Þjóðmál - 01.09.2011, Page 32

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 32
30 Þjóðmál HAUST 2011 að gjöf, því „þannig yrði teningunum kastað á nýtt“ . Stjórnandi þáttarins gat ekki dulið ánægju sína yfir tillögunni . Ætli þeir sem leigi íbúð, bifreið eða limgerðisklippur sjái sér svipaðan leik á borði? Ekki skiptir þá máli að úthlutun kvótans hafi verið byggð á veiðireynslu útgerðarmanna fyrir tæplega þrjátíu árum . Útgerðirnar hafi því í raun ekki fengið neitt gefins á sínum tíma . Eða sú staðreynd að langflestir núverandi útgerðarmanna hafi ekki fengið kvóta úthlutað heldur beinlínis keypt hann eins og önnur aðföng sem nauðsynleg eru til fiskveiða — og jafnvel tekið lán fyrir kaupunum . Helsta ástæðan fyrir því að rétturinn er yfirleitt einhvers virði er sú að nýting fiskimiðanna hefur nú um langt skeið ráðist af langtímaarðsemissjónarmiðum skipulagðrar útgerðar . En rökin ná ekki í gegn . Öfundin er svo útbreidd og löngun þingmanna til að endurútdeila auðlind- inni eftir eigin geðþótta svo sterk . Hin nístingskalda norðanátt er ekki ein skorðuð við eignaupptöku kvóta í sjávar útvegi . Þingmaður hefur lagt til að tekinn verði upp annar gjaldmiðill . Hug- myndin hljómar prýðilega þar til smáa letrið er lesið því þar kemur fram að tillagan er í grunninn einungis illa dul- búin eignaupptaka . Hin nýja mynt á einnig að vera útgefin af Seðlabanka Íslands en það sem mestu máli skiptir er að eftir því sem upphæðin, sem skipta á, er hærri á skiptigengið að verða verra . Rétt er að halda til haga að nýjasta dæmi um slíka brellu stjórnvalda var í Norður-Kóreu fyrir tveimur árum . Frægt er orðið þegar fjármálaráðherra sagðist vilja forræði hins opinbera yfir orkuframleiðendanum HS Orku og útilokaði ekki almenna lagasetningu eða eignarnám til að koma félaginu úr eigu erlends fyrirtækis . Hvaða áhrif skyldu nú slíkar yfirlýsingar hafa á áhuga og ávöxtunarkröfu erlendra fjárfesta til fjárfestinga hér á landi? Stórtækasta afbrigði þessarar slæmu tísku er svo skattheimtan sem fyrir löngu er komin út fyrir öll velsæmismörk og nú er til að mynda búið að taka upp háan eignarskatt í anda úreltrar hugmyndafræði sósíalismans . Orðræðan, sem notuð er til að afla hug myndunum fylgis, er útsmogin enda stæðu flestar tillögurnar í almenningi ef þær væru kallaðar sínu rétta nafni . Nú- verandi ráðamenn þjóðarinnar þekkja hvaða tilfinningar Íslendingar bera til orðsins eignarskattur og því kusu þeir að kalla píninguna nýju „auðlegðarskattur“ . Býsna klókt — enda hvarflar að fæstum að þeim takist nokkurn tíma að leggja fyrir heila auðlegð . Með sama hætti eru svo hugmyndir um eignarnám ríkisins á kvót- anum kallaðar hljómfegurri hugtökum eins og „þjóðnýting“ og jafnvel hinu sauð mein- lausa orði „innköllun“ . A llar eiga þessar aðgerðir það sameigin-legt að tilgangurinn með þeim er að ná fram eignatilfærslu sem svalar brenglaðri réttlætiskennd hugmyndasmiðanna og andúð þeirra á þeim sem lagt hafa til hliðar og/eða byggt upp atvinnurekstur . Ef draga á einhvern lærdóm af reynslu ríkja Austur- Evrópu, Sovétríkjanna og fjölmargra landa Suður-Ameríku og Suðaustur-Asíu á síð ustu öld er hann sá að eignaupptaka, ríkis eign framleiðslutækja og miðstýring er örugg asta leiðin til fátæktar og volæðis . Spyrnum nú við fótum!

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.