Þjóðmál - 01.06.2013, Side 25

Þjóðmál - 01.06.2013, Side 25
24 Þjóðmál SUmAR 20132 Tvö ný forsetabókasöfn í Bandaríkjunum Í síðasta mánuði var 13 . forseta-bókasafnið opnað í Bandaríkjunum, safn George W . Bush í Dallas í Texas . Safnið er hið glæsilegasta og kostaði meira en 300 milljónir Bandaríkjadala eða yfir 36 milljarða króna . Bush yngri var 49 . forseti Bandaríkjanna, á árunum 2001–2009 . Síðar á þessu ári verður einnig opnað bóka safn til heiðurs George Washington í Mount Vernon í Virginíu . Washington var, sem kunnugt er, fyrsti forseti Bandaríkj anna, á árunum 1789–1797 . Aðdáendur hers- höfðingjans hafa því mátt bíða í 216 ár að þeirra maður væri heiðraður með sérstöku bókasafni, en aðeins rúm fjögur ár eru frá því að Bush yngri flutti úr Hvíta húsinu . Washington hugðist reyndar á sínum tíma byggja safn til að hýsa skjöl sín en óvænt veikindi settu strik í reikninginn . Bókasafn George Washingtons er miklu minna í sniðum en Bush-safnið og kost- aði um 47 milljón Bandaríkjadala eða rúm lega fimm og hálfan milljarð króna . Í Washington-safninu verða þúsundir merki- legra skjala frá 18 . og 19 . öld, þar á meðal um 450 handskrifuð bréf og handrit og 46 Inngangurinn í hið glæsilega George W . Bush-bókasafn í Dallas sem var opnað í maí sl . Til hægri er standmynd af Bush-feðgunum sem er á lóð hins nýja bókasafns .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.