Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 64

Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 64
62 Þjóðmál HAUST 2011 glíma menn við sama vanda og hér á landi . Í skjóli nafnleyndar ganga menn oft lengra en góðu hófi gegnir í árásum á menn og málefni þegar þeir taka til máls á netinu, þótt nafnleynd beri að viðurkenna á netinu eins og annars staðar . Hún sviptir hins vegar engan ábyrgð á orðum sínum eða því sem ritstjóri birtir á sína ábyrgð . Vegna fréttanna frá Noregi um atburðina 22 . júlí misstigu margir sig á netinu hér og erlendis, sumir báðust afsökunar, aðrir ekki . Á vefsíðunni amx .is báðust menn til dæmis afsökunar á því að hafa lýst Össur Skarphéðinsson marklausan í samúðar- kveðju til norsku þjóðarinnar og stjórn valda þar sem hann hefði nýlega átt samskipti við Hamas-hryðjuverkasamtökin . Karl Th . Birgisson, ritstjóri vefsíðunnar Eyjunnar, sem er höll undir Samfylkinguna, skóf hins vegar ekki utan af hlutunum þegar hann sagði 23 . júlí: Halló, halló — heyri ég nú einhverja segja: Ætla ég virkilega að bera Hannes [Hólmstein Gissurarson] og vini hans saman við fjöldamorðingjann í Noregi? Svarið er já . Ekki af því að þeir myndu fremja neitt ódæði þessu líkt, víðs fjarri því . Ég held því hins vegar fram að hatrið, ofstækið og brenglunin sem birtist í skrifum Hannesar-klansins sé af sama meiði og þegar Anders Breivik kallar Gro Harlem Brundtland landsmorðingja, en ekki landsmóður . Ritstjóri vefsíðu, sem birtir slíkan texta undir nafni á eigin síðu, getur hvorki sett nafn greindum né nafnlausum höfundum á síðu sinni nokkur mörk . Þótt tilfinningar vegna hins mikla ódæðis ráði för duga þær alls ekki til að afsaka svívirðingar Karls Th . Guðmundur Andri Thorsson, dálka höf- undur á Fréttablaðinu, skrifaði um atburð- ina 22 . júlí mánudaginn 25 . júlí undir fyrirsögninni „Við“ og „hinir“ þar sagði meðal annars: [V]ið hljótum sífellt að standa vörð um tjáningarfrelsi og réttinn til að láta í ljós skoðanir sem ganga í berhögg við hug myndir fjöldans — mikil ósköp — en aðal atriðið er þó þetta: við eigum að vanda okkur . Sérhver sá sem elur markvisst á hatri í opinberri umræðu — reynir að espa fremur en róa, höfðar til röklausra kennda fremur en skynsemi — leggur sitt af mörkum til að skapa jarðveg fyrir ódæði af því tagi sem framið var í Útey . Ódæðismaðurinn þar var rugludallur af því tagi sem rausa á netinu . Hann gekk hins vegar skrefinu lengra . Hann var ekki á valdi hugdettunnar, þetta var ekki hvatvís brjálæðingur á valdi annarlegra hughrifa: maðurinn var níu ár að undirbúa sig . Þetta var kristinn hryðjuverkamaður í herferð gegn femínisma, Evrópusambandinu, múslimum, hnattvæðingu, fjölmenn- ingu, umhverfisvernd, fjölmiðlum og marxisma . Holdtekjur alls þessa virðist hann hafa séð í ungliðahreyfingu norska Verka mannaflokksins . [ . . .] Það er ekki sanngjarnt að tengja manninn fyrst og fremst við hefðbundna hægri stefnu eða íhaldssemi . Ekki „sanngjarnt“ en má það samt? er spurn ing sem vaknar við lestur greinar Guð mundar Andra . Hann fer raunar sömu leið og Sørine Gotfredsen, að leita að „rationale“, röksemdafærslu, fyrir ódæð- inu í hugarheimi Breiviks . Hugleiðing Guð mund ar Andra varð kveikja að pistli sem Hjálmar Sveinsson, varaborgarfulltrúi Sam fylk ingarinnar, ritaði á Eyjuna 29 . júlí, undir fyrirsögninni Okkar eigin Ósló, þar sem sagði meðal annars:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.