Þjóðmál - 01.09.2011, Side 64

Þjóðmál - 01.09.2011, Side 64
62 Þjóðmál HAUST 2011 glíma menn við sama vanda og hér á landi . Í skjóli nafnleyndar ganga menn oft lengra en góðu hófi gegnir í árásum á menn og málefni þegar þeir taka til máls á netinu, þótt nafnleynd beri að viðurkenna á netinu eins og annars staðar . Hún sviptir hins vegar engan ábyrgð á orðum sínum eða því sem ritstjóri birtir á sína ábyrgð . Vegna fréttanna frá Noregi um atburðina 22 . júlí misstigu margir sig á netinu hér og erlendis, sumir báðust afsökunar, aðrir ekki . Á vefsíðunni amx .is báðust menn til dæmis afsökunar á því að hafa lýst Össur Skarphéðinsson marklausan í samúðar- kveðju til norsku þjóðarinnar og stjórn valda þar sem hann hefði nýlega átt samskipti við Hamas-hryðjuverkasamtökin . Karl Th . Birgisson, ritstjóri vefsíðunnar Eyjunnar, sem er höll undir Samfylkinguna, skóf hins vegar ekki utan af hlutunum þegar hann sagði 23 . júlí: Halló, halló — heyri ég nú einhverja segja: Ætla ég virkilega að bera Hannes [Hólmstein Gissurarson] og vini hans saman við fjöldamorðingjann í Noregi? Svarið er já . Ekki af því að þeir myndu fremja neitt ódæði þessu líkt, víðs fjarri því . Ég held því hins vegar fram að hatrið, ofstækið og brenglunin sem birtist í skrifum Hannesar-klansins sé af sama meiði og þegar Anders Breivik kallar Gro Harlem Brundtland landsmorðingja, en ekki landsmóður . Ritstjóri vefsíðu, sem birtir slíkan texta undir nafni á eigin síðu, getur hvorki sett nafn greindum né nafnlausum höfundum á síðu sinni nokkur mörk . Þótt tilfinningar vegna hins mikla ódæðis ráði för duga þær alls ekki til að afsaka svívirðingar Karls Th . Guðmundur Andri Thorsson, dálka höf- undur á Fréttablaðinu, skrifaði um atburð- ina 22 . júlí mánudaginn 25 . júlí undir fyrirsögninni „Við“ og „hinir“ þar sagði meðal annars: [V]ið hljótum sífellt að standa vörð um tjáningarfrelsi og réttinn til að láta í ljós skoðanir sem ganga í berhögg við hug myndir fjöldans — mikil ósköp — en aðal atriðið er þó þetta: við eigum að vanda okkur . Sérhver sá sem elur markvisst á hatri í opinberri umræðu — reynir að espa fremur en róa, höfðar til röklausra kennda fremur en skynsemi — leggur sitt af mörkum til að skapa jarðveg fyrir ódæði af því tagi sem framið var í Útey . Ódæðismaðurinn þar var rugludallur af því tagi sem rausa á netinu . Hann gekk hins vegar skrefinu lengra . Hann var ekki á valdi hugdettunnar, þetta var ekki hvatvís brjálæðingur á valdi annarlegra hughrifa: maðurinn var níu ár að undirbúa sig . Þetta var kristinn hryðjuverkamaður í herferð gegn femínisma, Evrópusambandinu, múslimum, hnattvæðingu, fjölmenn- ingu, umhverfisvernd, fjölmiðlum og marxisma . Holdtekjur alls þessa virðist hann hafa séð í ungliðahreyfingu norska Verka mannaflokksins . [ . . .] Það er ekki sanngjarnt að tengja manninn fyrst og fremst við hefðbundna hægri stefnu eða íhaldssemi . Ekki „sanngjarnt“ en má það samt? er spurn ing sem vaknar við lestur greinar Guð mundar Andra . Hann fer raunar sömu leið og Sørine Gotfredsen, að leita að „rationale“, röksemdafærslu, fyrir ódæð- inu í hugarheimi Breiviks . Hugleiðing Guð mund ar Andra varð kveikja að pistli sem Hjálmar Sveinsson, varaborgarfulltrúi Sam fylk ingarinnar, ritaði á Eyjuna 29 . júlí, undir fyrirsögninni Okkar eigin Ósló, þar sem sagði meðal annars:

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.