Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 47
Þjóðmál HAUST 2011 45
sig í verkfræði í háskóla hvort sem hann
fer í MA eða VMA, að því gefnu að hann
hafi tekið nokkurn veginn jafnmikið af
áföngum í stærðfræði og raungreinum í
sínum framhaldsskóla sinna .
Í öðru lagi er ekki nóg að hugsanlega
sé til staðar fjölbreytni hvað efnistök eða
kröfur námsins varðar . Aðalatriðið varðandi
fjölbreytni er sjálft námsframboðið og
námskipulagið svo og ólíkar leiðir í
kennsluháttum . Augljóst er að námsframboð
og skipulag náms í framhaldsskólum er
keimlíkt enda miðstýrt af hinu opinbera .
Sömu sögu er að segja um kennsluhætti og
áherslur . Spurningin á ekki að snúast um
hvaða skóli sé bestur heldur hvaða skóli
sé bestur fyrir hverja . Til samanburðar er
hæpið að tala um bestu líkamsræktarstöðina
í Reykjavík því skoðanir fólks á því hvaða
líkamsrækt hentar fer eftir hverjum og
einum . Framhaldsskólar hér á landi búa
við of mikla miðstýringu sem hefur leitt
til einsleitni . Spurningin er því sú hvernig
aukinni fjölbreytni í þessu samhengi er best
við komið .
En er þetta bara
ekki í lagi eins og er?
Vitaskuld er margt vel gert í hinum ríkisreknu framhaldsskólum og næsta
víst að fjölmargir nemendur hafa lítinn
áhuga á miklum breytingum . Því fer hins
vegar fjarri að það eigi við alla . Til glöggv-
unar á því skulum við láta nægja að líta á
þrjár staðreyndir:
Um 40% nemenda eru skilgreindir sem •
viðvarandi brottfallsnemendur
Meðalnámstími til stúdentsprófs er 5,5 •
ár
Nemendum af erlendu bergi brotnum •
gengur illa
Séu þessar staðreyndir skoðaðar í samhengi
má ætla að í mesta lagi helmingur ungs
fólks finni sig í íslenskum framhalds skól-
um . Kallast það glæsilegur árangur? Þótt
óvenju lítið hafi farið fyrir þessari dapurlegu
staðreynd vita yfirvöld menntamála sem og
fjölmargir stjórnmálamenn af henni en hafa
ekki enn fundið ráð hvað gera skuli . Hvers
vegna? Ég tel a .m .k . þrjár skýringar liggi þar
að baki .
Í fyrsta lagi er það þannig að þeir sem
ráða mestu um mótun menntakerfisins eru
upp til hópa fólk sem sjálfu gekk ágætlega í
skóla og það skortir því innsýn og skilning á
því hvers vegna stórum hópi nemenda líður
illa í skóla .
Í öðru lagi er viðbúið að fólk, sem farið
hefur halloka í skólakerfinu, sé oft fólk sem
skortir sjálfsöryggi til að hafa sig í frammi
á opinberum vettvangi auk þess sem það er
ekki freistandi að mæta fordómum vegna
slæms gengis í skóla á árum áður . Því verða
sjónarmið þessa þó fjölmenna hóps illa út
undan .
Í þriðja lagi er ljóst að í kerfi, þar sem
ríkið hefur nokkurs konar einokun á mennt-
un, er nánast ógjörningur fyrir aðila á frjáls-
um markaði að stofna framhaldsskóla til
að koma til móts við óánægða nemendur,
því ekki er nóg með að slíkur skóli þurfi að
inn heimta sérstök skólagjöld til að standa
undir rekstri heldur þarf viðkomandi skóli
líka að uppfylla ótal skilyrði, sem ríkið setur .
Þannig eru verulegar skorður settar varð-
andi námsframboð því einkaskólar verða að
kenna eftir almennri námskrá mennta mála-
ráðu neytisins eins og ríkisskól arnir . Með
öðrum orðum, lítið svigrúm er til nýjunga í
náms framboði og efnistökum . Þannig verða
allir að ljúka umtalsvert stórum kjarna í
tilteknum námsgreinum, t .d . heilum fimm
áföngum í íslensku auk þess sem bundið
val í formi kjarnagreina innan námsbrauta
er á margan hátt hamlandi fyrir nemendur .