Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 19

Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 19
 Þjóðmál HAUST 2011 17 eldsneyti myndi auka skatttekjur ríkissjóðs . Nú sem fyrr er forsætisráðherrann Jóhanna í hrópandi mótsögn við stjórnarand stöðu- þingmanninn Jóhönnu . Brot á jafnréttislögum Hroki og vankunnátta hæstvirtra for-sætisráðherra og dómsmálaráðherra á jafnréttislögum er hrópandi,“ sagði stjórn- ar andstöðuþingmaðurinn Jóhanna Sig urð- ardóttir á Alþingi í apríl 2004 er rætt var um álit kærunefndar jafnréttismála um skipan hæsta réttardómara . Þannig var mál með vexti að kærunefnd jafnréttismála taldi þáverandi dóms málaráðherra, Björn Bjarnason, hafa farið á svig við jafnréttislög með skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar í embætti hæsta- réttardómara og honum bæri að rétta hlut Hjördísar Hákonardóttur, umsækjanda um embættið . Jóhanna Sigurðardóttir fór fremst í flokki stjórnarandstöðunnar og sagði að hjá öðrum lýðræðisþjóðum hefði ráð herra, sem bryti svo gróflega lög og reglur, verið látinn fjúka . Sagði hún að hér [væri] allt leyfilegt hjá ráðherrum og þeir komast upp með allt . Ef ráðherrar eru ósáttir við lög eiga lögin bara að víkja en ekki þeir að þeirra mati . Hæst virtum ráðherra hefur verið tíðrætt um að verið sé að binda hendur hans sem veitingarvaldshafa, en hann lifir í þeim gamla tíma að hann hafi ótak markað svigrúm til að velja á milli um- sækjenda að eigin geðþótta . Hæstvirtur ráð herra lítur gersamlega framhjá því að svig rúm hans takmarkast við ákvæði jafn- rétt is laga, jafnréttisákvæði stjórnarskrár og stjórn sýslulaga og þá grundvallarreglu í stjórn sýslurétti að velja þann sem hæf astur er á grund velli málefnalegra sjónar miða sem dóms venjur byggja á . Að lokum bætti hún því við að viðhorf dóms málaráðherra til jafnréttislaga væru áfall fyrir jafnréttisbaráttuna og lítilsvirðing við þjóð sem kenndi sig við jafnrétti og mannréttindi . Þann 20 . mars 2010 auglýsti for sætis- ráðuneytið embætti skrifstofustjóra á skrif- stofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar laust til umsóknar . Alls sótti 41 um stöðuna og var 21 umsækjandi fenginn í fyrra viðtal og loks fimm í það síðara . Fór það svo að Arnar Þór Másson var skipaður í embættið . Einn hinna fimm umsækjenda sem komu í síðara viðtalið, Anna Kristín Ólafsdóttir, kærði ráðninguna og komst kærunefnd jafnréttismála að þeirri niðurstöðu að Jó- hanna hefði brotið jafnréttislög, eða eins og segir í úrskurði kærunefndar: Kærunefnd jafnréttismála taldi að for- sætis ráðuneytið hefði ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hefðu legið til grundvallar því að gengið var framhjá kæranda við skipun í embætti skrifstofustjóra . Taldist því ráðu neytið hafa brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við skipun í embætti skrif stofu stjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og sam félags- þróunar í ráðuneytinu . Jóhanna ákvað að segja ekki af sér og reyndi að leiðrétta misræmið hjá sjálfri sér með því að segja að faglega hafi verið staðið að ráðningunni og að samanburðurinn við atvikið árið 2003 væri villandi og alls ekki réttlætanlegur . Í þessu máli, eins og mörgum öðrum, er tvískinnungur forsætisráðherra algjör og trúverðugleiki enginn . Björn Bjarnason fór að áliti kæru nefnd - arinnar og samdi við Hjördísi Há kon- ardóttur . Jóhanna Sigurðardóttir náði hins vegar ekki samkomulagi við Önnu Krist ínu Ólafsdóttur og stefnir í málaferli á grund- velli álits kærunefndarinnar .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.