Þjóðmál - 01.09.2011, Side 68

Þjóðmál - 01.09.2011, Side 68
66 Þjóðmál HAUST 2011 hafi engan veginn . Við þessa þróun mála mun þeim vaxa ásmegin innan ESB, sem vilja EES-samninginn um evrópska efna- hagssvæðið feigan . Líklegt er, að árið 2015 verði endurskoðun hans í deiglunni . Framkvæmdastjórn ESB mun árið 2015 telja sambandið við smáríkið með stóru lögsöguna í norðri mikilvægt af þremur ástæðum: Ísland mun þá flytja meira út af sjávar-1 . afurðum til Evrópu en nú, e .t .v . 20% meira, og mun þá hafa styrkt markaðsstöðu sína vegna aukinnar fiskigengdar og hagstæðrar gengisskráningar fyrir útflutn- ingsatvinnuvegi landsins miðað við t .d . Noreg, sem er með hátt skráða krónu vegna olíu-og gastekna . Til Evrópu verða flutt út um 80% af verðmæti sjávarafurða og 20% til vesturheims og Asíu . Álútflutningur frá Íslandi verður enn 2 . meiri árið 2015 en nú eða um ein milljón tonn, sem er einnig um 20% aukning m .v . 2011, og fer vaxandi . Allt fer til Evrópu, sem er hrjáð af orkuskorti og framleiðir þess vegna aðeins lítilræði af áli, en býr við þróaðan úrvinnsluiðnað áls . Ísland er og verður strandríki með lög sögu 3 . að Norður-Íshafi . Þjóðir Norð ur skauts- ráðsins, þar sem Ísland er aðili, munu eigi síðar en árið 2015 gera með sér frum- samning um rann sóknir á auðlindum á og undir hafsbotni Íshafsins . Norðmenn hafa lokið frumrannsóknum sínum á Jan Mayen-hafsbotni, og olíu- og gasvinnsla mun hefjast þar á árabilinu 2016–2020 . Ísland mun hafa af þeirri vinnslu nokkrar tekjur samkvæmt gildandi samningi við Norðmenn um sameiginlega hagnýtingu auðlinda á Jan Mayen-svæðinu . Útboð um tilraunaboranir mun þegar hafa farið fram af Íslands hálfu árið 2015, og samningar verða gerðir við olíufélög um rannsóknir og vinnslu á árinu 2015 . Borgaraleg ríkisstjórn tók upp skelegga stefnu í þessum málum sem mörgum öðrum, öfugt við vingulshátt vinstri stjórnarinnar, forvera síns, og umræður standa yfir á Íslandi um það árið 2015, hvort reisa eigi olíuhreinsistöð á Norð- austurlandi eða að flytja jarðolíuna með skipum beint til Evrópu eða vestur um haf til vinnslu . ESB hefur mikinn áhuga á að fjölga eldsneytisaðdráttum sínum og verða í minni mæli háð Rússlandi og Kákasus-löndum um aðdrætti en áður og hefur þess vegna reynt að koma ár sinni fyrir borð á Íslandi . Stofnað hefur verið undirbúningsfélag Bandaríkjanna og Íslands um mikla upp- byggingu hérlendis á sviði eldsneytis vinnslu og stórskipaflutninga um norður svæðin . Íslendingar eru í lykilstöðu í hagsmuna stríði stórveldanna á ný og sjá fram á að njóta góðs af miklum erlendum fjárfestingum, en stjórna atburðarásinni þó sjálfir, því að þeir eru ekki mýs undir fjalakettinum í Brüssel . Utanríkisþjónusta Íslands hefur verið end ur skipulögð og hlutverk hennar skil- greint þannig, að hún eigi að stuðla að öryggi landsins innan vébanda NATO og að styðja viðskiptahagsmuni Íslendinga hvar sem er í heiminum . Sendiráðum hefur í kjölfarið verið fækkað og starfsemin efld á lykilstöðum, s .s . í Brüssel, Berlín, Washington, Moskvu og í Beijing . Sjávarútvegsmál R íkisstjórnarflokkar hinnar norrænu velferðarstjórnar guldu afhroð í alþingiskosningum, sem fram fóru árið 2012, m .a . vegna asnasparka sinna í sjávar útveginn, sem sýnt var fram á, að mundu skemma stöðu hans á erlendum mörkuðum, veikja sjávarbyggðir, draga úr

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.