Þjóðmál - 01.06.2013, Page 40

Þjóðmál - 01.06.2013, Page 40
 Þjóðmál SUmAR 2013 39 Á gamals aldri hvatti Engels menn til að berjast gegn zarveldinu rússneska með öllum tiltækum ráðum . Þetta veldi væri þrándur í götu framfara, ekki bara á heima- slóðum heldur líka í Vestur-Evrópu .22 Ekki er grein Engels um baráttu Ung verja geðslegri en greinin um slavana .23 Hann dregur allar þjóðir í annan tveggja dilka, byltingar- eða andbyltingardilkinn . Þjóð- verjar, Ungverjar og Pólverjar séu í byltingar- dilknum, slavarnir í hinum dilkn um . And- byltingarþjóðanna bíði það hlutskipti að líða undir lok í byltingar storm inum .24 Þótt Ungverjar séu siðmenningarlega séð eitthvað á eftir þýskumælandi Austur ríkis- mönnum þá bæta þeir það upp með glæsi - legri stjórnmálavirkni (les: upp reisnar girni) . Engels lýkur greininni með því að segja að í næstu heimsstyrjöld muni ekki aðeins afturhaldsstéttir og -konungaættir líða und- ir lok, heldur líka afturhaldsþjóðir . Það yrði framfaraspor .25 Þjóðir, stéttir, einstaklingar o .fl . Sørensen veltir því fyrir sér hvers vegna Marx og Engels tala bara um þjóðir og aldrei um stéttir í blaðagreinunum í Neue rheinische Zeitung . Hann telur að þeir hafi ekki viljað stuða borgaralega lesendur með stéttatali . Hann spyr líka hvers vegna Engels hafi skrifað svæsnustu greinarnar . Kann það að þýða að munur hafi verið á þeim tveimur, Engels hafi verið ljóti karlinn? Sørensen telur það ólíklegt, Marx og Engels hafi unnið afar náið saman og Engels verið svo háður Marx að hann hefði vart viðrað skoðanir sem væru Marx ógeðfelldar . Enda hafi Engels skrifað greinar sem birtust i nafni Marx í bandarískum blöðum . Enn fremur sé ósennilegt að þeir hafi breytt um skoðanir með árunum, Engels hafi gert greinarnar í Neue rheinische Zeitung að umfjöllunarefni í grein sem hann skrifaði í tilefni fyrstu ártíðar Marx árið 1884 . Hann hafi ekki tekið neitt aftur af því sem þeir skrifuðu þar, öðru nær .26 Ekki má gleyma því að Marx og Engels voru einatt mjög kjaftforir, sérstaklega í bréfum og blaða- og áróðursgreinum . Spurn ingin er hvort taka eigi allt sem þeir segja bókstaflega . Í fræðiritunum er tónninn yfir leitt öllu hógværari . Kannski meintu þeir ekki bókstaflega það sem þeir sögðu í svæsnu greinunum . Sørensen bendir á að í greinunum tali Marx og Engels eins og þjóðir og stéttir séu einar til, einstaklingar koma lítið við sögu .27 Bæta má við að telji maður þátt einstakl- ings ins í samfélagsþróuninni veigalítinn er ekki líklegt að maður telji rétt einstakl ings- ins mikils virði . Marx og Engels til varnar má nefna að á bjartari augnablikum leggja þeir áherslu á einstaklingseðlið . Í sósíalísku og komm- únísku samfélagi framtíðarinnar verði frjáls þróun einstaklingsins forsenda frjálsrar þróunar heildarinnar .28 Marx leggur áherslu á að ekki sé endilega rétt að gera alla hnífjafna, taka verði tillit til einstaklings- bundinna þarfa .29 Auk þess skapi maðurinn sögu sína sjálfur og sé ekki bara leiksoppur stéttabaráttu og sögulegra lögmála .30 Sørensen segir að hugmyndir um yfir - E ngels lýkur greininni með því að segja að í næstu heimsstyrjöld muni ekki aðeins afturhaldsstéttir og -konungaættir líða und ir lok, heldur líka afturhaldsþjóðir . Það yrði framfaraspor .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.