Þjóðmál - 01.06.2013, Side 28

Þjóðmál - 01.06.2013, Side 28
 Þjóðmál SUmAR 2013 27 brosandi: „Þú ert kominn út að Val þjófs dal .“ Hann sagðist vilja skoða þetta betur . Næsta skref var að tala við reyndan kunn- áttumann, Hörð Guðmundsson flugmann, sem hefur flogið um alla Vestfirði, bæði í áætlunarflugi og sjúkraflugi, um langt árabil . Honum leist mjög vel á hugmyndina . Ég spurði Hörð hvort ég mætti segja Einari Oddi frá samtali okkar og gaf hann jáyrði við því . Ég pantaði þá aftur tíma hjá Einari en áður en við gátum hist varð hann bráðkvaddur í fjallgöngu fyrir vestan . Það var reiðarslag fyrir Vestfirðinga að missa svo öflugan málssvara . Ekki þýddi þó að gefast upp . Ég sneri mér nú til annars þingmanns Vest firð inga, þáverandi sjávarútvegs- og land bún aðar- ráðherra, Einars K . Guðfinnssonar, og kynnti honum hugmyndina . Ég sagði honum frá samtölum mínum við Einar Odd og Hörð Guð mundsson flugstjóra . Einar kvaðst ætla að ræða við Hörð um flugtæknilega mögu- leika og þakkaði mér fyrir að kynna sér hug- myndina . Stuttu síðar hringdi ég til Harðar flugstjóra . Hann sagðist hafa hitt ráðherrann en hann hefði ekkert minnst á flugvöllinn í Önundarfirði . Þá hringdi ég í Halldór Halldórsson, þá- verandi bæjarstjóra á Ísafirði, og pantaði vi ð- tal við hann þegar hann kæmi suður . Nokkru síðar hittumst við á Hótel Loftleiðum . Ég sýndi honum legu flugvallarins . Okkur kom saman um að það vantaði flugtæknilega út tekt á svæðinu . Ég benti á hugsanlega efnis töku fyrir flugvallarbrautina, með því að sneiða af fjöllunum frá Þorfinni og til Ingjalds sands við sjávarmál í tilskylda hæð við flóð og fjöru og ölduhæð . Halldór kvaðst Flugvallarstæðið er teiknað inn á þetta kort, allt frá Holti yfir fjörukambinn í Ytri-Hjarðardal og út að Ytri-Ófæru við mynni Valþjófsdals, í beinni línu út Önundarfjörð, um 5 km .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.