið búin – og með valdatöku þýzku alþýðunnar væri girt fyrir að sú hætta rísi upp aftur“7 Þýska þjóðin fær stuðningskveðjur í baráttu sinni gegn Hitler enda muni verkalýðshreyfing Þýskalands „beita öllum mætti sínum til að steypa Hitler og gera Þýzkaland að lýðfrjálsu, sósíalistísku ríki .“8 Í stríðsbyrjun hefst ein forystugrein Þjóðviljans á þessum orðum: Árásarstyrjöld þýzka nazismans á Pólland er hafið . Skelfingarnar frá Spáni: loftárásirnar á óvíggirtar borgir, á varnarlausar konur og börn, endurtaka sig nú í Póllandi . Evrópa sér nú enn einu sinni afleiðingarnar af undanlátsseminni við fasismann . . . . Skemmd- a r verk Chamberlain stefn unnar gagnvart frið- ar málum Evrópu – og nú seinast neitunin að gera fullkomið varnarbandalag við Sovét ríkin – bera nú sinn hræðilega ávöxt . Dýrsæði fasismans, sem í þrjú ár eyddi Spán og fyrir nokkru gleypti Tékkóslóvakíu veldur nú 5 „Brjóta Sovétríkin „öxulinn“?“, Þjóðviljinn 28 . ágúst 1939 . 6 „Árás Þjóðverja á Pólland yfirvofandi“, Þjóðviljinn 28 . ágúst 1939 . 7 „Hvaða endaloka hlýtur íslenzka þjóðin að óska á þessu stríði?“, Þjóðviljinn 21 . september 1939 . 8 „Hver er orsök styrjaldanna?“, Þjóðviljinn 15 . septem- ber 1939 . – „Þýzka þjóðin berst gegn Hitler-stjórninni“, Þjóðviljinn 7 . september 1939 . sams konar hörmungum í Póllandi og það í tvö ár hefur valdið í Kína .9 Þýska auðvaldið var sagt eiga höfuðsökina á þessu stríði og hafa komið Hitler til valda en breska og franska auðvaldið var hins vegar ekki alsaklaust . Það hefði létt nasistum róðurinn með undanlátssemi sinni í München og víðar .10 Auðvaldsskipulagið sjálft væri orsök styrjaldanna og því yrðu menn að vona að verkalýðsstéttin í Englandi og Frakklandi myndi ná völdum fyrir stríðslok til þess að tryggja að stríðið yrði „í rauninni stríð gegn fasismanum“ en ekki „kúg unarstríð gegn þýzku alþýðunni“ .11 Vert er að taka eftir því að glöggur greinarmunur er gerður á ábyrgð stríðandi aðila . Þýskaland ber höfuðsökina en Bretar og Frakkar skipa annað sætið . Þjóðviljinn var með þessum málflutningi einnig að svara öðrum blöðum en stuðningsblöð Þjóðstjórnarinnar höfðu lát ið Sovétríkin og Stalín heyra það og kennt Ráðstjórninni um upphaf stríðsins .12 Það er því augljóst að sósíalistar hér á landi sem og annars staðar voru ekki tilbúnir í stríðsbyrjun til þess að tala máli Hitlers þótt svo Stalín semdi við hann um grið . Reyndar var þess innilega óskað að fasismi Hitlers liði undir lok . Kannski er það þess vegna sem Þjóðviljinn birti, að því er virðist vegna óskhyggju, óstaðfestar fregnir um að rússneskur og pólskur her sækti fram saman í Suður-Póllandi þegar Rauði herinn var í raun að innlima sinn helming Póllands samkvæmt griðasáttmálanum .13 Ennfremur var sókn Rússa túlkuð sem mikill ósigur fyrir Þjóðverja í stríðinu .14 9 „Árásarstyrjöld nazismans á Pólland er hafin“, Þjóðviljinn 2 . september 1939 . 10 „Hver á sökina á þessari styrjöld?“, Þjóðviljinn 5 . septem- ber 1939 . – Sjá einnig Þór Whitehead: Stríð fyrir ströndum (Reykjavík, 1986), bls . 139-140 . 11 „Hver er orsök styrjaldanna?“, Þjóðviljinn 15 . september 1939 . 12Þór Whitehead: Stríð fyrir ströndum, bls . 138-9 . 13 „Hvar stöðvast sókn Rússa?“, Þjóðviljinn 19 . sept . 1939 . 14 „Sovéther tekur Wilna“, Þjóðviljinn 21 . september 1939 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.