Morgunblaðið - 24.09.2015, Síða 64

Morgunblaðið - 24.09.2015, Síða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 60 cm x 3,6 lm, ber 10 kg Verð kr. 5.360 80 cm x 6,7 lm, ber 20 kg Verð kr. 9.650 2 stærðir Þurrkgrindur Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6 Innan- og utandyra Stofnað 1919 Bergljót Friðriksdóttir beggo@mbl.is „Það er alltaf gaman að gera vel við sig í mat og njóta hans með öðrum. Viðskiptavinir geta komið til okkar og fengið allt sem þarf; forréttinn, aðalréttinn, meðlætið og desertinn, tekið með heim og slegið upp veislu, án nokkurrar fyrirhafnar,“ segir Jón Örn Stef- ánsson, matreiðslumeistari og eig- andi sælkeraverslunarinnar Kjöt- kompanís í Hafnarfirði, og bætir við að þar sé höfuðáhersla lögð á fyrsta flokks hráefni og persónu- lega þjónustu. „Við erum í góðu sambandi við framleiðendur og leitumst við að bjóða upp á ferskasta hráefnið hverju sinni. Hér í Kjötkompaníi leggjum við mikið upp úr því að selja kjötið á réttum tíma og látum það ekki frá okkur fyrr en það hef- ur fengið að hanga hæfilega lengi – nautakjötið í minnst 24 daga, lambakjötið í 10 daga að lágmarki en villibráðin skemur.“ Mikilvæg spurning Jón Örn undirstrikar að við val á fersku kjöti ætti viðskiptavinurinn alltaf að spyrja kjötkaupmanninn hversu lengi það hafi fengið að hanga. „Við höfum góða aðstöðu til að láta okkar kjöt hanga og meyrna, og erum til dæmis með sérstakan „dry age“-kæli, sem gef- ur nautakjötinu mjög gott bragð,“ útskýrir hann. „Allt okkar nauta- kjöt kemur sérvalið, ferskt og ófrosið, en lambakjötið fáum við frosið, sérvalið úr haustslátrun. Vöruúrvalið í kjötborðinu er breitt; í íslensku nauti erum við til dæmis með lundir, file, t-bone, Meyrt kjöt á boðstólnum  Í Kjötkompaníi fer kjötið ekki fram í búð fyrr en það hefur fengið að hanga hæfilega lengi, allt frá viku og upp í mánuð. Morgunblaðið/Golli Vinsældir Jón Örn segir marga hafa verið efins um að rekstur sælkeraverslunar með fyrsta flokks nautakjöt myndi bera sig, sérstaklega í kreppu. Gæði „Við erum í góðu sambandi við framleiðendur og leitumst við að bjóða upp á ferskasta hráefnið hverju sinni,“ segir Jón Örn um kjötmetið í boði. mínútusteikur, sirloin og nauta- ribeye, sem er mín uppáhaldssteik. Ekki má heldur gleyma nautahakk- inu okkar og hamborgurunum sem eru 100% hrein afurð. Lambið út- færum við á ýmsan hátt og bjóðum til dæmis upp á hálfúrbeinað lambalæri með fersku kryddi, fyllt- an lambahrygg, file, ribeye og lamba- og kindalundir. Grísakjötið er alltaf á sínum stað, svo sem fylltar grísalundir, hnakk- ar og grísarif. Við erum líka með úrval af tilbúnum réttum, til dæmis vinsæla nauta- og lambapottrétti, ítalskar hakkbollur og alls kyns gott meðlæti.“ Smáréttahlaðborð Jón Örn stofnaði Kjötkompaní, verslun og veisluþjónustu, árið 2009 ásamt eiginkonu sinni, Hildi Sig- rúnu Guðmundsdóttur. „Þetta var skömmu eftir hrun og margir héldu að við værum endanlega gengin af göflunum. En við fengum frábærar viðtökur og höfum eignast traustan hóp fastra viðskiptavina, sem stækkar með ári hverju. Við Hildur stöndum sjálf vaktina alla daga, okkur finnst það mikilvægt, og er- um með frábært starfsfólk, sem flest hefur verið hjá okkur frá upp- hafi.“ MATUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.