Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 25

Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 25
 Þjóðmál HAUST 2011 23 þorski, ýsu, ufsa og steinbít .10 Hvað aðrar tegundir varðar er byggt á því að 15 árum liðnum frá gildistöku frumvarpsins hafi 15% af heildarkvóta þessara tegunda, mælt í þorskígildistonnum, verið fært til hinna ýmsu hluta félagslegu pottanna .11 Reiknað er með að komið verði á kvótaþingi þar sem aflaheimildir í leiguhluta verði boðnar upp á grundvelli reglna sem ráðherra setur .12 Í frumvarpinu er að meginstefnu gert ráð fyrir að framsal aflahlutdeilda sé bannað og veðsetning fiskveiðiréttinda, með beinum og óbeinum hætti, í heild eða hluta, verði óheimil .13 Framsal aflamarks verður takmarkað verulega í samanburði við gildandi reglur um efnið .14 Ólíkt því sem nú er leyft verður bannað að framselja afla heim- ildir úr „stóra“ kvótakerfinu“ í „litla“ kerfið . Strangari skilyrði verða sett fyrir því að útgerðarfyrirtæki starfi saman, þ .e . reglum um svokallaða hámarksaflahlutdeild verður breytt á þann veg að stjórnvöld hafi rýmri heimildir til að koma í veg fyrir samþjöppun eignarhalds á aflahlutdeildarskipum, þ .m .t . að aðilar, sem eiga náið samstarf saman, ráði samanlagt yfir aflaheimildum umfram tiltekin mörk .15 Jafnframt er lagt til að reiknigrunni veiði- gjaldsins verði breytt og álagningarstigið hækki eða verði 19% . Nokkuð flóknar og sérstakar reglur eiga svo að gilda um ráðstöfun veiðigjaldsins en 50% teknanna af veiðigjaldinu eiga að renna í ríkissjóð, 30% til tiltekinna sveitarfélaga og 20% til að „efla nýsköpun, rannsóknir og þróun ásamt sameiginlegum markaðsmálum í íslensk- um sjávarútvegi“ .16 Reiknað er með að nýta 10 Sjá 7 .–10 . mgr . 3 . gr . frumvarpsins . 11 Veita á stjórnvöldum opna heimild til að setja nán - ari reglur um efnið, sbr . 6 . mgr . 3 . gr . frumvarps ins . 12 Sjá 13 . mgr . 3 . gr . frumvarpsins . 13 Sjá 7 . og 8 . gr . frumvarpsins . 14 Sjá 19 . gr . frumvarpsins . 15 Sjá 4 . tl . lokamálsgreinar 17 . gr . frumvarpsins . 16 Sjá nánar 28 . gr . frumvarpsins . megi tekjur af veiðigjaldi svo að ríkissjóður, eða eftir atvikum sveitarfélög, geti nýtt sér svokallaðan forleigurétt, þ .e . rétt til að ganga inn í samninga um framsal aflahlutdeilda þannig að hið opinbera eignist þessi verðmæti og geti eftir atvikum selt á uppboði eða ráðstafað með öðrum hætti .17 Athyglisvert er að ef stjórnvöld beita for leiguréttinum eru þau ekki endilega bund in af samningsverði þar sem ráðherra á fyrir upphaf hvers fiskveiðiárs að gefa út við miðunarverð á aflaheimildum . Nýti stjórnvöld forleiguréttinn greiða þau það verð sem lægra er, þ .e . annaðhvort samn- ings verðið eða viðmiðunarverðið . Með þessu verður komið á eins konar opinberri verð stjórn á aflaheimildum . Samantekt — meginstef stóra kvótafrumvarpsins Samandregin eru meginstef stóra kvóta-frumvarpsins eftirfarandi: Tryggja á opinbert eignarhald á fisk-• veiðiauðlindinni og í reynd einnig á fisk veiðiréttindum . Vernda á auðlindina með heildar kvóta-• ákvörðunum en þó geta stjórnvöld gripið til „jafngildra“ verndarráðstafana . Framselja á umtalsvert vald til stjórn -• valda svo að þau geti metið á hverjum tíma hvernig ná eigi tilteknum pólitísk- um markmiðum . Samningar við núverandi handhafa afla-• heimilda verða til 15 ára með mögulegri framlengingu til 8 ára en eigi að síður á að halda áfram að færa aflaheimildir frá einum útgerðarflokki til þess næsta . Að tilteknum tíma liðnum verða afla-• heimildir í hinum félagslegu kvóta pott- um nokkuð hátt hlutfall af heildar kvóta allra tegunda . 17 Sjá ákvæði VI til bráðabirgða .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.