Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 34

Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 34
 Þjóðmál SUmAR 2013 33 Við blasir að bætur vegna atvinnu missis eru verkefni sem tryggingafélög á frjáls um markaði eru fullkomlega fær um að sjá um . Fólk eða fyrirtæki myndi einfaldlega bera saman kosti og kjör mismunandi trygginga- félaga í því efni rétt eins og það gerir t .d . varðandi bílatryggingar . Sumir kysu að tryggja sig fyrir langvarandi atvinnu missi á góðum bótum, t .d . í heilt ár; aðrir veldu að tryggja sig á lágum bótum í skamman tíma og einhverjir kysu að tryggja sig gegn atvinnuleysi með þeim hætti að vinnuframlag á öðrum vettvangi, t .d . á vegum góðgerðarsamtaka, kæmi á móti bótum . Í sumum tilfellum myndu vinnu- veitendur bjóða atvinnuleysistryggingar sem hluta af launakjörum . Ýmiss konar hagræðing næðist við það að leyfa markaðnum að ráða hvers konar atvinnuleysistryggingar fólk kysi . Sem dæmi má nefna að hjón eða fólk í sambúð myndu í mörgum tilfellum láta nægja eina tryggingu, þ .e . tryggingu þess sem er betur launaður . Ástæðan er sú að flestir reikna með að fá vinnu tiltölulega fljótt aftur og því ætti heimilið að þola einföld laun þangað til . Ungi maðurinn, sem enn býr á heimili foreldranna, myndi hugsanlega láta nægja ódýrustu trygginguna eða jafnvel sleppa henni allt eftir aðstæðum á heimilinu . Nú fá allir vinnufærir sömu bætur ef þeir missa vinnuna, burtséð frá fjárhagslegum aðstæðum að öðru leyti . En hvað þá með þá kærulausu eða ólán- sömu, þ .e . þá sem af einhverjum ástæðum tryggja sig ekki fyrir atvinnumissi? Segja þeir sig þá ekki til sveitar með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur verði þeim sagt upp? Vissulega er hætt við að einhverjir þeirra geri það en kostnaður vegna þess yrði ekki nema brot af þeim kostnaði sem fylgir núverandi fyrirkomulagi . Þá er ljóst að í hagkerfi þar sem fólk kaupir velferðarþjónustu í meira mæli milliliða- laust en nú tíðkast ættu skattar að vera mun lægri auk þess sem reikna má með að ýmiss konar velferðarþjónusta væri ódýrari á frjáls um samkeppnismarkaði en undir einu mið stýrðu ríkiskerfi . Kaupmáttur fólks væri þar af leiðandi mun meiri og svigrúm til að styðja aðra í kröggum, t .d . með framlögum til góðgerðarsamtaka, einnig mun meira . Hvað eru velferðarmál? Miðað við hvernig margir stjórn-málamenn tala mætti ætla að vel- ferðarmál snúist einungis um stuðning ríkis eða sveitarfélaga, þ .e . ef hið opinbera veitir ekki stuðning er ekki um velferðarmál að ræða . Þetta sjónarmið er mikill misskiln ing- ur . Velferðarstuðningur hefur ekkert með það að gera hvort ríkið komi að málum eða ekki . Til dæmis er aðalvelferðarmál fólks, þ .e . matvörur, nokkuð sem hinn frjálsi markaður sér að langmestu leyti um . Hvað með sumarfrí fjölskyldna? Vitaskuld er mikil væg velferð fólgin í því að fjölskyldur komist reglulega í sumarfrí og það gera þær V elferðarstuðningur hefur ekkert með það að gera hvort ríkið komi að málum eða ekki . Til dæmis er aðalvelferðarmál fólks, þ .e . matvörur, nokkuð sem hinn frjálsi markaður sér að langmestu leyti um . Hvað með sumarfrí fjölskyldna? Vitaskuld er mikil væg velferð fólgin í því að fjölskyldur komist reglulega í sumarfrí og það gera þær langflestar án aðkomu ríkisins . . .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.