Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 35
Þjóðmál HAUST 2011 33
menn sem koma að seinni samþykkt
frumvarps um stjórnarskrárbreytingar . Til
að útskýra stjórnarskrárlöggjafann er eftir-
farandi dæmi stundum notað: Segjum að
sam staða sé um stjórnarskrárfrumvarp og
allir 63 þing mennirnir greiði því atkvæði
sitt . Inn á nýtt þing eru kosnir 30 nýir
þingmenn sem greiða frumvarpinu atkvæði
sitt auk þeirra 33 sem hlutu endurkjör . Það
koma því 93 þingmenn að samþykkt nýrra
stjórnarskrárlaga — auk þeirra landsmanna
sem greiddu frumvarpinu atkvæði sitt sam -
hliða þingkosningum . Stjórnarskrár lög-
gjafinn er því bæði fjölmennur og sterkur .
Allt hjal um ráðgefandi skoðanakannanir
um frumvarpsdrög eru því merkingarlausar,
sér í lagi þegar um það er að ræða að breyta
sjálfri stjórnarskránni . Þessar staðreyndir
verður ríkisstjórnin að sætta sig við .
En hvað ætlar ríkisstjórnin að gera við afurð stjórnlagaráðs? Er samkomulag
milli ríkisstjórnarflokkana um að leggja
drögin óbreytt fram — eða verður krukkað í
plaggið? Leggi ríkisstjórnin frumvarpið fram
nú á haustþingi jafngildir það því að hún
boði til kosninga — því að stjórnarskrár-
frumvarp er síðasta mál starfandi þings sé
það á dagskrá . Sé það samþykkt verður
að boða tafarlaust til kosninga . Eða ætlar
ríkisstjórnin að freista þess að lafa við völd og
geyma frum varpsdrögin til ársins 2013 þegar
næstu þingkosningar eiga að fara fram? Þessu
verður ríkisstjórnin að svara .
Vefþjóðviljinn hvetur til stórátaks gegn skattsvikum . Fyrsta skrefið er að fækka
starfsmönnum við eftirlit hjá skattstjórum
um helming . Að því búnu má lækka
virðisaukaskattinn í 15% án undanþágu .
Tekjuskattur einstaklinga má svo lækka
(ásamt útsvari) í 15% um leið og allar und-
an þágur, frádrættir og þrep leggjast af .
Þarf að útskýra það í löngu máli hvaða
áhrif það hefði á til að mynda þá sem selja alls
kyns þjónustu að leggja 15% virðisaukaskatt
í stað 25,5% ofan á útselda vinnu sína? Og
um leið á viðskiptavini þeirra? Kannski eitt
dæmi um tekjurnar á jaðrinum?
Iðnaðarmaður, sem búinn er að vera
duglegur þennan mánuðinn, sér auðvitað
að ef hann bætir við sig vinnu tekur Stein-
grímur 46,21% af viðbótartekjunum . Hann
þarf einnig að greiða af laununum 8,65%
trygg ingagjald í ríkissjóð .
Þegar hann hefur lokið því ásamt að skila
lágmarks lögboðnum lífeyrisiðgjöldum lítur
dæmið um það bil svona út:
Viðbótartekjur með vsk . 100 .000
Virðisaukaskattur 20 .319
Tryggingagjald 6 .345
Til greiðslu launa og lífeyrissjóðs 73 .337
Lágmarks lífeyrisgreiðsla 8 .800
Stofn til tekjuskatts 64 .537
Tekjuskattur 29 .822
Í vasann 34 .714
Þessu til viðbótar eiga menn svo á hættu að
bætur á borð við barnabætur og vaxtabætur
skerðist við viðbótartekjur . Vaxtabætur
skerðast um 8% af tekjuskattsstofni og
barnabætur um 3 til 9% eftir fjölda barna .
Í óhagstæðasta tilviki getur fjárhæðin, sem
endar í vasa iðnaðarmannsins, skerst um
10 .971 krónu til viðbótar . Þá standa eftir
23 .743 krónur af þessum 100 þúsund
sem hann átti kost á að fá greiddar fyrir
verkið .
76,3% skattur . Njaaa .
„VefÞjóðviljinn“, andriki .is, 7 . ágúst 2011 .
Of háir skattar eru ávísun á skattsvik