Þjóðmál - 01.09.2011, Side 5

Þjóðmál - 01.09.2011, Side 5
Ritstjóraspjall Haust 2011 _____________ Þjóðmál HAUST 2010 3 The proof of the pudding is in the eating, segir enskt máltæki . Jóhanna og Stein- grímur J . geta talað þindarlaust um „árang- ur“ stjórnarstefnu sinnar og skreytt mál sitt með endalausum talnafróðleik — en allur lands lýður finnur það daglega á eigin skinni að stjór n arstefnan hefur gersamlega mislukk ast . Þegar almenningur leggur illa þefjandi grautinn sér til munns finnur hann glöggt að hann er bæði illa soðinn og úldinn — og þá tjóar lítt að segja að uppskriftin sé hreint afbragð . Því hefur verið haldið fram á þessum síð- um að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardótt ur og Steingríms J . Sigfússonar sé versta ríkis- stjórn sem landsmenn hafa þurft að þola og hafi þær þó margar verið slæmar . Þrjár fyrri ríkisstjórnir keppa við getu- lausu vinstristjórnina um nafnbótina versta ríkis stjórn Íslandssögunnar . Það eru hafta- stjórn Hermanns Jónassonar á fjórða ára - tugn um 1934–1938 (sam stjórn Fram sókn- ar- og Al þýðu flokks), vinstri stjórn Her- manns Jónassonar 1956–1958 (samstjórn Fram sóknarflokks, Alþýðu flokks og Alþýðu - bandalags) og ríkisstjórn Gunn ars Thor- oddsens 1980–1983 (samstjórn Al þýðu- banda lags, Framsóknarflokks og nokk urra þingmanna Sjálfstæðisflokksins) . Allar þessar ríkisstjórnir sigldu efnahagslífi lands- ins hressi lega í strand . Árin 1938–1939 blasti nán ast við þjóðargjaldþrot þegar haftastjórn Her manns fór loks frá völdum . Árið 1958, þegar vinstri stjórn Hermanns hrökklaðist frá, stóð þjóðin bókstaflega á bjarg brúninni, að sögn efnahagsráðgjafa rík is stjórnarinnar . Ríkis stjórn Gunn ars Thor odd sens afrekaði sem kunnugt er að koma verðbólgunni yfir 100% . Almennt einkenndi þessar ríkisstjórn- ir allar, rétt eins og stjórn Steingríms J . og Jó hönnu: úrræða- og getu leysi, sífelldar skatta hækkanir, endalaust rifrildi á stjórn- arheimilinu, rangsleitni og misbeiting valds, lam andi doði í atvinnulífinu og lakari kjör almennings . Sumir kunna að spyrja: En hvað með Stefaníu (1947–1949), sam stjórn Alþýðu- flokks, Sjálf stæðisflokks og Fram sóknar- flokks, sem setti Fjárhagsráð á fót? Sú ríkis- stjórn vann vissulega mikinn skaða í efna- hagslífi landsmanna með því að fella ekki gengi krónunnar og laga það að raungengi heldur framkvæma eins konar dulbúnar gengisfellingar með gríðarumfangsmiklum fjár festingarhöftum og skömmtunarkerfi . Þótt Fjárhagsráð verði lengi í minnum haft er Stefaníu þó fyrst og fremst minnst fyrir hina merku utanríkisstefnu sína, en hún leiddi þjóðina á örlagaríkum tímum í fang annarra vest rænna lýðræðisríkja með inngöngunni í Atlants hafsbandalagið . Erfitt er að bera saman ríkisstjórnir á ólíkum tímaskeiðum . Það gerir þó lík lega útslagið um að ríkisstjórn Jóhönnu og Stein- gríms J . telst sú versta í sögunni, hversu illa mönnuð sú ríkisstjórn er . Það er kannski tímanna tákn en trúlega hefur aldrei setið

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.