Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 32

Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 32
30 Þjóðmál HAUST 2011 að gjöf, því „þannig yrði teningunum kastað á nýtt“ . Stjórnandi þáttarins gat ekki dulið ánægju sína yfir tillögunni . Ætli þeir sem leigi íbúð, bifreið eða limgerðisklippur sjái sér svipaðan leik á borði? Ekki skiptir þá máli að úthlutun kvótans hafi verið byggð á veiðireynslu útgerðarmanna fyrir tæplega þrjátíu árum . Útgerðirnar hafi því í raun ekki fengið neitt gefins á sínum tíma . Eða sú staðreynd að langflestir núverandi útgerðarmanna hafi ekki fengið kvóta úthlutað heldur beinlínis keypt hann eins og önnur aðföng sem nauðsynleg eru til fiskveiða — og jafnvel tekið lán fyrir kaupunum . Helsta ástæðan fyrir því að rétturinn er yfirleitt einhvers virði er sú að nýting fiskimiðanna hefur nú um langt skeið ráðist af langtímaarðsemissjónarmiðum skipulagðrar útgerðar . En rökin ná ekki í gegn . Öfundin er svo útbreidd og löngun þingmanna til að endurútdeila auðlind- inni eftir eigin geðþótta svo sterk . Hin nístingskalda norðanátt er ekki ein skorðuð við eignaupptöku kvóta í sjávar útvegi . Þingmaður hefur lagt til að tekinn verði upp annar gjaldmiðill . Hug- myndin hljómar prýðilega þar til smáa letrið er lesið því þar kemur fram að tillagan er í grunninn einungis illa dul- búin eignaupptaka . Hin nýja mynt á einnig að vera útgefin af Seðlabanka Íslands en það sem mestu máli skiptir er að eftir því sem upphæðin, sem skipta á, er hærri á skiptigengið að verða verra . Rétt er að halda til haga að nýjasta dæmi um slíka brellu stjórnvalda var í Norður-Kóreu fyrir tveimur árum . Frægt er orðið þegar fjármálaráðherra sagðist vilja forræði hins opinbera yfir orkuframleiðendanum HS Orku og útilokaði ekki almenna lagasetningu eða eignarnám til að koma félaginu úr eigu erlends fyrirtækis . Hvaða áhrif skyldu nú slíkar yfirlýsingar hafa á áhuga og ávöxtunarkröfu erlendra fjárfesta til fjárfestinga hér á landi? Stórtækasta afbrigði þessarar slæmu tísku er svo skattheimtan sem fyrir löngu er komin út fyrir öll velsæmismörk og nú er til að mynda búið að taka upp háan eignarskatt í anda úreltrar hugmyndafræði sósíalismans . Orðræðan, sem notuð er til að afla hug myndunum fylgis, er útsmogin enda stæðu flestar tillögurnar í almenningi ef þær væru kallaðar sínu rétta nafni . Nú- verandi ráðamenn þjóðarinnar þekkja hvaða tilfinningar Íslendingar bera til orðsins eignarskattur og því kusu þeir að kalla píninguna nýju „auðlegðarskattur“ . Býsna klókt — enda hvarflar að fæstum að þeim takist nokkurn tíma að leggja fyrir heila auðlegð . Með sama hætti eru svo hugmyndir um eignarnám ríkisins á kvót- anum kallaðar hljómfegurri hugtökum eins og „þjóðnýting“ og jafnvel hinu sauð mein- lausa orði „innköllun“ . A llar eiga þessar aðgerðir það sameigin-legt að tilgangurinn með þeim er að ná fram eignatilfærslu sem svalar brenglaðri réttlætiskennd hugmyndasmiðanna og andúð þeirra á þeim sem lagt hafa til hliðar og/eða byggt upp atvinnurekstur . Ef draga á einhvern lærdóm af reynslu ríkja Austur- Evrópu, Sovétríkjanna og fjölmargra landa Suður-Ameríku og Suðaustur-Asíu á síð ustu öld er hann sá að eignaupptaka, ríkis eign framleiðslutækja og miðstýring er örugg asta leiðin til fátæktar og volæðis . Spyrnum nú við fótum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.