Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 37

Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 37
 Þjóðmál HAUST 2011 35 þroti . Jón Ásgeir Jóhannesson hefur sagt að það hafi kostað sig um 50 milljónir króna . Þá þegar fjölgaði mjög auglýsingum frá Baugs-samstæðunni í blaðinu og hafa þær sett mikinn svip á það alla tíð síðan . Lesendakannanir hafa sýnt að Fréttablaðið hefur mesta útbreiðslu íslenskra dagblaða og er því góður auglýsingamiðill . Keppi- nautar Baugsfyrirtækjanna hafa þó aldrei notað blaðið jafnmikið og þau . Hér hafa óneitanlega farið fram mikil viðskipti milli skyldra aðila og er mikilvægt við greiningu á afkomunni að geta fullyrt að viðskiptin séu á eðlilegum grunni . Dreifing á Fréttablaðinu var á vegum sérstaks fyrirtækis, Pósthússins, sem var lengst af í eigu sömu aðila og Fréttablaðið . Fréttir hafa borist af því að Pósthúsið hafi lent í miklum rekstrarerfiðleikum . Fréttablaðið mun vera helsti viðskiptavinur þess . Í lok ágúst 2008 var sagt frá því að dreifingu yrði hætt í hús víðast á landsbyggðinni . Komið yrði upp sérstökum dreifingarkössum inni í hverfunum . Þannig verði dreifingin nær lesendum en verið hefur, að sögn forstjóra fyrirtækisins . Þeim sem hafa fengið blaðið borið heim til sín kann að koma þetta spánskt fyrir sjónir, en aðgerðirnar endurspegla að dreifikerfið hefur verið dýrt, en sá kostnaður hefur kannski ekki komið allur fram hjá blaðinu sjálfu . Prentun var hjá öðru fyrirtæki með tengt eignarhald . Eftir að hafa gefið Fréttablaðið út í nokkur ár voru eigendur svo ánægðir með árangurinn að þeir ákváðu að reyna svipaða hugmynd annars staðar . Sú spurning vaknar hvort þeir hafi miðað við réttar rekstrarforsendur á þeirri stundu . Hröð útrás Ífebrúar 2006 var rætt við Gunnar Smára Egilsson, forstjóra Dagsbrúnar, í norska blaðinu Dagens Næringsliv . Þá segir hann að Dagsbrún, sem þá var eigandi Fréttablaðsins, vilji kaupa fjölmiðlasamsteypuna Orkla Media, sem hafi gott af því að fá nýja eigendur . „Fjármögnunin, átta milljarðar norskra króna, 79 milljarðar íslenskra króna, verður ekkert vandamál fyrir Dagsbrún,“ sagði forstjórinn . Meðal eigna Orkla var Berlingske Tidende . Í sama viðtali talar Gunnar Smári um útvíkkun á Frétta blaðshug myndinni til Skandinavíu og Stóra-Bretlands . I . Bretland Í byrjun mars 2006 var sagt frá því að Dagsbrún hygðist kaupa breska prentfyrirtækið Wyndeham . Þá sagði í frétt frá Dagsbrún: „Samkvæmt tilboðinu er fyrirtækið metið á um 80,6 milljónir punda, 10,3 milljarða króna . . . . Fyrirtækið var skráð í bresku kauphöllina 1991 . Velta Wyndeham var 141,3 milljónir punda fyrir reikningsárið sem lauk 31 . mars 2005, EBITDA var 19,8 milljónir punda og hagnaður fyrir skatta var 5,7 milljónir . Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum námu 3 .3 milljónum á tímabilinu .“ Það vafðist fyrir mönnum á Íslandi að skilja hvers vegna þetta fyrirtæki hefði verið keypt . Því var fleygt að markmiðið væri að ná upp gengi á bréfum í Dagsbrún, en svonefndir EBITDA-margfaldarar væru mun hærri á Íslandi en í Bretlandi . Þetta merkir að þegar EBITDA-áhrifin kæmu fram á Íslandi yrðu til verðmæti við það eitt að fyrirtækið hefðu eignast nýja eig endur . Um sumarið héldu nýir forráðamenn Wyndeham kynningarfund skammt frá London . Þar kom fram að Wyndeham myndi nýtast í útrás í blaðaútgáfunni þó að hún ætti sér ekki endilega stað í sama landi og Wyndeham væri með prentsmiðjur . Fyrirtækið prentaði ekki dagblöð . Í ársreikningi Wyndeham fyrir rekstrar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.