Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 36

Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 36
 Þjóðmál SUmAR 2013 35 Íþessari grein hyggst ég ræða afstöðu þeirra Karls Marx og Friedrichs Engels til þjóða og trúflokka á borð við Gyðinga . Ég neita því ekki að oft gæti fordóma í garð einstakra þjóða og trúarbragða í skrifum þeirra félaga . Samt tel ég að þeir hafi fyrst og fremst verið það sem ég kalla „alþjóðaremb- ungar“ . Slíkir menn dýrka hið alþjóðlega með sama ofsa og þjóðrembungurinn dýrk- ar þjóð sína . Kjörorð þeirra gæti verið „hið al þjóðlega er hið ágæta og hið ágæta er hið alþjóðlega“ .1 Hægrialþjóðarembungar telja hnatt vædd- an markað allra meina bót, remb ung ar meðal íslenskra krata trúa því að ESB-aðild sé lausn allra vandamála . Og vinstri alþjóða- rembungar lofsyngja fjöl menningar sam- félagið sem í þeirra augum er alfull komið . Ég hef áður bent á að Marx og Engels væru ekki saklausir af voðaverkum kommúnista og mun efla þá skoðun rökum hér .2 Athugið að ef alþjóðaremba þeirra á einhverja sök á þessum voðaverkum þá er slík remba engu síður varhugaverð en þjóðremba . Andkommúnisminn er alltof mikilvægur til að láta hann hægrimönnum einum eftir . Við, sem kennum okkur við jafnaðar stefnu, hljótum að leggja fram okkar skerf . Eitt og annað um marxisma og þjóðerni Norski sagnfræðingurinn Øystein Sørensen gaf í hitteðfyrra út bók um alræðisstefnur og ber hún heitið Drømmen om det fullkomne samfunn (Draumurinn um hið fullkomna samfélag) . Hann heldur því fram að Marx og Engels hafi beinlínis hvatt til þjóðarmorða . Máli sínu til stuðnings dregur hann fram í dagsljósið ýmsar lítt þekktar greinar og bréf sem þeir félagar skrifuðu .3 Hann byggir að nokkru leyti á bók Leopold Schwarzschilds, The Red Prussian . Schwarzschild benti manna fyrstur á bréf og smágreinar þar sem þeir Marx og Engels nota einkar sóðalegt orðafar og daðra við skuggalegar skoðanir .4 Ég tók mig til og las obbann af þeim grein- um sem þeir Sørensen og Schwarzschild vitna í . Ekki verður séð að Marx og Engels hvetji ótvírætt til þjóðarmorða . En glannalegt orðaval þeirra er með þeim hætti Stefán Snævarr Marx og Engels: Þjóðir og alþjóðaremba
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.