Þjóðmál - 01.06.2013, Page 36

Þjóðmál - 01.06.2013, Page 36
 Þjóðmál SUmAR 2013 35 Íþessari grein hyggst ég ræða afstöðu þeirra Karls Marx og Friedrichs Engels til þjóða og trúflokka á borð við Gyðinga . Ég neita því ekki að oft gæti fordóma í garð einstakra þjóða og trúarbragða í skrifum þeirra félaga . Samt tel ég að þeir hafi fyrst og fremst verið það sem ég kalla „alþjóðaremb- ungar“ . Slíkir menn dýrka hið alþjóðlega með sama ofsa og þjóðrembungurinn dýrk- ar þjóð sína . Kjörorð þeirra gæti verið „hið al þjóðlega er hið ágæta og hið ágæta er hið alþjóðlega“ .1 Hægrialþjóðarembungar telja hnatt vædd- an markað allra meina bót, remb ung ar meðal íslenskra krata trúa því að ESB-aðild sé lausn allra vandamála . Og vinstri alþjóða- rembungar lofsyngja fjöl menningar sam- félagið sem í þeirra augum er alfull komið . Ég hef áður bent á að Marx og Engels væru ekki saklausir af voðaverkum kommúnista og mun efla þá skoðun rökum hér .2 Athugið að ef alþjóðaremba þeirra á einhverja sök á þessum voðaverkum þá er slík remba engu síður varhugaverð en þjóðremba . Andkommúnisminn er alltof mikilvægur til að láta hann hægrimönnum einum eftir . Við, sem kennum okkur við jafnaðar stefnu, hljótum að leggja fram okkar skerf . Eitt og annað um marxisma og þjóðerni Norski sagnfræðingurinn Øystein Sørensen gaf í hitteðfyrra út bók um alræðisstefnur og ber hún heitið Drømmen om det fullkomne samfunn (Draumurinn um hið fullkomna samfélag) . Hann heldur því fram að Marx og Engels hafi beinlínis hvatt til þjóðarmorða . Máli sínu til stuðnings dregur hann fram í dagsljósið ýmsar lítt þekktar greinar og bréf sem þeir félagar skrifuðu .3 Hann byggir að nokkru leyti á bók Leopold Schwarzschilds, The Red Prussian . Schwarzschild benti manna fyrstur á bréf og smágreinar þar sem þeir Marx og Engels nota einkar sóðalegt orðafar og daðra við skuggalegar skoðanir .4 Ég tók mig til og las obbann af þeim grein- um sem þeir Sørensen og Schwarzschild vitna í . Ekki verður séð að Marx og Engels hvetji ótvírætt til þjóðarmorða . En glannalegt orðaval þeirra er með þeim hætti Stefán Snævarr Marx og Engels: Þjóðir og alþjóðaremba

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.