Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 85

Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 85
 Þjóðmál HAUST 2011 83 Ein fyrstu merkin um að flokksmenn Sósíalistaflokksins beygi af fjandskap sínum við fasismann má sjá í blaðagrein sem Halldór Laxness skrifaði hinn 27 . september 1939 sem ber heitið „Áfanginn til Veiksel“ .15 Þar hélt Halldór því fram að vegna griða sáttmálans við Sovétríkin væri hugmynda fræði þýska nasismans liðin undir lok, þar sem baráttan gegn bolsévismanum hafi verið undirstaða hans: Um leið er baráttan gegn fasismanum ekki lengur einkunnarorð, nema með tak mörk uðu innihaldi: broddurinn hefur verið sorfinn af þessu hættulega vopni auð valdsins, víg tenn- urnar dregnar úr þessu villi dýri, sem átti að rífa bols ann á hol . Eftir er gamall spakur seppi, sem enginn bolséviki telur framar ómaksins vert að sparka í svo um munar .16 Ekki var lengur ástæða fyrir sósíalista að berj ast gegn fasismanum, hann var orðinn hættu laus fyrir bolsévismann . Þessi hugsun Hall dórs var í þó nokkru ósamræmi við boð skap þann er Þjóðviljinn hafði boðað þann tæpa mánuð sem ófriður hafði geisað í Evrópu .17 Í kjölfarið á grein Halldórs í septemberlok breyttist tónninn í blaðinu svo um munaði . Þegar franski kommúnistaflokkurinn var bannaður var sagt að fasisminn hefði nú tekið völdin í Frakklandi . Franski forsætis- ráðherrann Daladier, „Hitler franska auð- valds ins“, hafði „engan rétt til að segja að hans stjórn sé að berjast fyrir lýðræði . . . . Hans stjórn er að berjast fyrir fasisma í Frakk landi .“18 Ekki var lengur munur á – „Takmarkalínan milli sovéthersins og þýzka hersins“, Þjóðviljinn 24 . september 1939 . 15 „Áfanginn til Veiksel“, Þjóðviljinn 27 . september 1939 . – Sjá einnig Þór Whitehead: Milli vonar og ótta, bls . 63-64 . 16 „Áfanginn til Veiksel“, Þjóðviljinn 27 . september 1939 . 17 Um þátt Halldórs Kiljans í starfi sósíalista og skoðana- myndun þeirra á þessum tíma stríðsins má lesa betur í fimmta kafla bókar Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, Kiljan (Reykjavík, 2004) . 18 „Hvað táknar bannið“, Þjóðviljinn 29 . september 1939 . auðvaldi Englands og Frakklands og fas ism- anum . Ekki hefur leiðarahöfundur þó verið á alveg sama máli og Laxness því tekið er fram að þjóðir bandamanna fórni lífi sínu af „einlægni . . . í baráttunni gegn harðstjórn Hitlers“ en að þær muni þurfa að „losa sig við Chamberlain og Daladier um leið og þær nú ætla að losa heiminn við Hitler .“19 Dauðadómur sögunnar yfir „auð valdi Þýzkalands, Frakklands, Englands og ann- arra hernaðarlanda“ var ekki langt undan .20 Þessi þróun á sér hliðstæður í öðrum kommúnistaflokkum í Evrópu . Griða- sáttmáli Stalíns og Hitlers hafði reynt á kommúnista alls staðar . Þeir reyndu að mála samninginn sem snjallt bragð af hendi Stalíns til þess að vinna tíma og réttlættu hann þannig . Hins vegar gerðu margir greinarmun á því að styðja sáttmálann og að berjast gegn fasistum . Baráttan gegn fasistum hélt áfram þrátt fyrir griðasáttmálann . Einkum varð þessa viðhorfs vart í þeim löndum sem börðust gegn Hitler, Frakklandi og Bretlandi . Við þetta gátu Sovétmenn ekki sætt sig og sendu fyrirmæli í gegnum þriðja alþjóðasambandið, Komintern, til kommúnistaflokka í allri Evrópu um að breyta stefnu sinni . Fyrirmælin sem báru heitið „stutta tesan“ (e . short thesis) mæltu fyrir um að nú skyldi fordæma stríðið sem „heimsvaldastríð“ sem allir aðilar bæru jafna ábyrgð á . Ekki væri lengur sérstök þörf á að aðgreina fasisma frá kapítalisma . Þessi breyting þýddi það að í raun var öll áhersla lögð á að berjast gegn stríðsrekstri bandamanna gegn fasismanum .21 Þessi fyrirmæli voru gefin út hinn 9 . september 1939, en bárust ekki öllum flokkum á sama tíma . Til Bretlands, svo dæmi sé nefnt, er 19 „Hvað táknar bannið“, Þjóðviljinn 29 . september 1939 . 20 „Stríðið staðfestir dauðadóm sögunnar yfir auðvaldinu“, Þjóðviljinn 31 . október 1939 . 21 McDermott, Kevin, og Jeremy Agnew: The Comintern, bls . 192-194 . – Eley, Geoff: Forging Democracy (Oxford, 2002), bls . 279-280 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.