Morgunblaðið - 24.09.2015, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Mikil aukning er í veltu nokkurra
stórra atvinnugreina milla ára og er
vöxturinn allt að tæplega 30%.
Þetta má lesa úr nýjum tölum
Hagstofu Íslands yfir virðis-
aukaskattsskylda veltu á fyrri hluta
ársins. Veltan er gefin upp á tveggja
mánaða fresti og hafa tölur fyrir
maí og júní á þessu ári verið birtar.
Eins og taflan hér fyrir ofan sýnir
er vöxturinn mestur í byggingu hús-
næðis og þróun byggingarverkefna,
eða rúmlega 27% frá fyrri hluta árs
2014 til sama tímabils á þessu ári.
Undir þennan lið heyrir bygging
íbúðar- og atvinnuhúsnæðis.
Ein framkvæmd hækkar töluna
Stefán Sigurðsson, sérfræðingur
hjá Hagstofunni, sagði það hafa
áhrif á þessar tölur að þýskt fyrir-
tæki hefði skilað inn virðisauka-
skattsskyldri veltu af stóru verkefni
á Íslandi. Hann kvaðst vera bundinn
trúnaði um málið að öðru leyti.
Mannvirkjagerðin vex mun hæg-
ar en bygging húsnæðis, eða um
5,1%. Undir þann lið heyrir m.a.
vegagerð, brúarsmíði, jarðganga-
gerð, vinna við fráveitukerfi, bygg-
ing íþróttamannavirkja og flugvell-
ir.
Liðurinn sérhæfð byggingar-
starfsemi jókst um 10,2% milli ára
en hann er ekki á töflunni hér fyrir
ofan. Vinna við gerð grunna, burð-
arvirki og steypuvinna er meðal
annars í þeim atvinnugreinaflokki.
Heildverslun og smásöluverslun
eru í ágætum vexti en veltan eykst
um 4,2% og 4,7%. Til samanburðar
áætlar Hagstofan að hagvöxtur á
fyrri hluta ársins hafi verið 5,2%.
Loks hefur velta gististaða aukist
um 21,8% á fyrri hluta árs frá sama
tímabili í fyrra og velta veitingasölu
og veitingaþjónustu jókst um 13,4%.
Báðar greinarnar eru að verða stór-
ar atvinnugreinar á Íslandi.
Velta níu atvinnugreina á fyrstu sex mánuðum áranna 2008 til 2015
Á verðlagi hvers tíma í milljónum króna*
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015
Breyting
frá 2010
Breyting
frá 2014
Framleiðsla á
drykkjarvörum 9.635 12.259 13.498 14.128 15.018 15.101 15.820 16.502 22,3% 4,3%
Bygging húsnæðis;
þróun byggingarverkefna 56.598 31.600 25.990 24.733 24.939 27.389 32.855 41.782 60,8% 27,2%
Mannvirkjagerð 18.791 7.178 5.908 2.600 2.955 4.223 5.760 6.055 2,5% 5,1%
Heildverslun, að
undanskildum
vélknúnum ökutækjum
242.147 245.506 303.536 278.219 316.958 323.044 316.947 330.113 8,8% 4,2%
Smásöluverslun,
að undanskildum
vélknúnum ökutækjum
138.636 134.747 139.939 142.010 155.257 163.205 172.650 180.834 29,2% 4,7%
Rekstur gististaða 7.385 8.069 8.630 10.191 12.321 15.341 18.311 22.310 158,5% 21,8%
Veitingasala
og þjónusta 18.488 17.986 19.226 20.861 23.129 26.368 29.666 33.647 75,0% 13,4%
Fasteignaviðskipti 20.162 21.337 21.329 22.401 24.444 26.777 29.296 32.127 50,6% 9,7%
Sérhæfð
byggingarstarfsemi 45.366 27.870 23.265 22.745 22.600 27.327 30.601 33.736 45,0% 10,2%
Heimild: Hagstofa Íslands.*Upphæðirnar hafa ekki verið núvirtar.
Tugprósenta vöxtur í
stórum atvinnugreinum
Veltan af byggingu húsnæðis eykst um 27% milli ára
Gunnar Þór Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri sölu- og markaðs-
sviðs hjá BM Vallá, segir sölu á
steypu nú um það bil 20% undir
meðaltalinu á árunum 1990 til
2000, miðað við rúmmetra.
Það sé því langur vegur frá því
að þensluástand sé að skapast á
byggingarmarkaði. Eftirspurnin
eftir steypu sé til dæmis miklu
minni en á árunum fyrir hrunið,
þegar erfitt var að mæta eftir-
spurn. Slíkt þensluskeið sé ekki
ákjósanlegt. Má geta þess að íbúa-
fjöldinn var 253.785 á nýársdag
1990, 279.049 í ársbyrjun 2000 og
329.100 í byrjun þessa árs. Sala
steypu á mann er því nú mun
minni en á tíunda áratugnum.
Samt sem áður telur Gunnar Þór
að vísbendingar séu um bólu-
myndun í íbúðarhúsnæði á af-
mörkuðum svæðum á höfuðborg-
arsvæðinu, einkum í miðborg
Reykjavíkur. Söluverðið sé enda
orðið langt yfir framleiðslukostn-
aði. Á hinn bóginn reynist það
verktökum áskorun að selja nýjar
íbúðir í úthverfum á verði sem
stendur undir fjárfestingunni.
„Áður fyrr voru íbúðir á Íslandi
iðulega keyptar beint af verktök-
um. Nú eru komnir milliliðir á
markaðinn sem vilja ávöxtun af
sinni fjárfestingu. Þetta getur
stuðlað að hærra verði,“ segir
Gunnar Þór um þessi áhrif.
Hann segir aðspurður að enn sé
nokkuð í land með að bygging
íbúðarhúsnæðis nái sögulegu
meðaltali. Hann segir skort á
vinnuafli halda aftur af vexti bygg-
ingargreinarinnar um þessar
mundir. Það sé víða yfirbókað.
Vísbendingar um bólumyndun
GREINING FRAMKVÆMDASTJÓRA HJÁ BM VALLÁ
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Ástæða þess að ný tegund lyfja við
lifrarbólgu C var boðin út í hrað-
útboði fyrir nokkrum dögum er að til
stendur að gefa þau þeim 30 lifrar-
bólgusjúklingum sem verst eru
staddir, að mati lækna. Þetta segir
Kristján Þór Júlíusson heilbrigð-
isráðherra. Tillaga hans, um sam-
starf Norðurlandanna á sviði lyfja-
mála, er nú til skoðunar á vettvangi
norrænna heilbrigðismála.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær leita Ríkiskaup nú til-
boða í sex ný lyf til meðferðar á lang-
vinnri lifrarbólgu C. Í útboðs-
lýsingunni segir m.a. að samkvæmt
tilmælum Landlæknis og Sóttvarn-
arlæknis hafi Landspítala verið fyr-
irskipað að hefja nú þegar eða eins
fljótt og kostur er meðferð með
nýrri kynslóð lyfja við langvinnri
lifrarbólgu C á Íslandi og sé því farin
sú leið að bjóða lyfin út í hraðútboði
sem lýkur í byrjun næstu viku.
Ástæðan fyrir því að þessi lyf hafa
ekki verið gefin sjúklingum hér á
landi er að hver meðferð með þeim
kostar um 10 milljónir króna og ekki
hefur verið svigrúm til þess í fjár-
lögum.
Huga þarf að fleirum
Velferðarráðuneytið og Landspít-
ali vinna nú að sameiginlegri lausn
sem á að tryggja greiðari aðgang að
lyfjunum. Krist-
ján Þór segir að
huga þurfi að
þörfum og lyfja-
gjöf fleiri lifr-
arbólgusjúklinga
en þeirra 30 sem
brátt muni fá lyf-
in. „Samkvæmt
þeim upplýs-
ingum sem ég hef
fengið eru um
1.000 Íslendingar smitaðir af lifr-
arbólgu C,“ segir Kristján Þór. Er
verið að tala um að þeir fái allir þessi
lyf fyrir 10 milljónir hver? „Það er of
snemmt að segja um, á þessari
stundu, hvort það verði að veru-
leika.“
Norðurlandasamstarf
Í gær fór fram sérstök umræða á
Alþingi um rétt til lyfjameðferðar í
heilbrigðisþjónustu. Málshefjandi
var Katrín Júlíusdóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar. Katrín sagði
stefnu ríkisstjórnarinnar í lyfja-
málum umdeilanlega og að hún
leiddi til aukins kostnaðar á öðrum
sviðum.
Kristján Þór var til andsvara og
sagði m.a. að hann hefði lagt form-
lega til samstarf Norðurlandanna
vegna innkaupa, útboða og greiðslu-
þátttöku nýrra og dýrra lyfja. Hann
sagði að sú tillaga væri nú til skoð-
unar hjá heilbrigðisyfirvöldum á
hinum Norðurlöndunum.
Vinna að sam-
eiginlegri lausn
30 fá brátt ný lyf við lifrarbólgu C
Kristján Þór
Júlíusson
Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst
á fundi borgarráðs í dag óska eftir
öllum gögnum tengdum undirbún-
ingi innkaupabanns borgarinnar á
vörur frá Ísrael. Hann telur ljóst að
undirbúningsferlinu hafi verið veru-
lega ábótavant og hyggst senda um-
boðsmanni Alþingis erindi um málið
í kjölfarið. „Þetta mál hefur ekki
hlotið þá meðferð sem mál af þessu
tagi eiga að fá. Auk þess hafa marg-
ir lögfræðingar bent á að innkaupa-
bannið sé ekki í samræmi við lög um
opinber innkaup og ýmsa milliríkja-
samninga sem Ísland er aðili að.
Það verður líka að fara yfir þann
þátt málsins,“ segir Júlíus.
Hann segir með ólíkindum að
málið hafi verið í meðferð innan
meirihlutans í borgarstjórn og hjá
innkaupadeild borgarinnar í um ár,
eins og Björk Vilhelmsdóttir hélt
fram í viðtali á
Hringbrautinni,
án þess að aðrir
en pólitískir
fulltrúar meiri-
hlutans hafi vitað
af því.
Júlíus Vífill
segir þá van-
kanta málsins
sem hann telur
helst varða um-
boðsmann Alþingis vera lögmæti
þess að bera fram tillögu af þessu
tagi, sérstaklega án þess að það
liggi fyrir álit borgarlögmanns og
innkaupadeildar um áhrif tillögunn-
ar. Þá hafi skort samráð við m.a. ut-
anríkisráðuneytið um það hvaða
áhrif slík tillaga hefði á hagsmuni
landsins. Júlíus Vífill telur fullt til-
efni til þess að umboðsmaður taki
upp málið að eigin frumkvæði.
Innkaupabann fari
til umboðsmanns
Júlíus Vífill
Ingvarsson