Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 33

Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 33
32 Þjóðmál SUmAR 2013 tannviðgerða einnig fælingarmátt . Ef sá þáttur er tekinn út, slaknar enn á þeirri umhirðu sem góð tannheilsa krefst . Því má búast við að tannskemmdum fjölgi í kjölfar- ið og sá viðbótarkostnaður sem af slíku hlýst leggst svo jafnt á alla skattgreiðendur . Ennfremur er rétt að benda á að þrátt fyrir að mörgum þyki tannlæknakostnaður á köflum mikill er hann alla jafna ekki meiri á hvern einstakling en ýmis annar óhjákvæmilegur kostnaður sem fólk þarf að standa undir í heimilishaldi sínu . Flestir fara með bílinn sinn í smurningu a .m .k . einu sinni á ári og kostnaður við slíkt er á svipuðu róli, þ .e . um 10–20 þúsund krónur . Oft eru tveir til þrír bílar á fjölskyldu svo að samanlagður kostnaður við smurningu þeirra getur numið svipaðri upphæð og árlegar tannlæknaheimsóknir barna og unglinga á meðalheimili . Eigum við þá ekki að niðurgreiða þá þjónustu líka? Eitt skópar getur hlaupið á tugum þúsunda króna . Skór eru ekki síður mikilvægir fyrir velferð fólks en tannlæknaþjónusta . Hví niðurgreiðum við þá ekki skó á öll ungmenni í landinu? Hvað með klippingu? Gera má ráð fyrir að það kosti fjölskyldur álíka upphæð á ári hverju að fara með börnin í klippingu eins og til tannlæknis . Er þá ekki rétt að niðurgreiða klippingu barna og unglinga? Hvað varðar þann litla hóp fólks, sem raunverulega á í svo alvarlegum fjár hags- kröggum að það hreinlega hefur ekki efni á að senda börnin sín til tannlæknis og heldur ekki þrek til að ala börn sín upp við góða tannhirðu, gegnir auðvitað allt öðru máli . En þá er miklu eðlilegra að leita úrræða fyrir þann hóp einan og sér en ekki ausa úr sjóðum ríkisins ómældum fjárhæðum til alls þorra fólks sem hefur enga þörf á slíkum stuðningi . Benda má á að tannlæknadeild hefur um árabil boðið upp á ókeypis tannviðgerðir sem hluta af þjálfun tannlæknanema svo að sú þjónusta ein og sér færi jafnvel langt með að fullnægja þörfum þess fólks sem býr við verulega kröpp kjör . Hugsanlega mætti útvíkka þá þjónustu, t .d . með fjölgun tannlæknanema, þannig að með tiltölulega litlum viðbótarkostnaði væri jafnvel hægt að ná til allra þeirra sem búa við raunverulega fátækt eða óreglu . Atvinnuleysisbætur Hví í ósköpunum er ríkið með fing-urna í því hvernig fólk ráðstafar málum sínumvegna hugsanlegs atvinnu- missis? Það fyrirkomulag sem ríkt hefur hér og annars staðar um áraraðir, að ríkið ákveði að fyrirtæki greiði tiltekna prósentu af tekjum sínum í einn opinberan risasjóð, svokallaðan atvinnuleysistryggingasjóð, til að sjá um þessa tegund trygginga, er út í hött . Þessi kostnaður er verulega íþyngjandi fyrir fyrirtæki sem gerir það meðal annars að verkum að þau hafa mun minna svigrúm til launahækkana eða frekari mannaráðninga . V ið blasir að bætur vegna atvinnu missis eru verkefni sem tryggingafélög á frjáls um markaði eru fullkomlega fær um að sjá um . Fólk myndi einfaldlega bera saman kosti og kjör mismunandi trygginga félaga í því efni, rétt eins og það gerir t .d . varðandi bílatryggingar sínar . Sumir kysu að tryggja sig fyrir langvarandi atvinnu missi á góðum bótum, t .d . í heilt ár; aðrir veldu að tryggja sig á lágum bótum í skamman tíma . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.