Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 80
80 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 ROSSINI FRUMSÝNING Í HÖRPU 17. OKTÓBER 2015 MIÐASALA Í HÖRPU OG Á TIX.IS WWW.OPERA.IS Figaro: Oddur Arnþór Jónsson Almaviva greifi: Gissur Páll Gissurarson Rosina: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir / Sigríður Ósk Kristjánsdóttir Doktor Bartolo: Bjarni Thor Kristinsson / Jóhann Smári Sævarsson Don Basilio: Kristinn Sigmundsson / Viðar Gunnarsson Fiorello: Ágúst Ólafsson Berta: Valgerður Guðnadóttir Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson Búningar: María Th. Ólafsdóttir Leikmynd: Steffen Aarfing Ljósahönnun: Jóhann Bjarni Pálmason Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kanadíski kvikmyndagerðarmað- urinn David Cronenberg er heið- ursgestur Alþjóðlegrar kvikmynda- hátíðar í Reykjavík, RIFF, sem hefst í dag og stendur til 4. október. Cronenberg og þýsku kvikmynda- gerðarkonunni Margarethe von Trotta verða veitt heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir æviframlag sitt til kvikmyndagerðar. Cronenberg vakti fyrst athygli fyrir svokallaðar „body horror“- myndir á áttunda áratugnum, hroll- vekjur sem hafa að geyma líkam- legan hrylling, líkamstjón og ofbeldi, höfuð sem springa og útlimamissi svo dæmi séu tekin. Andleg veikindi og ótti hafa verið algeng stef í mynd- um Cronenbergs sem fjalla flestar á myrkan hátt um eðli mannsins. Cro- nenberg hefur tekist á við vísinda- skáldskap í mörgum mynda sinna og í seinni tíð þokast frá líkamshryll- ingnum yfir í öllu sálrænni, drama- tískari frásagnir. Í kvikmyndinni Eastern Promises frá árinu 2007 fjallaði hann um rússneska maf- íufjölskyldu í Lundúnum og í A Dan- gerous Method frá árinu 2011 tók hann fyrir samband geðlæknanna Carl Jung og Sigmund Freud, svo dæmi séu tekin um þá beygju. En þrátt fyrir fjölbreytt höfundarverk verður Cronenberg eflaust fyrst og fremst minnst sem eins fremsta hrollvekjuleikstjóra kvikmyndasög- unnar, þó að hann líti ekki sjálfur á myndir sínar sem hryllingsmyndir. Kvikmyndir voru eins og bílar Cronenberg fæddist í Toronto ár- ið 1943 og varð 72 ára í mars sl. Móð- ir hans var tónlistarkona, faðir hans rithöfundur sem rak einnig bókabúð og sem drengur skrifaði Cronenberg sögur af miklum móð. Þegar kom að háskólanámi valdi hann líffræði en skipti svo yfir í bókmenntafræði. Hann ætlaði sér að verða vísinda- maður og rithöfundur en sneri sér að kvikmyndagerð eftir að hafa séð kvikmynd eftir bekkjarfélaga sinn David Secter, Winter Kept Us Warm, árið 1966, sem skólafélagar hans léku í. „Sú staðreynd að myndin væri til,“ svarar Cronenberg, léttur í bragði, þegar hann er spurður að því hvað það hafi verið við myndina sem kveikti áhuga hans á kvikmynda- gerð. Hann segir kvikmyndagerð ekki hafa verið til staðar í Toronto eða Kanada yfirleitt á þessum tíma. „Kvikmyndir voru eins og bílar, þær komu að utan, frá Bandaríkjunum eða Evrópu. Þegar ég sá kvikmynd sem leit út eins og alvöru kvikmynd, mynd sem skólafélagar mínir léku í, varð ég frá mér numinn. Það er erf- itt að lýsa þeirri tilfinningu núna þegar börn eru farin að taka upp myndir á snjallsímana sína en það var mikil uppgötvun fyrir mig á sín- um tíma að ég gæti gert alvöru kvik- mynd í Toronto með fólki þaðan. Það var heilmikil hugljómun og mig langaði að sjá hvort ég gæti þetta.“ Shivers stæld í Alien – Þú hefur verið nefndur sem einn af upphafsmönnum „body horror“- myndanna ... „Tja, ég nota ekki sjálfur þetta hugtak, „body horror“. Ég lít reynd- ar ekki á myndirnar mínar sem hryllingsmyndir en það er önnur saga. Einhver kvikmyndagagnrýn- andi bjó til þetta hugtak, hengdi þennan merkimiða á mig og ég sit uppi með hann. Ég sá myndirnar mínar aldrei í þessu ljósi. Ég held að þær endurspegli áhuga minn á líf- fræði, náttúruvísindum og leiklist,“ segir Cronenberg. „Ég er trúleysingi, trúi ekki á framhaldslíf og tel að líkaminn sé grundvöllur mannlegrar tilvistar. Það var mér því eðlilegt og lá bein- ast við að setja mannleg átök á svið í mannslíkamanum. Sumt af því sem ég gerði hafði aldrei verið gert áður í kvikmynd og fyrsta kvikmyndin mín í fullri lengd, Shivers, var augljós- lega stæld í Alien. Ég veit að með- höfundur handritsins að Alien þekkti til myndanna minna. Í Shiv- ers er sníkjudýr sem brennir sér leið út úr líkamanum og stekkur framan í fólk,“ segir Cronenberg. Líkindin séu því augljós. Ekkert líf án kímnigáfu – Þú hefur sagt í viðtölum að þú teljir myndirnar þínar fyndnar að mörgu leyti. Hvernig þá? „Ég get ekki ímyndað mér lífið án kímnigáfu, hún er eitt af vopnunum sem við getum beitt gegn dapurleg- um hliðum lífsins og myrkrinu. Hún er líka gott vopn gegn undirokun og alræði og annars konar kúgun þann- ig að ég get ekki ímyndað mér lífið án hennar. Það er mér því eðlilegt að beita henni í myndunum mínum og að láta persónurnar beita henni, hún er hluti af lífinu og gangverki þess. Ég gæti aldrei gert mynd sem væri algjörlega laus við kímni,“ svarar Cronenberg. Vænisýki, ótti og langanir af ýmsu tagi, sér í lagi kynferðislegar, koma oftar en ekki við sögu í myndum Cronenbergs og þegar hann er spurður út í þennan áhuga sinn á starfsemi heilans svarar hann blátt áfram að hún sé ákaflega forvitnileg. „Við erum með sjálfskennd, erum meðvituð um okkur sjálf og það eitt að skilja hvað það þýðir er flókin spurning, bæði heimspekilega og líf- fræðilega,“ segir Cronenberg. Sjálfsvitund- in heillandi viðfangsefni  David Cronenberg hlýtur heiðurs- verðlaun RIFF fyrir æviframlag sitt The Brood Ein af fyrstu kvikmyndum Cronen- begs, frá árinu 1979. Nola, fyrrver- andi eiginkona Franks, er í umsjá óhefðbundins sálfræðings sem not- ar tilraunakenndar aðferðir. Þegar dóttir Franks kemur frá móður sinni þakin marblettum reynir hann að hindra að hún fái að hitta hana en hittir fyrir öfl sem eru komin til vegna leynilegra aðferða sálfræð- ingsins. Myndin vísar í eyðileggj- andi afl skilnaða og fjallar um það hvernig bældir djöflar mannhugans geta brotist upp á yfirborðið. The Fly Einhver þekktasta kvikmynd Cro- nenbergs, frá árinu 1986, segir af vísindamanni sem býr til tæki sem getur flutt efni milli tveggja rýma. Dag einn ákveður hann að flytja sjálfan sig milli rýma en tekur ekki eftir laumufarþega sem er hús- fluga. Flutningurinn tekst og vís- indamaðurinn er í fyrstu hraustari en nokkru sinni og öðlast ofur- mannlega krafta. Hryllingurinn tekur við þegar hann fer að breyt- ast í flugu, honum og unnustu hans til mikillar skelfingar. Fimm af þekktustu kvikmyndum Cronenbergs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.