Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 50
48 Þjóðmál HAUST 2011
bóka verslun til að sjá alls kyns tímarit; ótal
íþrótta blöð og tónlistarblöð, fréttatímarit
og glanstímarit af ýmsu tagi . Þá eru ótalin
öll kynstrin af tímaritum um sérhæfð
efni og áhugamál að ótöldum öllum fag-
tímaritunum . Markaðurinn finnur alltaf þá
hópa, litla sem stóra, sem hafa ekki fengið
þörfum sínum fullnægt, nokkuð sem nokkrir
pólitíkusar eða embættismenn ráðun eyta
geta aldrei leikið eftir . Eða dettur einhverjum
í hug að ríkið eigi að sjá um bóka útgáfu? Eða
tímaritaútgáfu? Að sjálfsögðu ekki .
En hvað um jafnrétti til náms
óháð efnahag?
En af hverju telja þá svo margir að ríkinu sé þá best treystandi til að sjá
um menntun landsmanna? Algengasta svar
sem maður heyrir er jafnrétti til náms . Ekki
megi mismuna fólki eftir efnahag þegar
kemur að menntun . En ekki þarf að hugsa
sig um nema augnablik til að sjá að þetta
svar gengur ekki upp .
Í fyrsta lagi eru ótal svið sem ríkið kemur
hvergi nærri en sjá fólki engu að síður fyrir
vöru og þjónustu sem erfitt er að vera án .
Hvað með allar matvöruverslanirnar? Á
ríkið ekki að reka þær allar svo að tryggt
verði að betur efnaðir borði ekki hollari mat
en hinir? Hvað með fatnað og húsakjól? Á
ríkið ekki líka að eiga allt íbúðarhúsnæði svo
að öruggt sé að enginn búi í vandaðra húsi
en einhver annar? Er ekki alveg ómögulegt
að sumir komist upp með að klæðast
endingargóðum merkjafötum á meðan
aðrir þurfa að gera sér ódýr föt að góðu?
Í öðru lagi hefur það sýnt sig, bæði hér
heima og annars staðar, að efnaminna fólk
leitar ekki síður í einkarekna skóla en vel
stætt fólk . Það einfaldlega forgangsraðar
peningamálum sínum öðruvísi . Ekki
verður séð að nemendur Sumarskólans í
FB séu eitthvað efnaðri en aðrir nemendur .
Nem endur Hraðbrautar eru ekkert frekar
af efna fólki komnir en nemendur annarra
skóla .
Í þriðja og síðasta lagi er það beinlínis
gróf aðför að mannréttindum að hamla
því að einstaklingar fái að borga beint
fyrir meiri eða annars konar þjónustu en
ríkið treystir sér til að bjóða . Hvernig geta
hinir tapað á því? Er ekki bara gott að til
sé samanburður við annars konar skóla?
Reynist þeir á einhvern hátt betri, er þá
ekki líklegt að hinir skólarnir reyni að fylgja
þeim eftir? Þetta gerist á öðrum sviðum,
t .d . var samlæsing í bílum einungis í dýrari
bílum hér á árum áður en varð síðar að
staðalbúnaði fyrir alla bíla örfáum árum
síðar . Hinir betur efnuðu standa nefnilega
undir öllum þróunarkostnaði . Þannig má
líta á hina ríku sem einhvers konar til rauna-
dýr á nýjungar . Þegar nýjungarnar hafa verið
þaulprófaðar af ríka fólkinu geta fyrirtækin
í næstu atrennu framleitt þær á hagstæðara
verði og þannig boðið þorra fólks upp á þær
á viðráðanlegu verði . Þannig græða allir á
endanum . Þetta lögmál gildir alls staðar,
ekkert síður í menntageiranum en á öðrum
sviðum .
Úrval framhaldsskóla
undir einkaframtaki
En hvernig gæti flóra mismunandi fram -haldsskóla litið út ef slakað væri á mið-
stýringu og einkaframtakinu gefin betri
tækifæri en nú tíðkast? Erfitt er að henda
reiður á því, samanber fjölbreytnina í út -
gáfu tímarita og bóka . Ómögulegt hefði
verið að sjá fyrir allar þær tegundir tímarita
og bóka sem komið hafa út í áranna rás .
Engu að síður má gera ráð fyrir að fjöl-
breytnin yrði mun meiri, fleiri nemendur
fynndu skóla og nám við sitt hæfi . Til
dæmis má hugsa sér framhaldsskóla af
eftir farandi tagi: